Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1952, Page 6

Samvinnan - 01.01.1952, Page 6
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 7080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 30.00. Verð í lausasölu 5 kr. Prentsmiðjan Edda. Efni: Ritstjórnargrein 3 Geta samvinnumenn leyst olíudeiluna í Iran? 4 Smaladrengur 6 Kaupfélag Hafnfirðinga færir út kvíarnar 7 „Múgurinn“ 9 Vetrarólympíuleikarnir í Osló 11 Samvinnubyggðir 13 Robert A. Lovett 15 Óöldin okkar 16 Konurnar og Samvinnan 19 Samvinnufréttir 22 Fullkomin eiginkona, fram- haldssaga eftir Storm Jameson 25 Efnisyfirlit 1951 er í miðju heftinu. XLVI.órg. l.hefti JANÚAR 1952 GLEÐILEGT NÝÁR, góðir lesend- ur og beztu óskir um frið og farsæld ásamt þökkum fyrir liðna árið — og raunar liðnu árin, því að Samvinnan getur nú litið yfir langan æviferil. Svo er mál með vexti, að á þessu ári verða 45 ár liðin, siðan ritið hóf göngu sína. Væri freistandi að staldra við á þeim tímamótum og líta yfir far- inn veg, en hvortveggja er, að Sam- vinnan hefur aldrei gert mikið úr af- mælum sínum, og svo er annara og meiri afmæla að minnast á þessu sama ári, þar sem eru sjötugsafmæli Kaupfélags Þingeyinga og hálfrar aldar afmæli Sambandsins. Hvað Samvinnuna snertir, mun hún því láta sér nægja að líta hýru auga fram til 1957, þegar hún sjálf verður fimmtug. MEÐ NÝÁRSÓSKUNUM vill rit- stjórn Samvinnunnar beina tii les- enda allra vonum um gott og náið Samvinnan hejur vaxið með samvinnuhreyfing- unni undanfarin 45 ár. Hún er viðlesnasta mán- aðarrit landsins, og sýnir myndin upplagið af einu hefti. samstarf á komandi ári. Það er mik- ils virði fyrir ritið að heyra raddir les- endanna og þiggja ráð þeirra, og það er því lífsnauðsyn, að samvinnumenn um land allt styðji það og efli, skriii í það um áhugamál sín, sendi þvi fregnir af samvinnustarfinu og lei* ■■ beini forráðamönnum þess um efnis- val. Það er ekki alltaf þörf á að skiia fáguðum greinum; ábendingar eoa jafnvel hráefni í greinar og frásagn- ir geta komið að góðum notum. ef það hentar betur. SMÁSAGNAKEPPNIN á síðastliðnu vori og deilurnar um verðlaunasöguna Blástör munu vera lesendum i fersku minni. Nú er að segja frá eftirleik þeirra viðburða. Indriði G. Þorsteins- son, höfundur sögunnar, hefur nú gefið út smásagnasafn, er hann kallar „Sæluviku“, og hafa dómar bók- menntagagnrýnenda um bókina verið mjög góðir og spá þeir Indriða mik- illi framtíð sem rithöfundi. Andrés Kristjánsson skrifar ítarlega í Tím- ann, og segir meðal annars um bók Indriða: „Hún gerir meira en lofa góðu. Hún er gull, sem þeir einir geta gefið, sem eiga gnóttir. Hún er höggv- inn kjörviður, en ekki heflaður. Hún ber vitni höfundi með einstæðan þrótt, skaphita og eðlisorku." Og enn segir Andrés: „Þeir, sem láta sig einhverju skipta framvindu íslenzkra bók- mennta og verða sér ekki úti um þessa litlu bók núna og gefa gaum fyrstu sporum þessa höfundar, munu áreiðanlega iðrast þess síðar.“ ANNAR GAGNRÝNANDI, sem hef- ur skrifað um Indriða, er Helgi Sæ- mundsson, er ritar í AB. Hann byrj- ar grein sína á því að ræða Blástör- ina, og segir: „Sagan, sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni Sam- vinnunnar í vor, hefur valdið ótrúleg- um deilum. Undirritaður hefur heyrt hægláta sveitamenn deila um hana af kappi, sem jaðraði við ofstæki. Sumir þeir, sem hún hneykslaði, hafa húðskammað höfundinn í blöðunum, en aðdáendur sögunnar hafa hins vegar haft hægt um sig. Samt er skemmst frá því að segja, að Blástör hlýtur að teljast prýðileg frumsmíð ungs rithöfundar. Hún er gamaldags, en þó skemmtilega nýstárleg. Höf- undinum tekst að glæða hana and- rúmslofti hins staðbundna umhverf- is, er flæðir saman við yl frumstæðra (Frh. á bls. 18) 2

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.