Fréttablaðið - 10.07.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.07.2009, Blaðsíða 10
10 10. júlí 2009 FÖSTUDAGUR KJARAMÁL Bráðabirgðastjórn SPRON varaði viðskiptanefnd við 9. júní að ekki væri hægt að greiða laun starfsmanna SPRON þar sem lög tækju ekki til fyrirtækisins. Greiða átti út laun 1. júlí. Athuga- semdin er til móttökustimpluð í við- skiptanefnd. Hlynur Jónsson, formaður slita- stjórnarinnar, hafði svo sam- band við aðstoðarmann viðskipta- ráðherra 22. júní og sagði að vegna slitameðferðar væri sú staða komin upp sem varað var við 9. júní. Hlyn- ur hafði samband við lögfræðing hjá ráðuneytinu 25. júní og ítrekaði mikilvægi málsins. Haft var sam- band við slitastjórn 29. júní og sagt að lögum yrði ekki breytt. Daginn eftir, 30. júní, tilkynnti slitastjórn- in hvernig væri fyrir þessu komið. Sagt var frá því í fjölmiðlum á miðvikudag að réttarfarsnefnd hefði sent frá sér álit þar sem hún taldi að slitastjórn SPRON væri heimilt að greiða út laun. Hins vegar náðist ekki í alla nefndar- menn við gerð álitsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Slita- stjórn hefur óskað eftir nánari skýringum réttarfarsnefndar. Ástæða þess að SPRON getur ekki gengið frá launum án lagabreyt- inga, að mati slitastjórnar, er að það skapar skaðabótaábyrgð gagn- vart öðrum kröfuhöfum. Hlynur segir líklegt að erlendir kröfuhafar myndu kæra það. Þeir hafi þegar stefnt SPRON og vilja að yfirtaka SPRON verði dæmd ólögmæt. „Þeir eru því til alls líklegir og við gefum þeim ekki vopn að óþörfu,“ segir Hlynur. Ósvaldur Knudsen, einn tals- manna fyrrverandi starfsmanna SPRON, segir að hvort sem túlkun slitastjórnarinnar sé rétt eða röng, þá er líklegt að breyta þurfi lögun- um. „Ég skil ekki af hverju menn standa í hártogunum endalaust. Viðskiptaráðherra og formaður við- skiptanefndar hafa gefið í skyn að ef ekkert verður gert af hálfu slita- stjórnarinnar verði lögum breytt. Ég skil ekki af hverju menn setja þetta ekki bara á dagskrá þings- ins og reyna að fá flýtimeðferð á þessu,“ segir Ósvaldur. vidirp@frettabladid.is SPRON varaði ítrekað við SPRON varaði viðskiptanefnd við að ekki væri hægt að greiða út laun 9. júní og ítrekaði viðvörunina tvisvar. Einungis hluti réttarfarsnefndar gaf álit sitt. Réttarfarsnefnd og viðskiptanefnd Alþingis hafa vísað til 1. mgr. 156. gr. gjaldþrotaskiptalaga að leyfilegt sé að greiða út launin. Á bls. 248 í handbók um gjaldþrotaskipti, eftir Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómara, segir: „Áður en kemur að beinum aðgerðum við úthlutun reynir oftast á reglur 156. gr. GÞL, sem varða greiðslu á viðurkenndum kröfum. Þar er skiptastjóra gert að greiða svo fljótt sem unnt er eftir skiptafund.“ Þessi skiptafundur hefur hins vegar ekki átt sér stað hjá SPRON. Til gamans má geta að Markús er formaður réttarfarsnefndar sem ályktaði að SPRON væri heimilt að greiða launin. ER SPRON LEYFILEGT AÐ GREIÐA LAUNIN? NÆR SÉR Í KJÖTBITA Þessi köttur er eitt af átta tígrisdýrum sem bjargað var frá Sirkus í Portúgal í október, þar sem þau höfðu sætt illri meðferð. Nú pluma þau sig vel í Serengeti- garðinum í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STARFSMENN SPRON Ósvaldur, lengst til vinstri, skilur ekki af hverju ekki er hægt að afgreiða þetta með því að setja þetta á dagskrá þingsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NEYTENDUR Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka heildsölu- verð á mjólk og mjólkurafurðum frá og með næstu mánaðamótum, þó verð til bænda muni haldast óbreytt. Verð á mjólk- urdufti og nýmjólk mun hækka mest. Breytingarnar verða mismiklar eftir tegundum. Heildsölu- verð á nýmjólk mun hækka um átta krón- ur á lítra, eða um níu prósent. Verðlagning á mjólk er frjáls, en