Samvinnan - 01.07.1942, Side 10
SAMVINNAN
6. HEFTI
Finnur F. Kristjánss
Björn I. Stefánsson
Björn Stefánsson
Sveinn Guðmundsson
menn kaupfélaganna og Sambandsins og margir
þeirra í þýðingarmiklum ábyrgðarstöðum.
Auk þeirra kaupfélagsstjóra, sem að framan eru
nefndir og útskrifaðir eru úr Samvinnuskólanum, eru
nokkrir kaupfélagsstjórar útskrifaðir fyrir 1930, svo
sem Sigurður Steinþórsson kaupfélagsstjóri í Stykk-
ishólmi, útskrifaður 1921, Eiríkur Þorsteinsson kaup-
félagsstjóri á Þingeyri, útskrifaður 1926, Sigurður
Tómasson kaupfélagsstjóri á Siglufirði, útskrifaður
1930, Karl Hjálmarsson kaupfélagsstjóri á Þórshöfn,
útskrifaður 1924, Guðröður Jónsson kaupfélagsstjóri
á Norðfirði, útskrifaður 1930 og Sigfús Bergmann
kaupfélagsstjóri í Flatey, útskrifaður 1920. Samtals
eru því 20 kaupfélagsstjórar á landinu, sem útskrif-
aðir eru úr Samvinnuskólanum og auk þess nokkrir,
sem verið hafa tíma í skólanum, en ekki tekið próf.
Eins og gefur að skilja, er það næsta þýðingarmikið
hverja menntun, hvern undirbúning og fyrir hvaða
áhrifum þeir menn verða, sem í framtíðinni eiga að
hafa forustuna í samvinnumálum okkar íslendinga,
því að svo þýðingarmikil er starfsemi samvinnufélag-
anna í landinu. Það er því ein höfuðnauðsyn að búa
þá menn vel undir störf sín, sem eiga að taka við for-
ustu eða framkvæmdum í kaupfélögum landsins. Því
fé er því áreiðanlega ekki á glæ kastað, sem varið er
til þess að efla menntun og félagsþroska ungra sam-
vinnumanna.
Þeir nemendur, sem ekki hafa orðið starfsmenn
kaupfélaganna, en stundað hafa áfram þau störf, er
þeir unnu áður en þeir fóru í skólann, svo sem bú-
skap, iðnað, sjómennsku eða daglaunavinnu, hafa í
langflestum tilfellum orðið nýtir félagsmenn, sem
unnið hafa félagsskapnum mikið gagn. Og það er al-
veg áberandi, hve mikinn virkan þátt nemendur Sam-
vinnuskólans taka í starfsemi ýmissa félaga víðs-
vegar á landinu, er horfa til heilla og menningar al-
Framhald af bls. 67.
menntunin ekkert aukaatriði, sem altaf megi sitja
á hakanum fyrir afhendingu og úthlutun mat-
vara, því félagsmenn með þekkingu og trú á mál-
efnið, er undirstaðan, sem félagsskapurinn byggist á.
Því fé, sem varið er til aukinnar menntunar, til auk-
menningi, og margir þeirra hafa tekið forustuna í
þeim félögum. Aftur á móti er mjög sjaldgæft að þeir
gerist kaupmenn, þótt slíkt sé til, og þá sjaldan þeir
hafa gerzt kaupmenn, hafa þeir flestir átt aðeins
vinsamleg viðskipti við samvinnufélögin og sam-
vinnumenn. Ástæðan til þess, að þeir hafa gengið í
þjónustu einkafyrirtækja eða sjálfir orðið kaupmenn
og keppinautar kaupfélaga, hefur oft verið sú, að þeir
hafa ekki getað fengið atvinnu hjá samvinnufélög-
unum og þess vegna hafið kaupmennsku sjálfir, þótt
þeir hafi ekki í upphafi ætlað sér það.
Það er reynsla mín og annarra kennara, sem kenna
við Samvinnuskólann, að þangað koma tæpast
aðrir en þeir, sem eingöngu koma þangað til þess að
læra, en ekki aðeins til þess að vera í skóla. Þeir koma
af áhuga fyrir að menntast, enda afla þeir líka flestir
sjálfir þeirra fjármuna, sem þeir.þurfa til þess að
geta stundað þar nám og verða margir að leggja hart
að sér bæði við öflun fjármunanna og við námið
sjálft, til þess að geta náð sæmilegum árangri. Og það
ánægjulega er, að árangurinn hefur hjá flestum orð-
ið góður. En með bættum skilyrðum fyrir skólann
gæti árangurinn þó orðið miklu meiri.
Það er því tvímælalaust eitt af hinum nauðsynleg-
ustu og mest aðkallandi verkefnum, sem samvinnu-
menn í landinu þurfa að leysa alveg á næstunni,
að byggja hentugt og nægilega stórt hús yfir skól-
ann. Það á að gera Samvinnuskólann vel úr garði og
veita sem allra flestum ungum og efnilegum sam-
vinnumönnum tækifæri til þess að leita sér þar mennt-
unar, og skapa með því öruggan grundvöll undir
aukinn vöxt og öryggi samvinnunnar í landinu á kom-
andi árum, því á félagslegum þroska og þekkingu
félagsmanna og starfsmanna byggist viðgangur sam-
vinnuhreyfingarinnar, eins og annara félagsmálasam-
taka í lýðfrjálsu landi. Guðl. Rósinkranz.
ins félagsþroska og eflingar raunverulegs samvinnu-
anda, er áreiðanlega ekki á glæ kastað. íslenzkir sam-
vinnumenn, við megum ekki vera alltof sparsamir,
þegar hin andlega starfsemi á í hlut. Við höfum
ekki efni á því. Gl. R.
74