Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.08.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 04.08.2009, Qupperneq 4
4 4. ágúst 2009 ÞRIÐJUDAGUR EFNAHAGSMÁL Samkvæmt lána- yfirliti Kaupþings frá 25. sept- ember á síðasta ári, eða skömmu fyrir bankahrunið, þá námu lán til fimm stærstu lánadrottna Kaupþings alls 5.270 milljónum evra sem samsvarar 948 millj- örðum króna á núverandi gengi. Lánayfirlitinu var lekið á vefsíð- una wikileaks.org undir lok síð- ustu viku. Stærsti lántaki hjá Kaupþingi var Exista og tengd félög. Alls námu lán til Existu og tengdra félaga um 1.837 milljónum evra sem samsvarar um 331 milljarði króna á núverandi gengi. Inni- falið í fyrrgreindri fjárhæð er 791 milljón evra lán til Existu hf. þar sem einungis 100 milljónir voru tryggðar með veði. Því voru lánaðar um 690 milljónir evra til félagsins án nokkurra veða. Jafnframt lánaði Kaupþing 252,5 milljónir evra til félags- ins Bakkabræður Holding sem er eignarhaldsfélag um hlut bræðranna Ágústs og Lýðs Guð- mundssonar í Existu. Meðal fyrir- tækja sem eru í eigu Existu og Bræðranna Lýðs og Ágústs Guð- mundssona eru Skipti og Bakka- vör auk þess sem félagið átti hlut í Kaupþingi. Næststærsti einstaki lántaki bankans er Robert Tchenguiz en lán til hans námu alls 1.374 milljónum evra. Í lánayfirlitinu kemur fram að veð fyrir lánum Tchenguiz er meðal annars bréf í Sommerfield og eignarhalds- félagi hans Oscatello. Sá þriðji á listanum er Skúli Þorvaldsson sem hefur gjarn- an verið kenndur við Hótel Holt. Skúli var jafnframt stærsti lán- taki í Kaupþingi Lúxemborg. Lán til Skúla námu alls 790,3 milljón- um evra. Hluti af því láni, 138,6 milljónir, var lánað til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi og Existu og var tryggt með veði í hlutabréfunum. Hlutabréfin eru verðlaus í dag. Þar að auki skorti veð fyrir um 170 milljónum evra af láni hans. Lán til Kjalar og annarra félaga tengdum Ólafi Ólafssyni námu um 636 milljónum evra. Meðal félaga sem Ólafur á hlut í eru Samskip, HB Grandi, Ice- land Seafood International og Alfesca. Alls námu lán til Gaums og tengdra félaga 632 milljónum evra. Gaumur er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjöl- skyldu. Meðal eigna Gaums þegar lánayfirlitið var kynnt voru Hagar og Baugur. Baugur var tekinn til gjaldþrotaskipta fyrr á árinu. Þar að auki var Mosaic Fashions lánað um 522 milljónir evra en félagið var að hluta í eigu Baugs. Mosaic Fashion var tekið til gjaldþrotaskipta nú í vor. Önnur félög sem tengjast Baugi og Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni fengu auk þess umtals- verð lán. Þar má nefna fasteigna- félagið Landic Property og Stoðir (áður FL Group) sem fengu hvort um sig ríflega 300 milljóna evra lán. Því námu lán til félaga sem voru á einhverjum tímapunkti í eigu Jóns Ásgeirs og félaga tengdum Gaumi um 1.800 millj- ónum evra. bta@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 24° 25° 22° 24° 28° 23° 21° 21° 24° 20° 30° 32° 34° 17° 26° 20° 22° Á MORGUN 5-10 m/s. FIMMTUDAGUR 3-8 m/s. 15 16 14 19 17 14 13 12 13 15 13 6 7 5 8 5 5 8 6 10 13 15 15 16 16 15 19 14 18 17 14 13 VÆTUSAMT OG HVASST SYÐRA Veðurblíðunni sunnanlands lýkur því miður í dag en víðáttumikil lægð suður af landi veldur því að það hvessir heldur og fer að rigna núna upp úr hádegi. Norður- landið sleppur við mestu vætuna í dag en á morgun verður væta í öllum landshlutum. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður Kaupþing lánaði milljarða króna til hluthafa án veða Kaupþing lánaði háar fjárhæðir til hluthafa til hlutabréfakaupa. Fimm stærstu lántakar bankans fengu um 950 milljarða króna í lán. Félög tengd Existu fengu mest eða um 330 milljarða króna að láni. STÆRSTU LÁNTAKAR KAUPÞINGS Millj. evra Millj. króna Exista og félög tengd Ágústi og Lýð Guðmundssyni 1.838 330.750 Robert Tcgenguiz 1.374 247.320 Skúli Þorvaldsson gjarnan kenndur við Hótel Holt 790 142.254 Lán til Kjalar og félaga tengd Ólafi Ólafssyni 636 114.480 Gaumur og félög tengd Jóni Ásgeiri 633 113.868 Mosaic Fashions Ltd var í eigu Baugs 522 93.960 Kevin Stanford fjórði stærsti hluthafi í Kaupþingi 519 93.438 Antonios Yerlemou viðskiptafélagi Bakkabræðra 365 65.700 Samkvæmt lánayfirlitinu fengu fjölmörg félög lán hjá Kaupþingi gegn veðum hlutabréfum