Fréttablaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 10
10 27. júlí 2009 MÁNUDAGUR HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Öll helstu merkin í tjöldum: TNF, High Peak, Mountain Equipment og Fjallräven. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 46 85 2 07 /0 9 High Peak Ancona 5 Rúmgott 5 manna fjölskyldutjald. Vatnsvörn 3.000 mm. Yfirlímdir saumar. Dúkur í fortjaldi. 2 inngangar. Hæð 200 cm. Verð 52.990 kr. LÆKKAÐ VERÐ:36.990 kr. High Peak Como 4 Tvískipt innratjald með fortjaldi á milli. Stöðugt í vindi. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 190 cm. Verð 29.990 kr. LÆKKAÐ VERÐ:19.990 kr. Einnig fáanlegt 6 manna, lækkað verð 27.990 kr. High Peak Nevada Sígilt 3 manna kúlutjald með fortjaldi. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 120 cm. Verð 16.990 kr. LÆKKAÐ VERÐ:11.890 kr. Tjaldaúrvalið er í Tjaldalandi SUÐURLAN DSBRAUT SUÐURLAN DSBRAUT GNOÐA RVOGUR GLÆSIBÆ R T B R 1 T B R 2 ÁL F H E IM A R Tjaldaland Uppsett tjöld til sýnis alla virka daga frá kl. 10-17. LÆKKAÐ VERÐ LÆKKAÐ VERÐ LÆKKAÐ VERÐ Jarðfræði í Elliðaár- dal ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 63 11 0 5/ 09 • Með notkun hitaveitu í stað olíu til húshitunar er losun mengandi efna í andrúmsloftið hverfandi lítil. www.or.is Þriðjudagskvöldið 28. júlí verður farin göngu- og fræðsluferð í Elliðaárdal undir leiðsögn Einars Gunn- laugssonar jarðfræðings. Jarðfræði Elliðaárdals er stórkostleg. Í dalnum má t.d. finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma, sjávarhjalla og merkileg setlög. Gangan hefst við Minjasafnið í Elliðaárdal kl. 19.30. SAMGÖNGUR Icelandair ákvað að hefja áætlunarflug til Seattle í vor eftir að SAS lagði niður flug þang- að. Icelandair er því eina norræna flugfélagið sem flýgur til Vestur- strandar Bandaríkjanna en flestir Bandaríkjamenn af norrænu berg- ir brotnir búa í Seattle. „Við erum í rauninni að taka við af SAS sem gáttin að Norðurlöndum fyrir vest- urströnd Bandaríkjanna,“ segir Birgir Hólm Guðnason, fram- kvæmdastjóri Icelandair. Hann segir að þegar sá kvitt- ur komst á kreik í vor að SAS ætl- aði að leggja niður flug til Seattle hafi félagið láti gera markaðs- greiningu. Hún hafi komið vel út og því hafi félagið látið slag standa. „Þetta er nýtt fyrir okkur því þetta er í fyrsta sinn sem við þurfum ekki að byrja á að vinna allt markaðsstarf frá grunni held- ur erum við í rauninni að taka við fullþróuðum markaði af SAS,“ segir Birkir. „Efnahagsástandið vinnur með okkur að því leyti að það er til- hneiging hjá stærri félögum að draga seglin saman þegar syrtir í álinn, sem gefur minni félögum á borð við okkur að sækja fram. Að auki vinnur gengi krónunn- ar með okkur, sem til dæmis merkja má af því að meðan Bandaríkja- menn draga úr ferðalögum til Evrópu fjölgar bandarískum ferðamönnum til Íslands á milli ára.“ Um 400 þúsund farþegar fljúga frá Seattle til Evrópu á ári hverju. Birkir segir vonir standa til að um 65 þúsund manns fljúgi á milli Íslands og Seattle á ári. Gangi það eftir myndi það þýða um 35 millj- arða króna í veltu fyrir félagið. „Við búumst við að 60 prósent far- þega verði Bandaríkjamenn, sem myndi styrkja leiðakerfi okkar til Evrópu mjög mikið.“ Flogið verður milli Íslands og Seattle fjórum sinnum í viku. Um hundrað starfsmenn, aðallega flugmenn og flugfreyjur, hafa verið endurráðnir hjá Icelandair vegna nýju flugleiðarinnar en um 380 manns var sagt upp hjá félag- inu í vetur. Birkir segir vel koma til greina að fjölga áfangastöðum í Bandaríkjunum gangi flugleiðin til Seattle vel. „Við erum auðvitað opin fyrir því. Aðalatriðið er hins vegar að sýna aga í rekstrinum.“ Hann segir eina ástæðuna fyrir því að félagið hefur bolmagn til að taka upp nýja flugleið núna þá að menn voru fljótir að grípa til aðgerða og hagræða í rekstrinum eftir bankahrunið. „Við sögðum ekki aðeins upp fólki heldur tókum allt skipuritið í gegn, stokkuð- um það upp og einfölduðum, sem kemur okkur nú til góða.“ bergsteinn@frettabladid.is Taka við fullþróuð- um markaði af SAS Icelandair hóf reglulegt áætlunarflug milli Íslands og Seattle fyrir helgi. Félagið er eina norræna flugfélagið sem flýgur nú til vesturstrandar Bandaríkjanna. Vonir standa til að um 65 þúsund farþegar bóki ferðir með flugleiðinni á ári. JÓMFRÚARFERÐIN Vatni var sprautað yfir flugvél Icelandair á flugvellinum í Seattle áður en hún lagði í fyrstu ferð sína til Íslands fyrir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/BERGSTEINN BIRGIR HÓLM GUÐNASON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.