Fréttablaðið - 10.07.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.07.2009, Blaðsíða 24
4 föstudagur 10. júlí ✽ b ak v ið tj öl di n M onitor er nýr skemmtiþátt- ur fyrir ungt fólk sem hóf fyrir s t u t t u g ö n g u sína á SkjáEinum. Erna Bergmann fatahönnuður er stjórnandi þátt- arins. „Það er svolítið fyndið hvernig það kom til að ég varð stjórnandi þáttarins. Ég bjó í Berl- ín í haust, þar sem ég var í skipt- inámi í fatahönnun, og er búin að búa heima hjá mömmu og pabba frá því að ég kom heim. Þetta var glataður morgunn, ég á ekki bíl og var í strætó á leiðinni í vinn- una sem var fullur af tveimur leik- skólahópum. Þá fékk ég símtal frá Hrefnu Björk Sverrisdóttur, fram- kvæmdastjóra Media, sem er með Monitor. Hún spurði mig strax þá, klukkan níu um morguninn, hvort ég vildi vera með sjónvarpsþátt,“ segir Erna sem stakk upp á að þær myndu hittast í kaffi í vikunni, en Hrefna Björk gat ekki beðið. „Þannig að tveimur tímum seinna fórum við og fengum okkur kaffi og allt í einu var ég að byrja með sjónvarpsþátt, átti að mæta á fund um kvöldið og í myndatöku dag- inn eftir.“ Erna segir Hrefnu Björk hafa gert henni tilboð sem erfitt var að hafna en fundur þeirra átti sér stað fyrir um mánuði. „Það var alltaf í deiglunni að Monitor byrjaði með sjónvarpsþátt. Svo var einhvern veginn ekkert að gerast í sjónvarp- inu í sumar og þeim fannst þetta akkúrat tíminn fyrir dægurmála- þátt fyrir ungt fólk, svona á þess- um síðustu og verstu þegar menn vilja sjá smá ljós í lífinu, fá stuð og hætta að tala um kreppuna,“ segir Erna og bætir við að ráðgert sé að gera átta þætti og fer sá síðasti í loftið um miðjan ágúst. LAS DALAI LAMA Erna er þó ekki alveg ný í sjón- varpsgeiranum þar sem hún stjórnaði tónlistarþættinum Á bak við böndin á sjónvarpsstöð- inni Sirkus fyrir nokkrum árum. „Ég var með þann þátt með vin- konu minni, Ellen Loftsdóttur, og það er einhvern veginn allt öðru- vísi þegar það eru tveir saman að stjórna en ég var alveg sjúklega stressuð að byrja með Monitor- þáttinn og las einhverjar Dalai Lama-sjálfshjálparbækur,“ upp- lýsir Erna hlæjandi. „Svo þegar ég byrjaði var þetta ekkert mál. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og ég hlakka alltaf til að gera þættina en tíminn mun leiða það í ljós hvort vinna við sjónvarp verður eitthvað sem ég legg fyrir mig.“ SLEIT GÍTARSTRENG Aðspurð segir Erna að Monitor sé tónlistartengdur og að lokaliður þáttarins sé tónlistarvænn. „Mér finnst það mjög skemmtilegt því ég hef mikinn áhuga á tónlist. Ég hef alltaf hlustað mjög mikið á tónlist og verið að plötusnúðast í gegnum tíðina. Hvernig væri lífið án tónlistar?“ spyr Erna brosandi. En hefur hún þá líka æft á hljóð- færi? „Nei, ekki neitt. Mig langaði að læra á gítar og hef alltaf vilj- að vera í hljómsveit. Ég fékk einu sinni gítar frá vini mínum, lærði tvö lög og sleit streng. Gítarinn er óhreyfður síðan.“ En hver er Erna Bergmann? „Ég ólst upp í Hafnarfirði og er Gafl- ari. Ég gekk í Öldutúnsskóla og Flensborg. Ég byrjaði í lögfræði í Háskólanum í Reykjavík, var þar í eina önn, og varð hálfþunglynd af því,“ segir Erna, sem virðist frek- ar vera fyrir listir en lögfræði á bók, þar sem hún er nýútskrif- aður fatahönnuður og byrjaði að eigin sögn í dansi tveggja ára með bleyju. „Ég býst við því að ég hafi verið að reyna að ganga í augun á pabba mínum þegar ég ákvað að fara í lögfræðina því hann er mikið á bókina. Hann sýnir mér samt mikinn stuðning en skilur ekkert í mér að hafa farið í fata- hönnun.