Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Side 34
Flóð í Texas eftir að „Bella“ hafði farið hjá.
daga, það er að segja, í tíð tréskip-
anna, var öðru máli að gegna. Þá
voru slík veður hættulegur óvinur.
Sérfræðingar telja að yfir 16 mill-
jón þrumuveður verði ár hvert og
eldingum slái niður 100 sinnum á
hverju ári.
Áður fyrr var álitið að engin
vörn væri við eldingum, sérstak-
lega á skipum. Vatn er, eins og
vitað er, góður leiðari fyrir raf-
magn og tréskipunum var því
hætta búin. Enginn veit hve
mörgum skipum eldingar hafa
grandað á liðnum árum, en þau
eru víst mörg og í fæstum tilfellum
hafa slík tilfelli verið skráð, því að
oftast var enginn til frásagnar. En
vitað var að eldingin lenti á siglu-
toppi og brenndi gat á skipsbotn-
inn og skipið sökk.
Á átjándu öld, var skaðinn
mestur hjá Englendingum, því
þeir áttu stærsta herskipaflotann.
Árið 1762 kom Englendingurinn
dr. Watson, fram með þá hug-
mynd, að í eldingaveðri, skyldi
hífa koparkeðju upp í sigluna, átti
hún að ná frá siglutoppi og niður í
sjó. James Cook skipstjóri á skip-
inu „Endavour“ reyndi þessa að-
ferð í leiðangri sínum til Nýja-Sjá-
lands og Ástralíu 176S—70. Hann
segir í skýrslu um þetta:
„Þegar við lágum fyrir akkeri
við Batavíu, sló eldingu niður á
skipið. Keðjan leiddi eldinguna
fyrir borð, og sluppum við ó-
meiddir, en sprenging varð og lék
skipið á reiðiskjálfi, eins og í jarð-
skjálfta og keðjan varð glóandi
heit. Annað skip, sem lá skammt
frá okkur, varð einnig fyrir eld-
ingu, þar klofnaði siglutréð eftir
endilöngu, en það hafði ekki gert
neinar varúðarráðstafanir.“
Koparkeðjan hans dr. Watson,
var ófullkomin vörn fyrir skip í
þrumuveðri og ef til vill hafa fáir
skipstjórnarmenn notað hana. Að
minnsta kosti missti breski flotinn
um 50 skip, á árunum 1810 til
1815, af völdum eldinga.
1841 reyndu menn koparvír, til
varnar eldingum, um borð í her-
skipinu „Hazard“, 1846 eyðilagði
elding siglutré skipsins, þrátt fyrir
vírinn. Um svipað leyti ráðlagði
Sir William Snow Harris, að
VlKINGUR
Um niðdimma nótt. Eldingarleiftur lýsir upp hafflötinn.
266