Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 27
virkaði samtímis, bar það engan árangur, hið stóra skip mjakaðist ekki um tommu. Við héldum til- raunum okkar áfram í marga daga. I eitt skiptið var dráttar- báturinn látinn fara til aðstoðar Ponabe, sem hafði farið úr höfn- inni á undan okkur, en lá nú fyrir akkerum norður af Álandseyjum, með hina hættulegu strönd til hlés. Það var nú ljóst að Jóhanna gat ekki aðstoðað okkur frekar, og voru háværar raddir uppi um að útvega skyldi almennilegan dráttarbát frá einhverri hinna stærri hafna, til þess að hjálpa okkur úr þessari úlfakreppu, áður en að við frysum inni á Eystrarsaiti. Johanna fór í svo miklum flýti, og fyrirhyggju- leysi, að siglutré bátsins flæktust í landfestum okkar, svo við lá að honum hvolfdi, en einn skipverja hljóp þá til og losaði um festarnar. Ég held að eigandi Mosulu hafi verið tregur til þess að fá dráttar- bát annarstaðar frá vegna spar- semi, sem hann var þekktur fyrir, en að síðustu var ekki annara kosta völ. Prammar komu að skipshlið- inni og við útbjuggum losunartæki til þess að losa þessa 300 tonna auka kjölfestu, og nú hófust miklar annir við tilfæringar á því, sem eftir var af legsteina kjölfestunni og öðru, til þess að skipið lægi betur í sjónum og loks, eftir mikla mæðu, losnuðum við frá bryggj- unni og lögðumst fyrir akkeri, rétt utan við hafnargarðinn. Það voru háværar raddir um þessa marg- umtoluðu legsteina og við áttum eftir að súpa seiðið af því, að losa okkur ekki alveg við þá strax, en það síðasta sem við sáum af þeim var, þegar þeim var kastað fyrir borð í hleðsluhöfninni í Ástralíu. Allt þetta umstang hafði tekið marga daga og vinnan var erfið og ekki bætti kuldinn úr, eða hið frámunalega slæma fæði. — Stormur og snjókoma flesta daga og frostið alltaf að aukast. Það var því stór stund þegar við loks rétt- VÍKINGUR um Johönnu dráttartaugina í annað sinn og skipið tók að snúa stefninu að sundinu við hafnar- mynnið. Þetta var nokkuð krókótt leið og erfið, ekki sízt vegna þess, að vindurinn var á móti, þar til komið var út á sundið, sem lá til hafsins. Strax og út var komið, hífðum við upp klífa og rásegl. Litli dráttarbáturinn togaði og togaði til kuls, þar sem okkur bar nokkuð til hlés, undan vindinum, en þegar kom að 90 gr. beygju var ferðin á okkur svo mikil, að báturinn varð að forða sér frá stefninu til þess að verða ekki sigldur niður, en sjálfir gátum við ekki tekið beygjuna, þvi að báturinn virkaði eins og bremsa, aftur á móti var ómögu- legt að sigla svona stóru skipi, í þessum þrengzlum, án dráttar- báts, svo að við gátum ekki sleppt bátnum. Það þurfti snör handtök. Rá- seglin og klífarnir voru teknir niður og bæði akkerin látin falla, það var spennandi augnablik, á meðan beðið var eftir að sjá hvort þau héldu. Það gerðu þau, en skipið snerist upp í vindinn og skutur þess tók stóran boga, þá heyrðist nístandi ýskur undir fótum okkar. Afturhlutinn hafði tekið niðri á einum hinna mörgu hraundranga frá nærliggjandi eyju. Við höfðum komist um einn fjórða hluta úr mílu og vorum í óvissu um hve skaðinn var mikill, þetta var athugað af timbur- manninum, dagmanninum og stýrimanni, en engar stór skemmdir voru sjáanlegar á skips- skrokknum. Nú byrjaði skrípaleikurinn á ný. Með því að koma vírum í eyju, sem lá í rétta átt, þótt hún hefði mátt vera nokkuð nær, tókst okkur, eftir mikið umstang, að losa skipið næsta morgun, með vafasamri hjálp Johönnu. Enn á ný tókum við stefnu til hafs. Vindurinn fór vaxandi og ferð skrpsins óx. Enn vorum við í þrengslum og mikillar aðgæzlu þurfti, því klettar eyjanna voru ekki í mikilli fjarlægð og skipið svifaseint. Við slepptum Johönnu og leiðsögumanninum. Byrinn hélst alla leið til Kaupmanna- hafnar og allt gekk slysalaust. Þar fór fram botnskoðun og í ljós kom að við höfðum sloppið vel við Moshulu á siglingu, en myndin er tekin frá gufuskipinu, sem mætti því á ettir- minnilegan hátt. 259

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.