“ Eftir önnina í lögfræðinni ákvað Erna að leggja fatabransann fyrir sig og fór að vinna hjá NTC, sem meðal annars rekur 17 og GS skó. Svo færði hún sig yfir í Spúútn- ik og eftir tvö ár þar lá leið henn- ar í verslunina Kronkron þar sem hún er enn og reynir að samræma þáttastjórnunina verslunaraf- greiðslunni. „Ég er í rauninni að vinna alla daga. Hugrún og Magni sem eiga Kronkron eru svo æðis- leg þannig að það gengur ágæt- lega að samræma vinnurnar tvær. Ég er að vinna þrjá til fjóra daga inni í búð og svo er ég í þættinum hina dagana þannig að mér leið- ist aldrei,“ segir Erna sem gefur sér þó tíma fyrir sjálfa sig inn á milli anna. LIFÐI Í PRAKTÍSKUM HEIMI Þegar Erna byrjaði í Kronkron hóf hún nám í fatahönnun í Lista- háskóla Íslands og útskrifaðist í vor. „Ég hef alltaf haft áhuga á tísku. Ég vildi stjórna því hverju ég klæddist og fann aldrei kjól fyrir böllin þannig að mamma þurfti alltaf að sauma nýjan. Ég fattaði samt ekki fyrr en miklu seinna hvað mig langaði til að gera. Ég ætlaði aldrei að verða fatahönnuður þegar ég var ungl- ingur því þá var ég að reyna að vera praktísk í hinum heiminum. Svo fattaði ég að mér finnst ekk- ert gaman að vera praktísk og þá gaf það augaleið að fara í fata- hönnun,“ segir Erna sem ákvað það tveimur vikum áður en um- sóknarfresturinn í Listaháskólann rann út að sækja um. „Ég var ekki með neina möppu þá en bjó hana til úr teikningum og ljósmyndum, skilaði henni svo og komst inn,“ segir Erna. „Mamma hefur alltaf stutt mig í öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur,“ segir Erna þegar hún er innt eftir því hvort mamma henn- ar hafi hvatt hana áfram í listum eftir að hún hætti að sauma kjóla á Ernu fyrir böll. „Þegar ég var lítil Erna Bergmann birtist aftur á sjónvarps- skjám landsmanna fyrir stuttu í þættinum Monitor á SkjáEinum. Hún er ekki alls ókunnug sjónvarpsvinnu því hún stjórnaði tónlistarþætt- inum Á bak við böndin á sjónvarpsstöðinni Sirkus fyrir nokkrum árum ásamt vinkonu sinni Ellen Loftsdóttur. Viðtal: Marta María Friðriksdóttir Ljósmyndir: Arnþór Birkisson STARFSTILBOÐ Í STRÆTÓ Leiðist aldrei Erna segist alltaf hlakka til að vinna að Monitorþáttunum en veit ekki hvort hún ætlar að leggja störf í sjónvarpi fyrir sig í framtíðinni. Stjörnumerki: Naut. Besti staðurinn á Íslandi? Þeir eru margir guðdómlega falleg- ir en fátt finnst mér toppa stemn- inguna sem blossar upp í miðbæ Reykjavíkur á virkilega góðum sumardegi. Uppáhaldsflíkin? „Blazer“-jakkinn sem ég hannaði fyrir lokalínuna frá LHÍ. Besti tími dagsins? Get ekki valið á milli þess að kúra á morgnana eða seint á kvöldin í huggulegheitum. Uppáhaldsmatur? Hvítlauksleginn humar. Draumaferðalagið? Mig hefur alltaf langað til Afríku að skoða dýra- lífið. En þessa stund- ina þrái ég ekkert meira en sól og strönd með kokteil í hönd. Uppáhaldshlutur? Gæti ekki lifað án tölvunnar minnar. Kostir: Vinur vina minna. Gallar: Óþolinmóður þrjóskupúki. Ég lít mest upp til: Köddi Hristbjörns hefur kennt mér margt. - Lifið heil www.lyfja.is 2 fyrir 1 DUREX. Ef þú kaupir Play-O unaðskremið frá Durex þá færðu Play nuddfroðuna frítt með, tvær frábærar nýjungar frá Durex. Durex og Lyfja - Allt sem þú þarft

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.