Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1942, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.07.1942, Blaðsíða 11
6. HEFTI SAMVINNAN Heimilið — Kvenfólkið — Börnin Húsmæðrafræðslan þarf að aukast. Áður fyrr var það almenn skoðun, að matartilbúning og önnur heimilisstörf þyrftu stúlkur ekki að læra beinlínis, það lærðu þær óafvitandi af því að vera með þeim eldri við heimilisstörfin. Það mun líka hafa verið rétt. Áður unnu ungar stúlkur meira á heimilunum en þær gera nú eða hafa gert hina síðari áratugi. Á fyrri stríðsárunum 1914—’18 kom breytingin. Þá byrjuðu stúlkur, í fjar- veru karlmannanna, sem voru á vígvöll- unum, að vinna utan heimilisins, á skrif- stofum, í búðum, veitingahúsum og í verksmiðjum. Síðan hefur það haldizt að stúlkur ynnu utan heimilisins, líkt og piltar, og þar af leiðandi fá þær ekki sömu æfingu í því að vinna heimilis- störf og áður, og læra þau þess vegna ekki, nema að mjög litlu leyti, nema þær fari í skóla til þess, en það gera ekki nema tiltölulega mjög fáar stúlkur. Ekki eru heldur nægilega margir skólar til þess. Þess vegna er það svo nú orðið, að fjölda margar stúlkur kunna ekki einföldustu húsverk og að búa til algengan mat. Það er því mikil nauðsyn á því, að til séu ódýrir skólar fyrir stúlkur til þess að læra að annast um heimili og búa til mat. Nú orðið læra telpur lítilsháttar mat- artilbúning í efstu bekkjum barnaskól- anna í Reykjavík. Einnig læra þær að sauma dálítið og prjóna, og það munu þær læra í flestum barnaskólum. En þetta er eðlilega lítið og ófullnægjandi, og stúlk- ur gleyma því brátt, ef þær snerta ekki á þessum verkum á heimilunum. Ef þær eiga svo að vinna í húsi eða stofna sjálfar heimili, kunna þær lítt til verka. Þess vegna er það mjög nauðsynlegt, að stofn- aðir verði ódýrir skólar. En til þess að skólarnir geti verið ódýrir, verður náms- tíminn að vera stuttur. í skólum þessum þarf að kenna að búa til allan algengan mat. það er aðalatriðið, og jafnframt öll önnur algeng heimilisstörf. Að vísu eru nokkrir húsmæðraskólar til Og sjálfsagt ágætir, en þeir eru fyrst og fremst alltof fáir til þess að stúlkur al- mennt geti haft tækifæri til þess að stunda þar nám, og í öðru lagi eru þeir of langir og þess vegna dýrir. Gott lag kemst tæpast á þessi mál nema því aðeins að hússtjórnarnám verði skyldu- námsgrein í framhaldsskólunum, fyrir stúlkur, og að þær, sem ekki fara í neina framhaldsskóla, gangi á einhver nám- skeið, sem sé skylduframhaldsnám eftir barnaskólana. Menntun hinna væntanlegu húsmæðra er áreiðanlega meira nauðsynjamál, en margur hyggur. Þaö er áreiðanlegt, að það eru mikil verðmæti, sem nú fara til spillis á heimilum landsins af kunnáttu- leysi, bæði húsmæðra og vinnustúlkna. Það eru engar smáræðis upphæðir, sem fara gegnum hendurnar á öllum hús- mæðrum landsins, svo það þarf ekki að vera svo mikið, sem fer til spillis hjá hverri þeirra, sökum vanþekkingar og athugaleysis, til þess að það verði stórar upphæðir samanlagt á öllu landinu. Ef heimilin á öllu landinu eru um 25 þús- und, sem láta mun nærri, þá fer ekki fjarri, með þeim tekjum, sem fólk hefur nú, að húsmæður landsins ráð- stafi um 145—160 miljónum króna á ári. Þó ekki færi nú nema eins og eitt pro- cent af þessari upphæð til spillis, sökum vankunnáttu húsmæðranna, sem sjálfsagt er alltof lág áætlun, þá næmi sú upphæð um 1,5 milljónum króna. Af þessu verður ljóst, hve geysiþýðing- armikið það er, að húsmóðirin hafi góða þekkingu til að bera á öllu því er snertir rekstur heimilisins. Húsmæðraskólar, hag- kvæmir og ódýrir, eru því án efa ein- hverjir þörfustu skólar landsins, frá þjóð_ hagslegu sjónarmiði. Nokkur skriður er nú, að því er virðist, að komast á húsmæðrafræðsluna. Sveit- irnar hafa komið upp fjórum myndar- legum húsmæðraskólum. Einn húsmæðra- skóli, sá fyrsti hér í Reykjavík, svo tal- ist geti, var stofnaður í vetur. Og nú fyiir skömmu var Helga Sigurðardóttir, matreiðslukennslukona, að auglýsa að í haust ætlaði hún að stofna matreiðslu- kennaraskóla. En allir þessir skólar eiga það sameiginlegt, að þeir ná ekki til fjöldans, til þess eru þeir í fyrsta lagi of litlir, en í öðru lagi of dýrir og þess vegna þarf húsmæðrafræðslan bæði að aukast og breytast. Stúlkur í nýtízku verksmiðju. 75

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.