Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Side 31
Þetta hlýtur að hafa verið fjarska-
lega kvalafullt fyrir hina slösuðu,
en við því var ekkert að gera. Við
höfðum bjargað þeim frá frekari
meiðslum, en það var hið eina sem
við gátum gert fyrir þá. Litlu
seinna missti Holma, annar Finni,
handfestu á ránni og kastaðist
niður hallann.
Við stýrishjólið þurfti 4 menn og
þar, sem 3 voru úr leik voru aðeins
9 verkfærir menn, að meðtöldum
trésmiðnum, kyndaranum
(donkeyman), seglsaumaranum og
3 stýrimönnum, til að vinna á
þessu stóra skipi við þessar erfiðu
aðstæður. Finnar höfðu yfirleitt
litlar áhafnir á skipum sínum,
miðað við það, sem venja var ann-
arstaðar, og nú þegar Moshulu
barðist fyrir lífi sínu, í versta fár-
viðri, með kjölfestuna úr lagi var
skipshöfnin alltof fámenn.
Að sjálfsögðu var ekki um neinn
mat að ræða, um slíkt var ekki
hugsað. Við höfðum unnið í sam-
fellt 7 klst., eftir 13 tíma langa vakt
á undan. Um kl. 3 eftirmiðdag,
fengum við smáglas af víni frá
kortaklefanum. Ég held að það
hafi verið vel þegið, þótt hættulegt
gæti reynzt að sleppa takinu á
borðstokknum til kuls. Áreynzlan
við að halda jafnvægi var mikil, og
þreytandi. Menn héldu sér í skjóli
við borðstokkinn, en sjórinn sem
brotnaði á hlið skipsins, fossaði
niður eftir þilfarinu til hlés, þar
semlunninginvar í kafi. Við vorum
þarna í röð, næstum alla leið milli
stefnis og skuts, með nokkru milli-
bili. Við höfðum gert allt, sem
hægt var að gera og biðum nú,
hugsunarlítið, eftir því, sem skeði
næst, og við þurftum ekki að bíða
lengi.
Ég var nálægt stýrimanninum,
sem var ágætur sjómaður, með
mikla reynzlu að baki, þótt ein-
kennilegt megi virðast, hataði sjó-
inn og þó sérstaklega seglskip, ég er
viss um að þessi dagur hefur ekki
breytt skoðun hans. Ástandið á
skipinu var óhugnanlegt. Við
urðum vitni að því, þegar 170 feta
löng talía losnaði af nálinni, tóið
raknaði í sundur og trefjarnar
hurfu út í sortann á skemmri tíma
en hægt er að segja frá. Enginn
hefði trúað þessu, nema þeir sem
sáu það sjálfir. Mér varð litið fram
eftir til framseglsins. Það var stórt
og um 1 ’/2 smálest að þyngd og 90
feta langt. Það bólgnaði út af
þunga stormsins og mér hryllti við
að sjá sauminn gefa sig og rifu
myndast og lengjast. Það er alvar-
legur hlutur, þegar segl rifnar í
tætlur og slæst til. Þetta segl var
svo stórt, að vel hugsanlegt var, að
það tæki hið háa stálmastur með
sér. Ekki nóg með það, heldur gátu
hin möstur skipsins einnig farið
sömu leið. Möstrin voru í stál-
hólkum festum við þiljur skipsins,
hæglega gat farið svo, að þau rifu
stálhólkana frá þilfarinu. Lægsta
mastrið var 5 smálestir. Kæmi
þannig gat á skipið, yrði litlu
bjargað, því að neðanþilja var
Moshulu, næstum einn gámur.
Ég benti stýrimanninum á segl-
ið, því að engin orð voru heyrð í
þessum stanzlausa gný veður-
ofsans. Hann fór að fikra sig fram-
eftir og ég fylgdi eftir. Engar skip-
anir voru gefnar enda þýðingar-
laust. Við söknuðum hinna slös-
uðu manna, þegar við fórum að
eiga við seglið. Þegar tillit er tekið
til hins mikla halla skipsins og
veðurofsans, má það teljast krafta-
verk að okkur tókst að ná þeim
hiuta seglsins, sem næst var veðr-
inu og það var byrjað að rifna, og
koma á það böndum.
Þegar séð var að meira yrði ekki
aðgert, fikruðum við okkur niður á
þilfarið. Áhöfnin samánstóð af
Finnum, Álandseyingum
(sænskumælandi) og nokkrum
enskumælandi mönnum. Þetta
voru allt samhentir menn, sem
kom bezt í ljós við þessar erfiðu
kringumstæður. Þar sem hver
maður, var jafngóður og sá næsti.
En hvað sem því leið, sáum við að
Álandseyingarnir höfðu safnast
saman í nokkru skjóli við ketil-
rúmsvegginn og héldu fund. Við
hinir biðum, vissum ekki hvað var
að gerast. Stýrimennirnir virtust
óvissir, þar sem þeir héldu sig aftar
á skipinu. Þá komu fundarmenn
Björgunarbáturinn Þorsteinn á siglingu í Reykjavíkurhöfn, áður en hann var afhent-
ur í Sandgerði við vígslu fyrstu björgunarstöðvar SVFÍ í júní 1929. Síðar voru vélar
settar í bátinn og hann staðsettur í Reykjavík. Nú er báturinn aftur heima í Sand-
gerði, þar sem honum verður komið í naust í hinni nýju björgunarstöð Sigurvonar.
Ætla björgunarsveitarmenn að breyta bátnum eins og hann var upprunalega.
VÍKINGUR
263