Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Qupperneq 19
Fendarinn er eitt merkasta hjálpartæki skipstjórnarmanna til þess að
forðast tjón á skipinu í höfnum. Þeir geta orðið býsna stórir — eins og
skipin, en hér birtum við mynd af stærsta fendara í heimi, en Gulf
olíufélagið pantaði fjóra slíka. Þeir eru sex metra langir og fjórir metrar í
þvermál.
aðrar í 70 öðrum löndum, víðs-
vegar um heim. Sem elsta og
stærsta skipaflokkunarfélag heims,
hefur stofnunin mikil áhrif á efna-
hagslífið. Meira en þriðji hluti
kaupskipaflota heims, er byggður
og haldið við, eftir reglum sem
Lloyd’s ákveður. Vátrygginga-
félagið ásamt stálskipastöðvum og
verkfræðingum, láta óhlutdrægni
sitja í fyrirrúmi, en leggja áherslu
á, að kröfur um styrkleika og
nauðsynlegt viðhald, sé eftir sett-
um reglum, sem kunnátta og
reynsla hafa gefið. Lloyd’s skipa-
listinn er þekktur og viðurkenndur
um heim allan.
í mörg ár flokkuðu menn skip í
ýmsa mismunandi flokka, en í dag,
er það flokkunin “A 1“ sem öll skip
á sjó, verða að fullnægja. Teikn-
ingar af skrokk og vélaútbúnaði,
verða að vera fyrirfram viður-
kenndar af Skipalista Lloyd°s. Oft
er nauðsynlegt að gera breytingar,
til þess að fá samþykki Lloyd’s.
Stálið, sem nota á verður að vera
reynt fyrirfram, smíða og steypu-
hlutar, athugaðir og viðurkenndir.
Eftirlitinu lýkur ekki fyrr en
endanleg reynsluför hefur átt sér
stað. Þegar skipið er fullsmíðað,
VÍKINGUR
eru skýrslur athugaðar af nefnd frá
Lloyd’s., sem gefur síðan út flokk-
unarskírteini. Allar upplýsingar
um hvert einstakt skip, koma svo í
skipalistanum, m.a. brúttó skráð
tonn, rúmtak, þilfar, vélar, skipa-
smíðastöð, sem byggt hefur skipið,
eigendur o.fl.
Flokkunarfyrirkomulagið hefur
einnig verið tekið í notkun við aðra
starfsemi utan skipasiglinga og
Lloyd’s Register meðhöndlar önn-
ur tæknileg verkefni, svo sem
kjarnorkustöðvar, aflstöðvar, olíu-
hreinsunarstöðvar, gas- og efna-
verksmiðjur, o.fl. um alla veröld.
Öll spursmál fá svör frá færustu
sérfræðingum og öll vandamál
leyst frá þessum aðilum.
Lloyd’s Register á ekkért stofn-
fé, greiðir engan hagnað, hefur
enga hluthafa og engin tengsl við
ríkisvaldið. Tekjur eru eingöngu
greiðslur fyrir veitta þjónustu og
hagnaður notaður til endurbóta og
viðhalds stofnuninni.
Eins og áður segir er breska
Lloyd’s afar kröfuhart um efni og
útbúnað skipa. Það þótti því tíð-
indum sæta og vakti heimsathygli,
þegar flokkunarfélagið veitti
snemma á þessu ári, japanska
stórfyrirtækinu Nippon Kokans
skipasmíðastöðinni „Bláan
stimpil“, sem viðurkenningu fyrir
vandað stál og annað efni til skipa,
sem aðrar greinar þessa risafyrir-
tækis framleiða. I þessari viður-
kenningu, sem er hin fyrsta í sögu
Lloyd’s Register of Shipping, felst,
að flokkunarfélagið viðurkennir
framleiðslu hinna ýmsu hluta
skipsskrokksins án hins venjulega
eftirlits, sem reglurnar gefa fyrir-
mæli um og tekur gildar tækni-
legar lýsingar á efni og styrkleika-
gæðum þess.
Nippon Kokans skipasmíða-
stöðin, eða NKK, er í Tsrunni í
Japan og eitt stærsta framleiðslu-
bákn i Japan, framleiðir t.d. um 21
millj. tonn af stáli og járni árlega.
Fyrirtækið er eitt af 5 stærstu
sinnar tegundar í heiminum og
allt skipulag þess er álitið eitt hið
fullkomnasta í heimi.
i
í biðstofu cinkaleyfisskrifstofuimar.
★
Gildar ástœdur.
Þegar Mark Twain va
eitt sinn í heimsókn hjá vini sínum um
helgi eina, var hann spurður að
sunnudagsmorgni, hvort bjóða mætti
honum drykk fyrir morgunverðinn.
Twain viðurkenndi, að sig langaði að
sönnu í einn gráan, en yrði þó að af-
þakka boðið af þremur ástæðum, í
fyrsta lagi væri hann bindindismaður,
í öðru lagi drykki hann aldrei fyrir
morgunverð og í þriðja lagi væri hann
þegar búinn að fá sér drjúgann sopa!
251