Samvinnan - 01.03.1941, Blaðsíða 4
SAMVINNAN
3. HEFTI
Frá Kaupfélögunum
Kaupfélag Þingeyinga Húsavík.
Rekstur kaupfélagsins gekk mjög
vel síðastliðið ár. Vörusala félags-
ins nam kr. 1.286.000, og er það 238
þús. krónum meiri vörusala en
næsta ár á undan. Hve miklu sala
innlendra vara hefur numið, er
ennþá ekki kunnugt. Kaupfélagið
tók á móti fiski til hraðfrystingar
meira en nokkru sinni fyrr, og voru
frystar þar 365 smálestir. Allur
þessi fiskur var seldur út fyrir
ágætt verð. Það eitt skorti á, að
nægilega margir bátar væru til,
er gætu stundað fiskveiðar, því vel
hefði mátt anna meiri frystingu
í húsinu. Félagið hafði nokkra
síldarsöltun, og keypti það 1040 tn.
síldar, og er sú síld öll seld. Mesta
áhyggjuefni fólks á félagssvæðinu
er fjárpestin, sem breiðist þar all-
ört út og veldur miklum búsifjum.
Kaupfélag Norður-Þingeyinga.
Viðskiptaaukning hefur orðið
allmikil hjá félaginu á síðastliðnu
ári. Sala aðkeyptra vara hefur
aukizt um 120 þús. eða úr 400 þús.
kr. 1939 í 520 þús. kr. 1940, eða
sem næst 23% aukning. Sala inn-
lendra vara er óuppgerð ennþá, svo
ekkert er hægt að segja um, hve
miklu hún hefur numið. Nýjar
framkvæmdir voru engar hjá fé-
laginu annað en bryggja, sem fé-
lagið er að láta byggja, var lengd
nokkuð. — Fyrir tveim árum stofn-
aði félagið menningarsjóð, er hefur
það hlutverk, meðal annars, að
kynna starfsemi félagsins. Félagið
gekkst fyrir almennri skemmtun í
fyrra, til kynningar félaginu. Voru
þar fluttar ræður, lesið upp og
síðan dansað. Var skemmtun þessi
fjölmenn og jafnt félagsmönnum
sem utanfélagsmönnum leyfður að-
gangur. Menningarsjóður kostaði
skemmtunina. Slíkar samkomur
auka án efa á vinsældir félaganna
og kynna starf þeirra og stefnu um
leið. Væri það æskilegt, að fleiri
félög gengust fyrir slíkum sam-
komum. Það er alveg nauðsynlegt,
að félagsmenn kaupfélaga, eins og
félagsmenn annarra félaga, hittist
öðru hvoru, treysti félagsböndin og
auki félagsandann. Það er alltof
algengt, að félagsmenn kaupfélaga
hafi engin samskipti eða kjmni
hver af öðrum. Þeir koma aðeins í
búðina og kaupa og hafa ekki á til-
finningunni að þetta sé þeirra búð
og þeirra eigið félag, sem rekur
hana, ef ekkert er gert til þess að
viðhalda hinum sanna félagsanda,
sem öll samvinna byggist raunar á.
Meira félagslegt samstarf er því
nauðsynlegt í kaupfélögunum.
K. E. A.
Sú meinlega villa hafði slæðst
inn í frásögn af Kaupfélagi Ey-
firðinga í 1. hefti Samvinnunnar,
að félagið hefði látið flytja frysti-
húsið frá Ólafsfirði til Akureyrar.
En það var austur á Langanesi, sem
félagið hafði keypt hús og flutt til
Ólafsfjarðar, og þar var það síðan
reist aftur og settar í það nýjar
hraðfrystivélar, með einu 72 pakka
tæki. Gert er ráð fyrir, að bæta öðru
frystitæki við innan skamms. —
Frystihús þetta mun taka til starfa
um mánaðamótin marz og apríl.
Þá reisti félagið eitt hraðfrystihús
í Hrísey með tveim 72 pakka hrað-
frystitækjum, og er það tekið til
starfa. í frystihúsið á Akureyri, sem
er eitt elzta hraðfrystihús landsins,
hefur verið bætt nýjum hraðfrysti-
tækjum, og eru afköst þess nú 50%
meiri en áður. Á Dalvík voru sett
upp ný hraðfrystitæki og frysti-
vélar. Félagið hefur þannig byggt
3 hraðfrystihús á síðastliðnu ári,
og eins og gefur að skilja, hefur
slíkt ákaflega mikla þýðingu fyrir
afkomu fólks á félagssvæðinu.
Kaupfélag Súgfirðinga.
Félagið var stofnað síðastl. haust,
eins og áður hefur verið sagt frá.
Þann 6. des. síðastl. opnaði félagið
hina nýju sölubúð, sem byggð var
í haust. Þetta litla félag hefur haf-
ið starf sitt með myndarskap. Það
hefur byggt litla, snotra sölubúð
og selt vörur fyrir kr. 8200,00, þann
stutta tíma, sem það hefur starfað.
Þótt félagsmenn séu ekki nema 27,
mun félagið geta greitt 5% tekju-
afgang. Félagssvæðið er lítið og fá-
mennt, svo ekki má búast við stór-
fenglegri verzlun, því aðstaða er
þar ekki til þess. En þess má fylli-
lega vænta, að þetta litla félag
verði til verulegra hagsbóta fyrir
Súgfirðinga, enda munu þeir menn,
sem að stofnun félagsins standa
og stjóma því, hafa fullan vilja á
því að auka félagið og efla, en gæta
þó fyllstu varfærni.
Stefán á Múnkaþverá 75 ára.
Stefán Jónsson bóndi á Múnka-
þverá í Eyjafirði varð 75 ára 19.
marz síðastliðinn. Stefán hefur alið
allan aldur sinn á Múnkaþverá,
nema nokkur ár, sem hann var í
Ameríku. Stefán er mikill sam-
vinnumaður og hefur hann verið í
stjórn K. E. A. óslitið frá 1905—1937
að hann baðst undan endurkosn-
ingu. Hefur hann notið mikils
trausts félaga sinna,sem hinn langi
starfstími hans ber með sér. Og
fyrir nokkrum árum var Stefán
gerður að heiðursfélaga í K. E. A.
KRON
hefur nýlega gefið út ársskýrslu
fyrir 1940. Ber skýrslan það með
sér að starfsemi félagsins hefur
gengið vel síðastliðið ár.Aðalfundur
mun verða síðast í apríl. í næsta
hefti mun nánar verða sagt frá
starfsemi Kron á síðastliðnu ári.
Gl. R.
36