Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Blaðsíða 41
gat haft þessi áhrif á gang
mála. I.S. gleymir því að í
samstarfsnefndinni eru sjó-
menn og það voru sjómennirnir
sem höfðu áhrif á samningana
eins og þeir áttu auðvitað að
gera.
Svar við bréfi
Sigmars til biaðsins.
Upphaf bréfs Sigmars er, „fyrir
hverja vinnur F.F.S.Í.“ Ég get vel
skilið þessa spurningu Sigmars
eftir að heyra viðhorf hans til
samtakanna á síðastliðnu ári, þar
sem nokkrir menn stóðu að því í
Eyjum að vilja kljúfa sig úr heild-
arsamtökum sjómanna, og vil ég
þá spyrja hverra hagur var það ef
tekist hefði að splundra samtök-
unum?
Afturámóti sakna ég þess úr því
Sigmar hefur svona mikinn áhuga
á félagsmálum að hann skuli ekki
hafa verið einn meðal þeirra
manna, sem komu frá Eyjum til að
vera við samningagerðina, því
miður vantaði hann í þann hóp, en
af hverju það veit ég ekki.
Varðandi það atriði að F.F.S.Í.
hafi unnið einum hópi manna
betur en öðrum get ég ekki tekið
undir, vel getur farið svo að Sig-
mar komist í þá aðstöðu að vinna
eftir þeim samningum sem gilda
fyrir farmenn og getur hann þá
gert samanburð eða fengið upp-
lýsingar hjá þeim mönnum, sem
vinna eftir farmannasamningum í
Eyjum, mikið þætti mér það
ánægjulegt ef upp kæmi að ein-
hverjir væru ánægðir með samn-
inga sína.
Ekki finnst mér Sigmar þurfi
endilega að taka upp hanskann
fyrir Sigurpál, mér finnst hann
hafi gert grein fyrir sínum málum
sjálfur og eftir langt viðtal sem við
áttum saman, fannst mér ekki vera
svo mikill skoðanamunur á milli
okkar, að það bil væri óbrúanlegt,
hvað samstarfsnefndina áhrærir
vil ég vísa til fyrri ummæla minna
þar um.
Um viðtal það, sem ég átti við
eina af konum varðskipsmanna þá
get ég ekki skilið það hugarþel, sem
bak við ummæli Sigmars liggur,
auk þess er um algerðan misskiln-
ing að ræða hvað félag þeirra
áhrærir, þar átti að vinna að
bættum samskiptum áhafna, út-
gerðar og fjölskyldnanna, svo sem
betri upplýsingar um ýmislegt,
sem varðaði þau samskipti.
Mér þykir æðimikið um alls-
konar misskilning vera að ræða hjá
Sigmari og hefði hann sjálfsagt
minnkað til muna hefði hann til
dæmis setið síðasta sambandsþing
síðan verið í samninganefnd fyrir
félag sitt. Ég er ekki á nokkrum
vafa um að viðhorf hans hefðu
breyst við nánari kynni af þeim
málum sem að er unnið hverju
sinni.
Það er auðvitað nokkuð á sig
lagt að sitja yfir samninga gerð dag
eftir dag nótt eftir nótt. Ég skil
menn vel sem hjá því vilja komast,
en njóta þó alls sem fæst, og auð-
veldur er eftirleikurinn; það er, að
kasta hnútum í félagana, sem i
eldinum stóðu.
Hér með er iokið skrifum af
minni hálfu um þetta mál.
Ingólfur Stefánsson
VÍKINGUR
273