Kaupþings og Exista. Meðal þeirra félaga eru Gift fjárfestingafélag sem fékk 168,8 milljón evra lán með veð í hlutabréfum í Kaupþingi. Kaupfélag Skagfirðinga fékk jafnframt lán gegn veði í hlutabréfum. Lánið til félagsins nam 26 milljónum evra sem var að stórum hluta tryggt með veði í hlutabréfum í Kaupþingi. Lán til Kevins Stanford, sem var fjórði stærsti hluthafi bankans, námu 375 milljónum evra og var rúmlega helmingur þeirrar fjárhæðar tryggður með veðum í hlutabréfum bankans. Kevin Stanford var næststærsti lántaki hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Skúli Þorvaldsson, sem var stærsti lántaki Kaupþings í Lúxemborg, fékk 138 milljón evra lán með veði í hlutabréfum bankans. Þar að auki skorti veð fyrir um 170 milljónum evra af öðru láni til Skúla. LÁNUÐU TIL HLUTABRÉFAKAUPA BANDARÍKIN Tuttugu og sex farþeg- ar slösuðust þegar þota frá banda- ríska flugfélaginu Continental Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá Rio De Janeiro í Brasilíu til Houston í Texas í gær. Þotunni var nauðlent á alþjóða- flugvellinum í Miami og voru fjórtán færðir á sjúkrahús, þar af fjórir með alvarleg bak- og höfuð- meiðsli. Að sögn farþega tók vélin skyndilega dýfu með þeim afleið- ingum að þeir hentust upp í loft. Um borð í vélinni voru 179 manns, þar af ellefu manna áhöfn. - ve Farþegaþota Continental: Farþegar slös- uðust í ókyrrð BÓLIVÍA, AP Samkvæmt nýjum lögum í Bólivíu er bannað að nota dýr í fjölleikahúsum. Í nokkrum öðrum löndum er bannað að nota villt dýr í fjölleikahúsum, en bannið í Bólivíu nær til allra dýra. Í lögunum, sem tóku gildi 1. júlí, segir að notkun dýra í fjöl- leikahúsum sé grimmdarverk og þar af leiðandi óleyfileg. Um fimmtíu dýr eru nú í notkun fjölleikahúsa í Bólivíu, en eigendur þeirra hafa árs frest til að verða við kröfu laganna. Sektir liggja við brotum og stjórnvöldum er heimilt að gera dýr upptæk. - gb Bólivíustjórn sinnir dýravernd: Bannar notkun dýra í sirkusum ÍRAN, AP Ali Khameini, æðsti leið- togi Írans, afhenti í gær Mahmoud Ahmadinejad opinbera skjalfest- ingu þess að hann hafi sigrað í for- setakosningunum í júní. Stemmningin var þó býsna ólík því þegar Ahmadinejad tók við sambærilegu skjali fyrir fjórum árum, þegar hann vann glæsilegan sigur í forsetakosningum. Þá föðm- uðust leiðtogarnir og kysstust, en í þetta sinn vék Khameini sér kurteislega undan þegar Ahmad- inejad hugðist kyssa á hönd hans. Úrslit kosninganna í júní hafa verið umdeild og stjórnarandstað- an sakað valdhafa um svindl. - gb Kosningaúrslit staðfest: Engin faðmlög í þetta skiptið STAÐFESTINGIN AFHENT Ahmadinejad tekur við skjalinu úr hendi Khameinis. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á Ríkis- útvarpinu mótmæla í sameiginlegri ályktun lögbanni á fréttir Ríkisút- varpsins sem byggja á gögnum frá lánanefnd Kaupþings í aðdraganda efnahagshrunsins. „Lögbannið er fráleitt, gengur gegn hagsmunum almennings og hefur þann eina tilgang að þagga niður fréttaflutning um hrunið, aðdraganda þess og eftir atvik- um ábyrgðarmenn,“ segir í álykt- uninni. „Félagið telur að ef lögbannið verður staðfest af dómstólum þurfi Alþingi að breyta lögum um banka- leynd tafarlaust til að tryggja eðli- lega og lýðræðislega umræðu.“ Steinar Þór Guðgeirsson, for- maður skilanefndar Kaupþings, segir hins vegar viðbrögð við lög- bannskröfunni hafa komið nefnd- inni á óvart. Ástæða þess að nefndin fór fram á lögbann á frétta- flutning Ríkisútvarpsins hafi ein- göngu verið sú, að fréttastofan hafi á föstudag boðað frekari frétta- flutning upp úr gögnunum sem birt hafa verið á Wikileaks.org. Ótti hafi þá vaknað hjá almennum viðskiptavinum bank- ans, meðal annars bankanum FIH í Danmörku, um að upplýsingar úr skjalinu um þeirra viðskipti yrði umfjöllunarefni fjölmiðla. - gb Sameiginleg ályktun blaðamanna og fréttamanna: Lögbanni á RÚV mótmælt STEINAR ÞÓR GUÐGEIRSSON Segir skilanefnd Kaupþings undrandi á við- brögðum við lögbanni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GENGIÐ 31.07.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,7495 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,75 128,35 211,41 212,43 180,31 181,31 24,212 24,354 20,617 20,739 17,416 17,518 1,3354 1,3432 198,25 199,43 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.