Samvinnan - 01.03.1941, Blaðsíða 12
SAMVINNAN
3. HEFTI
Frá útlöndum
Þegar ég skrifaSi síðasta yfirlit
um erlenda atburði, voru Þjóð-
verjar í þann veginn að taka Búlg-
aríu, og var þá almennt talið að
um mótstöðu af hálfu Búlgara yrði
ekki að ræða. Þetta reyndist rétt.
Þann 1. marz gerðust Búlgarar
aðilar að þríveldabandalaginu
svo kallaða, og daginn eftir hófst
hertaka landsins, þýzkur her
streymdi inn í landið, er tók alla
hernaðarlega þýðingarmikla staði
í sínar hendur. Landið var her-
numið án minnstu mótstöðu. Þeir,
sem létu í ljós óánægju sína á
þessari afstöðu stjórnarinnar,
voru hnepptir í fangelsi. Með töku
Búlgaríu hafa Þjóðverjar fengið
greiða leið að Grikklandi, þótt þeir
hafi ekki ennþá ráðizt á Grikki.
En ástæðan til þess, að Þjóð-
verjar hafa ekki látið til skarar
skríða gegn Grikkjum, mun vera
sú, að þeir hafa verið að reyna að
kúga Júgóslava til þess að ganga
í þríveldabandalagið og þar með
að leyfa herflutninga yfir landið,
til þess að komast ennþá betur að
Grikkjunum og eiga hægara með
að yfirvinna þá. Alllengi hefur
staðið yfir samningsþóf á milli
þýzku stjórnarinnar og þeirrar jú-
góslavnesku. Allskonar orðrómur
hefur verið á kreiki um kröfur
Þjóðverja og viðræður stjórnanna,
en flestu hefur verið mótmælt.
Vissan um hvað gerst hafði kom
þó í ljós þann 24. marz, þegar til-
kynnt var, að forsætisráðherra
Júgóslavíu ætlaði daginn eftir að
skrifa undir þríveldabandalags-
sáttmálann í Vín. Stjórnin hafði
látið undan fyrir Þjóðverjum og
fallizt á kröfur þeirra. Strax varð
ljóst, að ríkisstjórnin hafði ekki
farið að vilja þjóðarinnar. Mót-
mælafundir gegn stefnu hennar
og gjörðum voru haldnir víðsveg-
ar um landið, kröfugöngur farnar
til stjórnarbygginganna til þess
að mótmæla undanlátssemi ráð-
herranna og flugblöðum dreift út
meðal fjöldans. Það var sýnilegt,
að þjóðin var andvíg stefnu
stjórnarinnar. Sönnunin fyrir því,
hver vilji þjóðarinnar var og er í
þessu máli, kom fram í nótt, að-
faranótt 27. marz, er stjórnarbylt-
ing var gerð með því að herinn
tók völdin af stjórninni, tók for-
sætisráðherrann og aðra ráðherra,
sem að þýzku samningunum stóðu,
höndum, ríkisstj órinn, Páll prins,
flýði, en Pétur krónprins, sem nú
er 17 ára, gerðist konungur og
tók æðstu stjórn í sínar hendur.
Þetta hátromp Hitlers, sem hann
ætlaði að hafa á hendinni, og
hann hafði svo auðveldlega feng-
ið, til þess að guma af við Matsu-
oka utanríkismálaráðherra Jap-
ana og sýna honum með því hinn
mikla mátt sinn, misti hann um
leið og Matsuoka kom til Berlín-
ar og verið var að fagna honum.
Hver áhrif þessi skyndilega
breyting á afstöðu Júgóslavíu
gagnvart Þjóðverjum hefur á
styrjöldina á Balkan, verður ekki
með neinni vissu sagt. En búast
má við, að næsta spor Þjóðverja
verði að ráðast á Júgóslavíu. En
vel má svo fara, að Þjóðverjum
reynist örðugt að brjóta Júgóslava
á bak aftur. Bæði eru þeir herská-
ir og land þeirra erfitt til sóknar,
sökum fjalllendis. Ekki er því ó-
líklegt, að Júgóslavía verði Þjóð-
verjum örðugur þröskuldur á leið
þeirra til Miðjarðarhafs. Einnig
mun þessi atburður herða Tyrki
og vera Grikkjum mikill styrkur
bæði andlega og hernaðarlega.
Talið er, að Júgóslavar hafi 1
milljón vel æfðan her. Þessi á-
kveðna afstaða Júgóslava mun
fagnaðarefni lýðræðisþjóðum víðs-
vegar um heim og efla kjark
þeirra í baráttunni fyrir frelsi
þeirra og sjálfstæði.
Annar atburður, sem vakti eigi
svo litla athygli, var það, er brezk
flotadeild gerði þann 4. marz árás
á tvö fiskiþorp á Lofoten í Noregi,
sem Þjóðverjar höfðu á valdi sínu,
sprengdu þar lýsisbræðslustöðvar
í loft upp og tóku marga Þjóð-
verja og „Qvislinga“ til fanga og
fluttu til Englands. Allt þetta
gerðist án þess að nokkur veruleg
mótstaða væri veitt. Með Englend-
ingunum fóru margir Norðmenn,
sem vildu komast burt til þess að
berjast fyrir þjóð sína gegn Þjóð-
verjum. Þær ráðstafanir, sem
Þjóðverjar gerðu til þess að hegna
þeim Norðmönnum, sem fóru af
frjálsum vilja, voru, að hús nán-
ustu ættingja þeirra voru brennd,
og voru um 20 íbúðarhús brennd
í þessu skyni. Slík refsing er alveg
einsdæmi í sögunni og sýnir bezt
hið raunverulega innræti nazista.
För Matsuoka utanríkismála-
ráðherra Japana til Berlín, Róm
og Moskva, vekur að vonum mikla
athygli og ýmsum getum er að því
leitt, hver tilgangur þeirrar ferð-
ar sé og hver verði árangur henn-
ar. Vafalaust eru það engin smá-
atriði sem valda slíku langferða-
lagi hins japanska utanríkismála-
ráðherra. Sennilegt er, að för sú
standi eitthvað í sambandi við
stríðið í Kína, sem nú gengur mjög
örðuglega fyrir Japönum. Það er
því ekki ólíklegt, að Matsuoka
muni reyna að fá möndulveldin til
þess að beita áhrifum sínum í
Rússlandi til þess að fá Stalin til
þess að fallast á að breyta um af-
stöðu sína gagnvart kínversku
stjórninni, sem Rússar hafa stutt
til þessa í baráttunni gegn Japön-
um. Þessa skoðun styður sú stað-
44