Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2009, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 10.07.2009, Qupperneq 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur Í dag er föstudagurinn 10. júlí 2009, 191. dagur ársins. 3.27 13.33 23.37 2.36 13.18 23.56 Ég fyrirgef ykkur alveg. Fyrir-gef ykkur að hafa steypt mér, börnum og tilvonandi tengdabörn- um og barnabörnum í skuldafen sem er svo djúpt að enginn kemst yfir nema fálkinn fljúgandi. Fyrir- gef ykkur að hafa talið mér trú um að þið væruð rosalega flottir feðg- ar sem vilduð mér allt hið besta, svona eins og Guð og Jesús. ÉG FYRIRGEF ykkur að hafa hrapað niður um guð veit hvað mörg sæti á listanum yfir ríkustu menn í heimi. Eins og ég var nú stolt af því að eiga fulltrúa þar. En sem betur fer eruð þið samt á honum enn þá. ÉG FYRIRGEF ykkur þetta allt. Og skil ykkar aðstöðu. Mikil ósköp. Það er auðvitað vonlaust að koma með peninga inn í landið núna, eins og annar ykkar sagði í viðtali skömmu eftir þetta óskemmtilega bankahrun í fyrrahaust. Við mynd- um áreiðanlega eyða þeim í tóma vitleysu eins og að borga skuldir eða halda úti elliheimilum og ung- barnavernd og svoleiðis rugli. Pen- ingar eru mikið betur geymdir í kyrrstöðu í heitu löndunum. EN ÉG get því miður ekki gefið ykkur eftir þessa smáaura sem þið skuldið mér. Það má reyndar deila um það hvað þetta er mikið, sumir segja að sem eigendur bank- ans sem tók stærstu lán í heimi hjá einhverju fólki í Bretlandi og Hol- landi skuldið þið okkur ekki bara þúsundir milljarða heldur líka æruna á alþjóðavettvangi. Ég ætla ekkert að eltast við það hér. Ég vil bara að þið borgið mér, núverandi eiganda bankans sem lánaði ykkur peninginn til að kaupa hinn bank- ann af mér, það sem þið skuldið. EF ÞIÐ eigið ekki fyrir þessu skal ég ekkert vera að leiðindast yfir því. Þið getið þá bara unnið skuld- ina af ykkur. Reyndar treysti ég mér ekki til að bjóða ykkur upp á störf í þeim geira þar sem þið hafið mesta reynslu. En hvítu skórnir sem áður prýddu þilfar snekkju við Miðjarðarhafið passa vel við margt annað en jakkaföt, til dæmis fiskvinnslugalla eða hvítan ræstibúning á spítala. EFTIR svona tvö þúsund ársverk á venjulegum verkamannalaunum má vel vera að ég fyrirgefi ykkur líka að hafa ekki ætlað að borga aftur peningana sem ég lánaði ykkur til að kaupa banka af mér. Ég hef alveg efni á því að vera göfug. Ég á nefnilega banka. Kæru skuldunaut Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Hvar er þín auglýsing? 34% 74%

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.