Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 40
samkvæmt því sem segir í niður- lagi forsendna dómsins. Málskostnaður fellur niður. Rétt endurrit staðfestir Félagsdómur, 17. ágúst 1976 Halldór Þorbjörnsson FRÉTT Frá Siglingamálastofnun ríkisins. Af gefnu tilefni vill Sigl- ingamálastofnun ríkisins hvetja alla íslenzka sjómenn til að gæta þess að ekki sé varpað í sjóinn netum eða netahlutum að þarflausu. Slíkar netadræsur eru til ó- þrifnaðar í sjó og á fjörum, auk þess sem fljótandi eða sokknir netahlutar geta veitt fisk öll- um til óþurftar, drepið fugla að þarflausu og jafnvel valdið sjóslysum, ef netin lenda í skrúfum skipa. Með breytingu á lögum um eftirlit með skipum voru árið 1972 sett inn í lögin ákvæði, þar sem bannað er að henda hverskonar netum, vörpum eða öðrum veiðarfærum eða hlutum úr þeim í sjó. Varðar slíkt refsingu samkvæmt lög- unum um eftirlit með skipum. Oll slík ónýt net eða neta- hluta ber því að taka með til lands og koma á sorphauga til eyðingar. Siglingamálastjórinn Sigmar Þór Sveinbjörnsson Stýrimaður: Fyrir hverja vinnur F.F.S.Í.? Ég hef velt þessari spurningu fyrir mér í alvöru. F.F.S.Í. ætti, ef allt væri með felldu að vinna að málum sjómanna á fiskiskipum og far- skipum. Það er eins og yfirmenn á 2. fiskiskipum hafi gleymst nú síð- ustu ár, svo hafa þeir farið aftur úr farmönnum hvað kaup snertir. Ég held því hiklaust fram, að F.F.S.Í. hafi í síðustu samningum unnið á móti vilja sjómanna, a.m.k. sé ég ekki annað. Mönnum finnst kannski full djúpt tekið í árinni að segja að F.F.S.Í. hafi unnið á móti sínum mönnum, en því miður er þetta staðreynd. Máli mínu til stuðnings ætla ég að nefna dæmi um þetta. 1. Allt frá því samstarfsnefnd sjó- manna var stofnuð, reyndu forustumenn F.F.S.Í. að gera sem minnst úr þessari nefnd og þeim mönnum sem í henni voru. Sigurpáll Einarsson skip- stjóri og formaður nefndarinn- ar var kallaður netagerðar- maður og sagt að einhver heildsali væri potturinn og pannan í samstarfsnefndinni. Sem sagt þeir vildu ekki heyra á hana minnst, né styðja við hana baki, hvorki ljóst né leynt. Þrátt fyrir að þarna voru menn sem allir voru í starfi á sjónum, þegar þeir voru kosnir. F.F.S.Í.-menn sögðu að þeir gætu ekki stutt samstarfs- nefndina, vegna þess að hún væri ólögleg. En hvað skeður þegar konur varðskipsmanna fara á kreik, og ætla sér að krefjast bættra kjara manna sinna. Þá er annað uppi á tening'num. Nú var þeim ekki vísað á bug vegna þess að þetta væri ólögleg að- gerð kvenna. Nei, forsvars- maður F.F.S.I. fékk eina þeirra og ræddi við hana í þættinum við sjóinn. Og virtist mér stjórnandi þáttarins hafa mik- inn áhuga á þessu máli. En einhvern veginn fannst mér þau vera í vitlausum hlutverk- um, stjórnandinn og gesturinn. Þegar sjóðaskýrslan kom út (græna skýrslan), komu hingað þrír menn frá F.F.S.Í. og ætl- uðu þeir að skýra og síðan að ræða hina svokölluðu sjóða- skýrslu. Við sjómenn vorum mjög ánægðir með að fá að ræða við þá og koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Á fundi þessum voru frekar fáir menn eða alls 22 enda voru margir bátar á sjó. En engu að síður, kom skýrt fram á þessum fundi, að hvorki vélstjórar né stýrimenn vildu láta lækka skiptaprósentu né borga olíu fyrir útgerðarmenn. Þessu til staðfestingar voru svo nokkrum dögum síðar köll- uð saman stjórn og trúnaðar- mannaráð Verðanda (10 menn) og þar var samþykkt að senda F.F.S.Í. bréf í fimm lið- um. Það væri of langt mál að birta bréfið í heild, en þess í stað birti ég II. lið þess: „II. Tillögur og ábendingar sjóðanefndar teljum við með öllu óaðgengilegar. Við teljum ekki koma til mála að sett verði í samninga hlutdeild áhafnar í útgerðarkostnaði í hvaða mynd sem er, enda er það aðeins aft- urhvarf til þess gamla kerfis sem fyrir löngu gekk sér til húðar, og allir voru fegnir að losna við.“. Mér er kunnugt um að Vélstjórafélag Vestmannaeyja sendi bréf með svipuðu efni til F.F.S.Í. Mér hefur einnig verið sagt að 2—3 önnur félög hafi verið sama sinnis. Þrátt fyrir þetta semja þessir menn um lækkaða skiptapró- sentu og þykjast svo vera stein- hissa á því að þetta allt sé fellt. Ingólfur Stefánsson segir í Víkingnum 5. tbl. 1976 er hann ritar um kjarasamninga „á- stæðan fyrir því að samkomu- lagið var fellt tel ég vera að- gerðir samstarfsnefndarinnar.“ Ég verð að segja að það gleður mig að samstarfsnefndin VlKINGUR 272

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.