Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Side 36
Úfið haf. Sætarar virða hafið fyrir sér í margbreytileik þess. Nútímamaður lætur sig einni varða samsetningu þess
og möguleika. Bæði er nú rætt um það „í fuliri alvöru“ að virkja hafið og eru Bretar nú að hugleiða að hefja raforku-
framleiðslu úr ölduverum. önnur ríki stunda rannsóknir til þess að hefja stórfelda efnavinnslu úr sjó. Hér á
landi hefur lítillega verið rætt um saltvinnslu úr sjó í tengslum við aðra efnavinnslu.
„ 3 <:A
„Forðabúr náttúrunnar“, hafa
menn réttilega kallað hafið, sem
talið er vera 1370 rúm/kílómetrar
að magni, en í því er að finna ýmsa
dýrmæta málma og efni, eins og
t.d. 1,3 billjónir lesta af magnesí-
um, og sexhundruð sinnum meira
af nikkel, heldur en nú er unnið úr
jörðu. Gnægð er þar af gulli og
silfri, svo mikið, að þótt jarðarbúar
verði 30 milljarðar, gæti hvert
mannsbarn orðið milljónari, því
að í hlut hvers einstaklings kæmi:
70.000 lestir af Magnesium.
30.000 lestir af
500 Kgr. af
300 Kgr. af
12 Kgr. af
Bróm.
Mangan.
Jám.
Silfur.
300 Grömm af Gull.
En alls er reiknað með að í sjón-
um sé að finna eftirtalda málma;
en til samanburðar er heimsfram-
leiðslan nú, við námagröft:
Gull 70.000.000 lestir
Úran 500.000.000 lestir
Kopar t 7.000.000.000 lestir
268
Núv.framl. 750 lestir
Núv.framl. 9.500 lestir
Núv.framl. 2.200.000 lestir
Tilraunir til þess að vinna gull
úr sjó, eru jafngamlar viðleitni
alkymistanna til þess að búa til
gull úr ódýrum málmum til forna.
Þessir hugvitsmenn voru í háveg-
um hafðir við hirðir þjóðhöfðingja,
eins og alkunna er. En allar slíkar
tilraunir voru, að sjálfsögðu,
árangurslausar.
Um síðustu aldamót áætlaði
sænski nóbelsverðlaunahafinn
Svante Arrhenius, að i hafinu
væru 8 milljarðar lesta gulls og
vakti þessi staðhæfing mikla
athygli. Að vísu fylgdi sá böggull
skammrifi, að vinnsla gulls úr sjó
væri svo kostnaðarsöm, að
árangurinn yrði ekki nema 1/1000
hiuti, þess sem hægt væri að fram-
leiða við námugröft, miðað við
kostnað. Samt sem áður var í
alvöru athugaðir hagkvæmar
aðferðir til slíkrar vinnslu. Árið
1905 stofnaði enski vísindamaður-
inn sir William Ramsey félag til
þessara tilrauna og aflaði það sér
sérleyfa í 30 löndum til verndar
aðferinni, sem skyldi, en árangur-
inn varð — enginn.
En gullið lokkar og gróðavonin
hélzt. Árið 1920 stofnaði þýzki
efnafræðingurinn Fritz Haber,
sem fékk nóbelsverðlaunin 1918,
fyrir aðferð til að vinna ammoniak
úr köfnunarefni loftsins til fram-
leiðslu á áburði, híutafélag til að
vinna gull úr sjó. Tilgangurinn var
sá, að með hagnaðium skyldi ljúka
stríðsskuldum Þjóðverja, sem þeir
voru dæmdir til þess að greiða,
eftir lok fyrri heimstyrjaldarinnar,
en það var offjár. Undirbúningur-
inn var unninn af hinni þekktu
þýzku nákvæmni. Fyrirtækið var
fjármagnað af áhugasömum fyrir-
tækjum, og byggð var fljótandi
rannsóknarstofa, sem kanna skyldi
til fullnustu, gullinnihald Atlants-
hafsins. En einnig Haber varð fyrir
vonbrigðum. Hvergi fannst eins
mikið gullmagn og aðrir efna-
VÍKINGUR