Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Síða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Síða 37
fræðingar höfðu fullyrt, þ.e. 30 milligrömm í rúm/metra. Öðru nær, gullið var miklu minna og þrátt fyrir endurbættar aðferðir í efnagreiningu, náðist aldrei það magn að það svaraði kostnaði við framleiðslu. Eftir athugun á 5000 sýnum, var ljóst að þetta var vonlaust verk. Bezti árangur, sem náðist var 8.46 milligrömm í rúmmetra, og í mörgum sýnum miklu minna, eða aðeins 0.001 mgr. eða þegar að niðurstöður allar voru gaumgæfi- lega reiknaðar út, var gullinnihald Atlantshafsins 1500 sinnum minna heldur en frægustu efna- fræðingar höfðu fullyrt. Komið hefur i ljós að mestur hluti þess gulls, sem í sjónum hefur fundist er í svifi og öðrum smá- dýrum við yfirborðið, en minna eftir því sem dýpra dregur. Þá er það sannað að mesta gullmagnið er í hafinu umhverfis fsland og við austurströnd Grænlands. Þessi hafsvæði eru talin kjarni gull- magns í Atlantshafi. Regn og fljót í milljónir ára, eru talin hafa skolað þessu gulli til sjávar af landinu, sem síðan hefur borizt út á hafið, með svifi, en sumt sokkið til botns. Gullleit Habers endaði árið 1925 og á hann að hafa sagt við einn starfsbróðir sinn: — „Að vísu fann ég ekki fjársjóði, en árangur- inn er þó alla vega efni í bók“ — En bók þessi var aldrei skrifuð. 1926 skrifaði Haber þó skýrzlu í efnafræðitímarit um hinar mis- heppnuðu tilraunir sínar og endar mál sitt á þennan hátt: „ — Ekkert er eins margbreyti- legt og heimshöfin. Við börðumst vonlausri baráttu við duttlunga- full náttúruöfl. Kannski finnst einhverntíma sá staður þar sem þessi málmur hefur hópast upp. Kannski verður það á heppilegum stað, eða þar sem hægt er með góðu móti að komast að honum, t.d. nálægt ströndinni, svo að vinnslan geti orðið arðbær. En ég hef gefist upp á að leita nálar í heystakk“. Árið 1943, efriagreindu sviss- neskir vísindamenn þúsundir sýna úr Atlantshafi, með nýrri tækni- aðferð. Við þá rannsókn kom í ljós að gull magnið reyndist meira heldur en Haber hafði fundið, eða minnst 0.2 mgr. og að meðaltali 2 mgr. í rúm/m. með öðrum orðum tvöhundruð sinnum meira, en hjá Þjóðverjunum. Hafði magnið aukist á þessum tæplega tveimur áratugum? Voru möguleikar á að skipulögð vinnsla ætti rétt á sér? Síðustu rannsóknir hafa leitt í ljós að þangplöntur einangra gull í cellulos-vefjunum. Úr einu kilo- grammi af þurr þangi, hafa náðst 0.17 mgr. gulls, eða þúsund sinnum meira en úr sama magni af Augu manna eru að opnast fyrir að nýta auðlindir hafsins. Stórveidin gera út kostnaðarsama leiðangra til þess að kortleggja hafsbotninn og sam- setningu hans, svo og samsetningu sjávar. Vísindamenn á hafrannsókna- skipum rannsaka hvern blett veraldarhafanna og hvorki hafís né annað megnar að hindra rannsóknar- starfið. VÍKINGUR 269

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.