Samvinnan - 01.07.1942, Síða 4
SAMVINNAN
6. HEFTI
Frá kaupfélögunum
Samvinnuskólinn.
Útskrifaðir nemendur.
Samvinnuskólanum var sagt upp
30. apríl, eins og venja er til. Að
þessu sinni útskrifuðust 25 nem-
endur, en 30 tóku próf upp í eldri
deild, þar af 7 utanskóla, eða sem
verið höfðu stuttan tíma til undir-
búnings prófinu.
Þeir nemendur, sem útskrifuö-
ust voru sem hér segir:
Benedikt K. Franklínsson frá
Litla-Fjarðarhorni í Strandasýslu.
Eiður Bergmann Helgason frá
Akureyri.
Eyjólfur Thóroddsen frá Vatns-
dal í Patreksfirði.
Gísli Kristjánsson frá Vest-
mannaeyjum.
Guðjón Guðjónsson, Reykjavík.
Gunnar Steindórsson, Reykjavík.
Gunnar Sveinsson, Góustöðum,
Skutulsfirði.
Gunnlaugur Lárusson, Reykjavík.
Hallur Sigurbjörnsson, N.-Þing-
eyjarsýslu.
Jóhann Björnsson frá Vopna-
firði.
Jón Óli Elíasson frá Vestmanna-
eyjum.
Jónas Pálsson frá Beingarði í
Skagafirði.
Karl Stefánsson frá Neskaupstað.
Konráð Axelsson frá Húsavík.
Magnús Kristjánsson frá ísafirði.
Marteinn Friðriksson frá Hofs-
ósi.
Ólafur Sigurðsson frá Björk í
Grímsnesi.
Ólafur Thóroddsen frá Vatnsdal
í Patreksfirði.
Pétur Pétursson frá Mýrdal í
Hnappadalssýslu.
Rannveig Þorvaldsdóttir frá
Sauðárkróki.
Sigurður Sveinsson frá ísafirði.
Stefán Árnason frá Akureyri.
Steingrímur Þórisson frá Reyk-
holti.
Þorkell Magnússon frá Borg-
arnesi.
Þórir Ben. Sigurjónsson frá
Akureyri.
Hæztu einkunnir hlutu Guðjón
Guðjónsson, Rvk.. 8,41, Þorkell
Magnússon úr Borgarnesi 8,10 og
Eiður Bergmann Helgason 8,02.
Margir af þeim nemendum, sem
útskrifuðust, fóru strax í föst störf
hjá kaupfélögunum og öðrum fyr-
irtækjum. Guðjón Guðjónsson fór
til „Kron“, Gunnar Steindórsson á
pósthúsið í Reykjavík, Gunnlaug-
ur Lárusson í Sambandið, Hallur
Sigurbjörnsson og Pétur Pétursson
til Kaupfélags Héraðsbúa á Reyð-
arfirði, Jóhann Björnsson til Kaup-
félags Vopnfirðinga í Vopnafirði,
Konráð Axelsson til Kaupfél. Lang-
nesinga á Þórshöfn, Magnús Kristj-
ánsson og Rannveig Þorvaldsdótt-
ir til Kaupfélags Árnesinga að Sel-
fossi og Benedikt K. Franklínsson
að verzlun í Flatey á Breiðafirði.
Aðrir nemendur hafa fariö til al-
gengra starfa, ýmist á landi eða
sjó.
Kaupfélag Stykkishólms.
Aðalfundur.
Aðalfundur Kaupfélags Stykkis-
hólms var haldinn í Stykkishólmi
dagana 28. og 29. maí.
Fundinn sátu 18 fulltrúar frá
10 félagsdeildum, stjórn félagsins,
annar endurskoðandinn, fram-
kvæmdarstjóri félagsins og nokkr-
ir gestir.
Framkvæmdastjórinn, Sigurður
Steinþórsson, lagði fram reikninga
félagsins og gaf yfirlit yfir hag
þess og rekstur á liðnu starfsári.
Vöruvelta félagsins hafði aukizt
mikið á liðnu ári, og nam í heild
21/2 milljón kr. Þar af voru gjald-
eyrisvörur li/2 milljón, en aukning
veltunnar, miðuð við árið 1940,
nam um 500 þúsund krónum. Hagur
viðskiptamanna hafði mjög breyzt
til batnaðar. Innstæður viðskipta-
manna á félagssvæðinu námu um
500 þús. kr. og hagur þeirra hafði
batnað gagnvart félaginu á liðnu
ári um 318 þúsund kr. — Út á við
hafði hagur félagsins minni breyt-
ingum tekið, er stafaði af því, að
það átti mjög miklar vörubirgðir
um áramót, bæði óseldar gjald-
eyrisvörur og aðkeyptar vörur.
Hreinar tekjur félagsins voru
rúmlega 56 þúsund krónur, en auk
þess var varið til afskrifta af ýms-
um eignum félagsins 23600 krónum.
Ákveðið var að verja nettóhagn-
aði þannig: 1% af vöruveltu, 25
þús. krónur, var lagt í varasjóð
samkvæmt ákvæðum Samvinnu-
laganna. Úthlutað var til félags-
manna 6% af ágóðaskyldri út-
tekt, og er sú upphæð áætluð um
27000 krónur. Skiptist þetta þannig,
að 3% eru lögð í stofnsjóð félags-
manna, en 3% útborguð eða færð
í reikninga. í menningarsjóð K. St.
voru lagðar 500 kr. Eftirstöðvar
teknanna, um 3500 kr. voru lagðar
í verðfallssjóð.
Félagið rekur hraðfrystihús,
saumastofu og dúnhreinsunarstöð.
Líka hefir það 3 bíla í förum og á
m.b. Baldur að hálfu. Eru rekst-
ursreikningar þessarar starírækslu
gerðir sérstaklega. Yfirleitt gekk
rekstur þessara fyrirtækja vel, og
sum gáfu allverulegan hagnað,
sem að mestu var varið til af-
skrifta.
Úr stjórn félagsins gekk Jón V.
Hjaltalín, bóndi í Brokey, og var
hann endurkosinn.
Stjórnina skipa: Hallur Krist-
jánsson, bóndi á Gríshóli, formað-
ur, Stefán Jónsson, skólastjóri,
Stykkishólmi, varaformaður, sr.
Jósef Jónsson, prófastur, Setbergi,
Óskar Kristjánsson, bóndi, Hóli,
og Jón V. Hjaltalín, bóndi. Brokey.
68