Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Blaðsíða 32
og öskruðu uppí eyru okkar, að
enginn okkar skyldi vinna lengur,
þar til við fengjum mat. Síðan
skriðu þeir frameftir þilfarinu í
áttina að stjórnborðslúkar. Við
urðum undrandi yfir þessu, því að
öll matseld var óframkvæmanleg í
eldhúsi, sem lá á hliðinni, auk þess
sem neyðarástand ríkti vegna
framseglsins.
Við vorum ekki samþykkir
þessu, en þar sem ómögulegt var
að meðhöndla seglin án þeirra, var
ekki um annað að gera en að fylgja
þeim. I lúkarnum var hægt að
ræða saman og stýrimennirnir
reyndu að tala um fyrir þeim, án
árangurs.
Á meðan að á þessu stóð barðist
Moshulu fyrir lifi sínu, með aðstoð
4 manna við stýrishjólið og skip-
stjóranum, sem hafði augun á
seglunum.
Að endingu, sennilega af því að
hann sá að um annað var ekki að
ræða, lofaði 1. stýrimaður því, að
reynt yrði að tilreiða einhvern mat.
Brytinn og matsveinninn, höfðu
ekki sést þennan dag. Þeir voru nú
ræstir, en við fórum uppá þilfar.
Matsveinninn var ekki vinsæll
maður, oftast í slæmu skapi og
þunga skapgerð, en í þessu tilfelli
sýndi hann dugnað sinn, því eftir
nokkurn tíma hafði honum tekist
að elda vatnsdaufa fiskisúpu.
Hvernig hann fór að þessu,-við
þessar aðstæður var okkur alveg
óskiljanlegt. Við neyttum súp-
unnar sitjandi á þilfarinu, með
bökin upp að lúkarsþilinu og fæt-
urnar miklu hærri en höfuðin. Ég
held að það hafi verið súpunni að
þakka, að við loks gátum bjargað
seglinu, súpan hleypti nýju fjöri í
mannskapinn og enginn hafði gert
sér fulla grein fyrir hversu þreyttur
og hungraður hann var, í raun og
veru. Þetta tók okku^ sex tíma
baráttu.
Vakt okkar fór niður um
■-miðnætti, en erfitt var að komast
að lúkarnum. Allir urðu að
leggjast í kojurnar til hlés og
skorða sig þar, en menn voru
hvíldinni fegnir og sofnuðu brátt,
en okkur fannst við vera þreyttari,
þegar við vorum ræstir, fjórum
tímum síðar. Ekkert lát var á
veðurofsanum og skriðum við fjór-
ir aftureftir til þess að leysa af við
stýrið, hin vaktin hafði komið hin-
um slösuðu niður í kojur þeirra.
Við höfðum melt súpuna fyrir
löngu og fundum nú til mikils
hungurs. Ákváðum við nú að einn
okkar skyldi reyna að komast fram
í lúkarana og athuga hvort nokkuð
ætilegt fyndist þar í skápum. Við
drógum um hver skyldi fara, með
því að taka í tó spotta, þar sem þrír
voru langir en einn stuttur. Eg dró
þann stutta og lagði í ferðina og
skreið frameftir með kulborðs
lunningu og komst loks á áfanga-
stað. Það var óhugnanlegt í
lúkarnum. Ég heyrði stunurnar í
Rory í kolsvarta myrkrinu, heyrði
sjóinn renna til og frá eftir gólfinu
og stormhvinin uppi. Ég fann
aðeins nokkra brauðmola og hélt
af stað aftureftir. Á leiðinni sá ég
móta fyrir einhverjum hlut, sem
var á hraðri ferð niður hallandi
þilfarið og lenda á lunnungunni á
hléborða. Þetta reyndist vera ann-
ar stýrimaður, óslasaður en bölv-
andi og ragnandi öllu milli himins
og jarðar.
Þegar við fórum af þessari vakt,
var stormurinn að ganga niður, og
skipið tók að velta sér makinda-
legar, því enn var stór sjór, en
hallinn minkaði. Nokkru síðar
voru allir kallaðir á þilfar, til þess
að ná þeim seglum niður, sem
rifnað höfðu, og slá nýjum undir.
Holma hafði nú náð sér, eftir
slysið, en öðru máli gengdi með
Aspelin, sem varð að liggja í
nokkra daga enn, svo að ekki sé
talað um Rory, hann hafði orðið
fyrir innvortis meiðslum, hafði
miklar kvalir og var oftast meðvit-
undarlaus. Eftir nokkra daga, var
séð að hann myndi ekki lifa þetta
af, við slíkar kringumstæður og án
hjálpar. Við sáum til gufuskips, og
sendum því neyðarmerki með
blysum. Tókst okkur að koma
honum þangað um borð.
Þegar storminn lægði, var halli
skipsins um 50 gráður, allir skips-
menn voru sendir niður í lestina til
að færa til kjölfestuna og var mikið
erfiði að bisa við hina hötuðu
grafsteina og ganga frá þeim, en
þetta tókst að lokum.
Það má segja að þetta hafi verið
endir á illri byrjun ferðarinnar,
sem hér eftir varð tíðindalaus, og ef
sleppt er ósamkomulaginu, í sam-
bandi við matar verkfallið, sem
reyndizt hafa verið réttmætt,
verður það eitt sagt, að allt sam-
starf skipverja var með miklum
ágætum, ekki sízt þegar mest á
reyndi.
Fárviðrið hafði valdið miklu
tjóni á skipum og sjómönnum.
Mörg skip fórust, þar á meðal stórt
þýzkt gufuskip, með allri áhöfn,
nema hvað vikadrengurinn komst
lífs af.
Þessi síðustu stóru seglskip voru
afar sterkbyggð og góð skip, sem
gátu siglt við hér um bil hvaða
aðstæður, sem var. Engar hetju-
legar dáðir einstaklinga um borð,
var um að ræða, eða sorgarleikir
háðir — en nóg af erfiði og óþæg-
indum, og þegar öllu er á botnin
hvolft og litið til baka, þá er það
skipið sjálft, Moshulu, sem maður
dáist mest að.
Öhyggilegt.
Kínverjar telja átta eftirfarandi
atriði hin mestu óhyggindi: — Að
gleyma því að maður eigi að deyja. Að
álíta að það sé öruggt fé, sem maður
hefur lánað. Að vænta launa fyrir að
gera skyldu sína. Að álíta að auðugur
maður telji vitran mann jafningja
sinn. Að yrkja ljóð. Að halda áfram að
drekka, þegar maður hefur sagt: „Ég
er ódrukkinn“. Að aumkva glæfra-
menn. Að ferðast með mikinn
farangur.
264
VÍKINGUR