verðlagsnefndin gerir ráð fyrir því að þetta muni hækka mjólkur- verð til neytenda um tíu krónur á hvern mjólkur- lítra. Mest verður hækkunin á heild- söluverði á mjólkurdufti til iðn- aðar, eða 13,5 prósent. Léttmjólk mun hækka minna, eða um 4,6 prósent, og heildsöluverð á rjóma mun lækka um 0,7 prósent. Í tilkynningu frá Verðlagsnefnd búvara segir að ástæðan fyrir því að hækka þurfi verð á mjólkurafurð- um sé einkum hækk- anir á aðföngum og öðrum rekstrarkostn- aði í mjólkuriðnaði. - bj Verðlagsnefnd hækkar verð á mjólkurafurðum: Mjólkurduft og ný- mjólk hækkar mest HÆKKAR Smásöluverð á einum lítra af nýmjólk mun að líkindum hækka um 10 krónur þann 1. ágúst næstkomandi. DÝRALÍF Sumarbústaðaeigendur sem eiga lóðir rétt við golfvöllinn í Borgarbyggð eru margir hverjir ósáttir við refagreni í nágrenninu. Refirnir, sem eru um sjö talsins, éti rusl þeirra og mat og fugla- líf sé af skornum skammti vegna þeirra. Kvartað var til bæjar- yfirvalda í Borgarbyggð, sem ekk- ert gerðu í málinu vegna peninga- skorts. „Það var sett ákveðið fjármagn í eyðingu á ref á þessu ári og sú fjárveiting er svo gott sem búin,“ segir Eiríkur Ólafsson, skrifstofu- stjóri Borgarbyggðar. Segir hann hins vegar að reynt sé að leysa þessi mál þegar þau komi upp. „Ekkert bannar viðkomandi sumarbústaðaeigendum að kalla þá til sem veiða refi en þá verða þeir líklega að borga þann kostn- að sjálfir. Borgarbyggð er búin að eyða þó nokkrum peningum í að eyða refagrenum í sumar en ég viðurkenni fúslega að líklega var ekki nægur peningur í áætlun- inni,“ segir Eiríkur. Axel Sigurðsson, eigandi sumar- bústaðalóðar við grenið og sá sem upphaflega fann það, segir refina ágætis nágranna. „Þetta eru yrðlingar sem eru að vaxa og við gefum þeim mat sem verður aflögu hjá okkur,“ segir Axel, sem ekkert hefur við þessa rándýrsnágranna sína að athuga og segir þá mjög spaka. - vsp Sumarbústaðaeigendur í Borgarbyggð eru ósáttir við refagreni í nágrenninu: Ekki eytt vegna peningaskorts SÆTIR EN SKÆÐIR Refagreni er í nágrenni sumarbústaðalóða. Einn nágranni þeirra hefur ekkert við þá að athuga og segir þá mjög spaka. Myndin er tekin í Húsdýragarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNING Götuhátíð Jafningja- fræðslunnar fer fram á Austur- velli í dag. Þar ætlar fjöldinn allur af ungum tónlistarmönnum að koma fram og boðið verður upp á ýmislegt fleira til skemmtunar. Þá verður þriðja föstudagsfiðrildi skapandi sumarhópa Hins hússins víðs vegar um borgina í dag. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði á Austurvelli og grillað verður fyrir gesti. Níu hópar skapandi sumarstarfa verða við störf í miðborginni milli tólf og tvö. - þeb Mikið í gangi í Hinu húsinu: Götuhátíð og föstudagsfiðrildi MENNTUN Stúdentar í heimspeki við Háskóla Íslands fengu tilkynn- ingu um það í vikunni að valnám- skeiðið heimspeki 20. aldar verði ekki kennt í haust. Í tilkynning- unni er nemendum sagt að það sé vegna sparnaðaraðgerða ríkis- valdsins og niðurskurðar á fjár- veitingum til háskólans. Óskar Einarsson, rekstrar- stjóri hugvísindasviðs skólans, segir aðgerðirnar vera nauðvörn. Framlög til háskólans hafi lækkað eins og kunnugt sé og gripið sé til þessa ráðs til hagræðingar. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um að fella niður fleiri námskeið á svið- inu sem stendur. - þeb Heimspeki í Háskóla Íslands: 20. aldar heim- speki ekki kennd Dagblað kærir hleranir Hollenska dagblaðið De Telegraaf hefur kært ríkisvaldið fyrir að láta hlera síma starfsfólks blaðsins í tengslum við rann- sókn á upplýsingaleka frá leyniþjónustu landsins. Blaðið segir að hleraðir hafi verið símar blaðamanns, sem skrifaði fréttir byggðar á slíkum leka. HOLLAND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.