Fréttablaðið - 10.07.2009, Side 22

Fréttablaðið - 10.07.2009, Side 22
2 föstudagur 10. júlí núna ✽ ræktum vinina augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Arnþór Birkisson Ritstjórn Roald Eyvindsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Sími : 568 5305 • Grandagarði 5 Opið v i rka daga 900 - 1800 Fá fjölskylduna í heimsókn Íslenski hópurinn á Feneyjartvíær- ingnum, með lista- manninn Ragnar Kjartansson í farar- broddi, hefur verið óþreytandi við vinnu sína síðan komið var á stað- inn. Þorlákur Einarsson, kynningar- fulltrúi hópsins, segir að hóp- urinn njóti þó hverrar mín- útu í borginni enda sé hún með eindæmum fögur. Von er á heimsóknum frá vinum og vandamönnum nú í mánuð- inum og ríkir mikil tilhlökkun vegna þessa. Komin í hóp foreldra Árni Einar Birg- isson plötusnúð- ur og sambýliskona hans, stílistinn Agn- ieszka Baranowska eignuðust sitt fyrsta barn í vikunni sem leið. Foreldrarnir tjáðu sig á Face- book þar sem þau sögðu barni og móður heilsist vel. Tónlistarkonan Tanya Pollock og sambýlismaður hennar eignuðust einnig lítinn dreng í vikunni sem hefur fengið nafnið Francis Mosi. Fyrstu tónleikar Krooks Hljómsveitin Krooks heldur sína fyrstu tónleika á Jacobsen þann 18. júlí næstkomandi. Hljómsveitin er meðal annars skipuð systkinun- um Ívari Erni og Rebekku, sem gerði það gott með hljómsveitinni Merzedes Club. Hljómsveitin spilar svokallaða dubstep- tónlist og má fólk búast við skemmti- legum tónleikum. helgin MÍN FÁGUÐ Ofurfyrirsætan Kate Moss mætti í þessum látlausa og fallega svarta kjól á forsýningu nýrrar fatalínu sögnkonunnar Beth Ditto. K læðskeraneminn Arndís Ey Ei-ríksdóttir hefur verið að hanna flíkur undir nafninu Ey Design í tæp tvö ár og selt við góðar undir- tektir í gegnum tengslanetið Face- book. Arndís segir klæðskeranámið hafa orðið fyrir valinu vegna þess að henni þótti það hönnunarnám sem í boði var hér heima ekki nógu spennandi. Meðal þess sem Arndís er að hanna eru fallegir sparikjól- ar, leggings og slár sem hægt er að nota á tvenna vegu. „Slárnar eru vinsælastar enda eru þær í raun tvær flíkur í einni og því hægt að nota þær við ýmis tækifæri. Flík- urnar seljast nokkuð hratt hjá mér en ég reyni að hafa alltaf eitthvað til á lager fyrir fólk til að skoða eða máta. Ég hef líka stundum saum- að eftir pöntun, þá biður fólk mig um að sauma flík, til dæmis slá eða kjól, í ákveðnum lit eða efni.“ Hugmyndirnar að flíkunum segir Arndís koma víða að. „Hugmynd- irnar koma mjög auðveldlega, það getur aftur á móti stundum verið erfitt að framkvæma þær. Ég fæ yfirleitt hugmyndina fyrst og fer síðan að skoða efni og vinn svo flíkina strax í efnið. Í mínu námi er ekki verið að skissa og teikna flíkurnar upp fyrst heldur vinna þær beint á efnið.“ Áhugasamir geta skoðað fötin á Facebook-síðu Arndísar. - sm Arndís Ey, klæðskeranemi, hannar fallegar slár og fína partýkjóla: FÆR HUGMYNDIR VÍÐA AÐ OG AUÐVELDLEGA Ey Design Arndís Ey hannar undir nafninu Ey Design og selur flíkur sínar í gegnum tengslanetið Facebook. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Falleg slá Arndís segir slárnar vera vin- sælar, enda séu þær í raun tvær flík- ur í einni. Myndlistarneminn Bryndís Björnsdóttir mun opna sýn- inguna Tombóla í Kaffistofu Nem- endagalleríi í dag. Sýningin verð- ur opnuð klukkan 17 og verður að- eins opið þennan eina dag. Bryndís segir sýninguna vera endalok á ákveðnu ferli sem hófst þegar hún byrjaði að safna dóti fyrir tomból- una, sem hún hefur síðan endur- unnið á mismunandi vegu. „Ferlið byrjaði með því að ég gekk á milli húsa í hverfinu og bað um dót á tombólu og vann svo ýmis verk úr dótinu, til dæmis teikningar, skúlptúra, vídeóverk og ýmislegt annað. Ég vona bara að fólkið sem gaf mér dótið kíki við og láti reyna á heppnina,“ segir hún. Bryndís segist hafa fengið ólík viðbrögð frá fólki þegar hún bar upp erindið þó að flestir hafi tekið vel í uppá- tækið. „Mörgum fannst fyndið að hálf fullorðin manneskja væri að biðja um dót á tombólu.“ Hver tombólumiði mun kosta tíu krón- ur og rennur allur ágóði óskiptur til Kaffistofu Nemendagallerís. - sm Bryndís Björnsdóttir listnemi: Tombóla til styrktar Nemendagalleríi Heldur tombólu Bryndís, sem er nem- andi við Listaháskóla Íslands, heldur sýn- ingu í Nemendagalleríinu á Hverfisgötu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR þetta HELST ÞÓRHALLUR SKÚLASON TÓNLISTARMAÐUR Á föstudaginn ætla ég að fara á skemmtistaðinn Jacobsen og dansa, dansa og dansa og hita mig svolítið upp fyrir Boston þar sem ég er að spila kvöldið eftir. Á laugardaginn fer ég í brúðkaup og um kvöldið er ég eins og fyrr sagði að þeyta skífum á Boston, þar sem ég spila reglulega um helgar. Á sunnudaginn ætla ég svo að koma mér vel fyrir uppi í sófa og horfa á góðar heimildarmyndir í rólegheitunum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.