Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Qupperneq 24
Eftirfarandi grein er tekin úr
nóv.-des. hefti Skandinavisk Skib-
fart ’75, og ætti að vera nokkuð
forvitnileg því um er að ræða þá
tegund hraðskreiðra báta, sem
varðskips skipherrum okkar, leist
bezt á að mundi henta okkur til
gæzlustarfa í þorskastríðinu.
Byggt á reynslu af fyrri tundur-
skeytabátum hefur danski sjóher-
inn endurbætt TB-68 áætlunina
hjá Frederikshavn Skipasmíða-
stöðinni A/S.
Á árinu 1972 voru pantaðir 8
bátar, og 1974 2 í viðbót, þannig
að áætlað er að byggja alls 10 báta.
I byrjun nóvember s.l. afhenti
skipasmíðastöðin fyrsta bátinn —
WILLEMOES. Eftir að prins
Henrik, hafði gefið bátnum nafn í
júnímánuði, hefur umfangsmikil
reynsla á honum farið fram, sem
hefur sannað að báturinn full-
OJLUNGSEN HF
ÁNANAUSTUM
SÍMI28855
Elzta og stærsta veiðar-
færaverzlun landsins.
nægir öllum þeim kröfum, sem
menn gerðu sér vonir um.
Við þyrftum að eignast 1—2 af
slíkum varnarskipum.
«
Það hefur verið mjög erfitt verk
fyrir skipasmíðastöðina, að byggja
þennan tundurskeytabát, sem áð-
ur hefur eingöngu smíðað venjuleg
flutningaskip. Þetta er mjög ný-
tískulegt skip, og flókið verkefni,
sem gera miklar kröfur til stöðvar-
innar og mannanna, sem þar
vinna, einnig til þeirra aðila, sem
leggja til efnið.
Línur skrokksins eru
„Round-bridge“, sem henta betur
við aðstæður í Eystrasalti, heldur
en „glide“ báts gerðin. Skrokkur
og innrétting eru gerðar með tilliti
til að báturinn þoli þung högg og
til varnar ABC-vopnum. Þunginn
er 240 lestir, og mesta lengd 46
metrar. Vélarnar eru sambyggðar
Rolls Royce gastúrbínur og Gene-
ral Motors dieselvélar og rafmagn
framleiða þrír Forden rafmótorar.
Hver gastúrbína drífur eina
skiptiskrúfu og síðu skrúfur, sem
eru tvær, ganga fyrir dieselvélum
og eru til tilfærslu skipsins og
stefnubreytinga.
Hraði bátsins er sagður yfir 38
hnútar. Vopnaútbúnaður er fall-
byssa, sem getur skotið eldflaugum
og tundurskeytum, stjórnað með
radar. Einnig 78 mm. loft- og „sö-
máls“ byssa, tvö tundurskeytarör,
2 SSm eldflaugar, (yfir sjólínu) og
sex skotrennur fyrir rakettur.
Öllum vopnum er stjórnað með
elektroniskum tækja útbúnaði.
Skipshöfnin er 28 manns, þar af 6
yfirmenn. Verð hvers báts frá
skipasmíðastöðinni er ca. 25 millj.
kr. (d), en með öllum útbúnaði,
tilbúinn til notkunar mun verðið
verða ca. 50 millj. kr.
Sjómenn — Útgerðarmenn
Umboðsmenn um land allt
BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS
Sími 26055 (3 línur) - Laugavegi 103
256
VlKINGUR