Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 39
Félags- málaopnan 12. ágúst síðastliðinn kvað Fé- lagsdómur upp dóm í máli Far- manna- og fiskimannasambands íslands gegn Landssambandi ísl. útvegsmanna. Málavextir voru þeir að ekki var samkomulag um eftir hvaða samningi skyldi gert upp. í fersku minni er að samkomu- lag það sem gert var 1. mars var fellt af hálfu yfirmanna og var þvi úr vöndu að ráða. Laun voru hinsvegar greidd eft- ir hinu fellda samkomulagi og tóku menn við þeim án þess að fé- lögin sendu mótmæli gegn því. Ýmislegt má af þessum dómi læra og er hann kannski þörf lexía félögunum almennt, afskiptaleysi margra félaganna er með þeim fá- dæmum að undravert verður að telja að nokkur kjarasamningur skuli vera fyrir hendi. Þeir menn, sem í forsvari standa og hafa ekki sinnt hinum algengustu félags- störfum svo sem að halda aðal- fundi ættu að segja skilið við em- bættin svo ekki fari svo að meðlimirnir standi allslausir áður en lýkur. Vel má vera að svo sé nú þessa stundina að menn uni því kaupi sem nú er greitt, en áfram verður haldið og enginn veit hvað fram- undan er og þessum svonefndu forsvarsmönnum félaganna er best að skoða hug sinn fyrr en seinna, og standa ekki í vegi fyrir eðlileg- um vinnubrögðum í félagsmálun- um. Álit dómsins Stefnandi, Farmanna- og fiski- mannasamband íslands sagði þann 30. október' 1974 upp samn- ingum þeim, sem aðilar máls þessa höfðu undirritað 9. marz. s.á. frá 1. desember 1974 að telja. Samþykkti stjórn stefnda, Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna að taka þá uppsögn gilda á fundi 21. nóvem- ber s.á. Eins og áður er rakið hefur því verið haldið fram af hálfu stefn- anda, að aðilar máls þessa hafi gert nýjan kjarasamhing 30. apríl 1975. Því hefur verið eindregið mótmælt af hálfu stefnda. Ekki hefur verið lagt fram neitt undirritað eintak af samningi þessum og verður að telja ósannað, að hann hafi verið gerður. Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið verða samning- arnir frá 9. marz 1974 ekki taldig gildandi kjarasamningar milli að- ila, og hefur ekki verið farið eftir þeim í skiptum þeirra frá 1. marz 1976. Aðalkrafa stefnanda verður því ekki tekin til greina.» Aðilar máls þessa undirrituðu nýja kjarasamninga 4. marz=sl. en þeir voru felldir á allsherjarat- kvæðagreiðslu innan félaga stefn- anda, og ekki samþykktir af stjórn stefnanda, svo sem áskilið hafði verið við undirskrift. Þegar af þeirri ástæðu öðluðust þéir því ekki gildi milli aðila. Aðal- og varakrafa stefnda verbur því ekki tekin til greina. Um það er hins vegar ekki á- greiningur, að frá 1. marz 1976 hefur kaup'ýerið greitt og önnur kjör félagsmanna stefnanda ákvarðast af samningum þeim, sem undirritaðir voru 1. marz 1976 og viðbótarsamningi sem aðilar gerðu 14. maí s.á. Meðan þannig er unnið eftir þessum samningum, verður að leggja þá til grundvallar í skiptum aðila um kaup og önnur kjör eins og um sé að ræða kjara- samning, sem sagt hefur verið upp (lausan samning). Samkvæmt þessu hefur enginn kjarasamningur verið formlega í gildi milli aðila máls þessa frá og með 1. desember 1974. Þar sem varakrafa stefnanda er miðuð við 1. marz 1976, og ekki hafa verið settar fram aðrar kröfur er lengra ganga, verður við það tímamark miðað og krafa hans tekin til greina með þeim takmörkunum, sem að ofan greinir, sbr. og þrautavarakröfu stefnda.' Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Dóm þennan kváðu upp Hall- dór Þorbjörnsson, Bjarni Kristinn Bjarnason, Guðmundur Vignir Jósefson, Ragnar Ólafsson og Sigurður Líndal. Dómsorð: Milli aðila máls þessa hefur enginn kjarasamningur verið formlega í gildi frá og með 1. marz 1976. " Að öðru leyti fer um skipti aðila 271 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.