Samvinnan - 01.01.1952, Side 31
i um hjartarætur af þakklæti til hennar. Þegar gest-
iinir voru farnir, sneri hann sér til hennar brosandi: „O,
;i'tm mín, en hvað þú varst indæl við þau. Finnst þér
kki frekar gaman að þeim? Eg held að Rob sé einhver
greindasti maður, sem ég þekki, og konan hans er hrein
perla.“
Berta smeygði sér mjúklega úr örmum hans. „Ég veit
ekkert um greind hans,“ sagði hún, „en hann kann ekki
mannasiði frekar en villimaður, og konan hans ekki held-
ur. Eg vona að ég þurfi ekki að bjóða þeim hingað aftur!“
„Þe-ess þarf ekki,“ stamaði Andrés. Honum fannst hann
hafa orðið undir hlassi. Áður en hann áttaði sig, gekk
Berta mjúkum skrefum yfir stofuna og sagði, um leið og
hún sneri sér við í dyrunum: „Ég hélt um tíma, að hann
ætlaði að nota fingralaugina fyrir spýtubakka!“
Róbert Dalton ímyndaði sér í öllu sakleysi, að þau
hjónin hefðu fallið hinni yndislegu konu Andrésar mjög
vel í geð, og Andrés þurfti að upplifa marga óþægilega
stund, áður en Róbert skildist, að þeim yrði aldrei boðið
aftur og kona Andrésar mundi aldrei stíga fæti inn í hús
þeirra.
Hann skddi þetta aldrei að fullu. Hann reyndi að átta
sig á því, sem gerzt hafði, en árangurinn varð ekki ann-
ar en sá, að vinátta þeirra Andrésar kólnaði. Áður en
langt var liðið, forðuðust þeir hvor annan þessir menn,
sem höfðu fæðzt á sama degi, af mæðrum, sem voru virkta-
vinir og höfðu verið óaðskiljanlegir frá barnæsku til há-
skólaprófs. Fimm árum síðar lézt Róbert eftir bifreiðar-
slys, og Andrés frétti um það í klúbbnum. Hann gekk
langa stund um göturnar, áður en hann gat fengið sig
til að fara heim. Berta hafði lesið um slysið í blöðunum
og var full samúðar í garð hans.
Nokkru síðar kom víðfrægt enskt skáld til bæjarins
til að flytja þar fyrirlestur. Hann gisti hjá gömlum kenn-
ara sínum um helgina. Engin þeirra kvenna, sem sendu
honum heimboð, dró í efa rétt Bertu til að bjóða honum
til sín fyrst, og hún hélt kvöldverðarveizlu tii heiðurs
skáldinu kvöldið fyrir fyrirlesturinn. Gestirnir voru vald-
ir með meiri umh}rggju en nokkru sinni.
Hún fékk þjónustufólk lánað frá tengdamóður sinni,
stúlku til að taka við yfirhöfnum gestanna, og þjón til
að bera fram matinn, en hennar eigin ráðskona, Edit,
annaðist matreiðsluna, enda var hún snillingur á því
sviði. Hún var mjög handgengin Bertu, sern leyfði henni
að vinna þriggja manna verk fyrir ein laun.
Hið fræga skáld gerði lítið til að gera veizluna ánægju-
lega. Hann leit á gestina, þegar sezt var að borðum,
rétt eins og þeir væru varl.i verri en hann hafði átt von
á. Þegar Berta reyndi að draga hann inn í samræður,
brosti hann örlítið og svaraði eúis atkvæðis orðum. Eftir
það borðaði hann af góðri lyst og skaut stöku sinnum
einu eða tveim orðum tií frúatinnar, sem sat á vinstri
hönd honum. Hún varð svo höggdofa, að hún gat ekki
svarað orði.
Berta sýndi nú hvílík s ■> tk'æmishetja hún var. Hún
hélt ein uppi leiknum, en gt..^irnir fóru of mikið hjá sér
vegna hinna sýnilegu leiðinda neiðursgestsins til að rétta
henni nokkra hjálparhönd. Jafnvel Andrési leið illa. Hon-
um þótti hin dónalega framkoma gestsins fyrir neðan all-
ar hellur, og hann hryggði't yfir vonbrigðum Bertu með
veizluna. Hún hafði eytt inörgum dögum í uridirbúning,
og nú var allt að fara ut um þúfur. Og við þetta bættist,
að honum til mikillar skelfingar fann hann til kitlandi,
illgirnis hlökkunat yfir þessum óförum konunnar.
Þetta var í fyrsta sinn á ævi Bertu, sem henni mistókst
alvarlega í samkva.mislífinu. Hann velti því fyrir sér,
hvort þetta hefði hvarflað að nokkrum öðrum, sein sat
við borðið. Og illgirnin óx i honurn, er hann sá á svip
hinna kvennarina, að þær kenndu aðeins í brjósti um
Bertu og fylltust kvíða um sínar eigin veizlur.
Fýlusvipurinn jókst á andliti hins ntikla skálds eftir
því sem leið á kvöldverðinn. Þegar staðið var upp frá
borðum um muleytið og gengið inn í setustofuna, ríkti
alger þögn. Biata tók á óllum sínum kröftum og gerði öt-
þrifatilraun til að vekja manninn til lífs. „Ég vona, að
þér hafið anægju af tónlist,“ sagði hún. „Ef svo er, get
ég lofað yður að heyra dálítið óvænt.“
Gestur hennar leit á ú- sitt. „Því miður má ég til með
að fara,“ sagði hann. „Eg ma u! un-.' ,ið ræða við Dorothy
Dalton um atriði varðandi fyrirlestui minn annað kvöld.
Eg gekk úr skugga um, að hún yrði heima, og það verð-
ur of seint að líta til hennar, ef ég verð lengur. Ég hitti
hana oft í New York og París áður fyrr.“
Þegar hann kvaddi sást fyrsta lífsmark með honum
allt kvöldið. Hugrekki Bertu brást ekki. Hún hélt sam-
kvæminu lifandi fram til klukkan ellefu og var ekki að
sjá á henni annað en að allt hefði farið prýðilega fram.
Þegar síðasti gesturinn var farinn, sneri hún sér að And-
rési með svip, sem drap samhryggðarorðin á vörum hans.
„Eg á þér að þakka, hvernig fór í kvöld,“ sagði hún ró-
lega. „Ég veit ekki hvað komst upp á milli ykkar Róberts
Dalton, en nú sérð þú afleiðingarnar, þar sem mér er
ókleift að bjóða einu þekktu konunni í þessum bæ.“
Andrés hafði lengi dulið reiði sína, en nú brauzt hún
27