Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1952, Qupperneq 7

Samvinnan - 01.01.1952, Qupperneq 7
Merkisár SAMVINNAN Árið 1952 er merkisár í sögu samvinnuhreyfingarinnar á Islandi. Þá verður minnzt sjötugsafmælis Kaupfélags Þmgeyinga, sem er hið elzta í landinu, og þá verður hald- ið hátíðlegt hálfrar aldar afmæli Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga, heildarsamtaka kaupfélaganna. Gefst því ær- ið tilefni til að líta yfir farinn veg, rifja upp langa og giftu- ríka baráttusögu, meta þann árangur, sem orðið hefur af starfinu, og síðast en ekki sízt, herða róðurinn í viður- eigninm við vandamál líðandi stundar og taka djarfmann- lega á verkefnum framtíðarinnar. ★ Saga íslenzku þjóðarinnar hefur verið viðburðarík síð- ustu sjötíu ár, og geymir stórbrotnar myndir: fullveldis- baráttuna, bæði á sviði stjórnmála og atvinnulífs; fyrri heimsstyrjöldina, hin margvíslegu áhrif hennar og erfið- leika eftir að henni lauk; stöðugar framfarir, þrátt fyrir heimskreppu; síðari heimsstyrjöldina, sem batt enda á einangrun landsins og sogaði það inn í hringiðu heims- málanna; hin stórbættu lífskjör á styrjaldarárunum og baráttuna við að halda hinum bættu lifnaðarháttum eftir að styrjöldinni lauk. Þegar saga viðskipta- og at- vinnulífs, saga félagslegs þroska þjóðarinnar, framtaks hennar og atorku á þessum árum verður rituð, fer ekki hjá því, að samvinnuhreyfingin skipi þar veglegan sess. ★ Eins og lífskjör öll eru nú gerólík því, sem var á fyrstu árum samvinnuhreyfingarinnar hér á landi, svo er lífs- viðhorf íslenzkrar æsku gerbreytt frá því, sem áður var. Og einmitt hér er rnikið verkefni fyrir hina eldri og þrosk- aðri samvinnumenn, sem sérstök ástæða er til að gefa gaum á slíku merkisári. Það þarf að kynna æskunni sögu samtakanna, sýna henni baráttu frumherjanna, erfiðleika þeirra, einbeitni og sigra. Það þarf að sýna unga fólkinu, hversu hörð lífsbarátta þjóðarinnar var fyrir hálfri öld, ekki til þess eins að minna á fátækt og ánauð, heldur til þess að sýna, hvernig sigrazt var á þessum erfiðleikum og benda þeim, sem framtíðina eiga, á þær leiðir, sem bezt hafa gefizt í sókn þjóðarinnar til betri lífskjara. Þær sömu leiðir munu enn duga Islendingum vel, og ein hin farsæl- asta þeirra er einmitt samvinnustefnan. ★ Kaupfélagsmenn um land allt ættu á þessu ári að gera sérstakt átak til þess að auka tölu félagsmanna í samtök- unum, og ennfremur að auka þátttöku þeirra, senr fyrir eru, í félagsstarfinu. Samvinnuhreyfingin þarf nú, eins og þjóðin öll, að blása á eld hugsjóna, heiðarleika og fórn- fýsi meðal landsmanna, og hún treystir enn sem fyrr á hina óbreyttu liðsmenn til að halda merkjum hennar á lofti og auka veg hennar með þjóðinni. ★ Utflutmngur á afurðum landsmanna og innflutningur á nauðsynjum þeirra hafa frá öndverðu verið megin verk- efni samvinnufélaganna. Þau hafa því ávallt haft vak- andi auga á því, sem gerðist í nágrannalöndunum, og bundust snemma tengslum við samvinnumenn þessara landa. Nú er emnig þetta breytt á þann hátt, að við blasa ekki aðeins nágrannalöndin, heldur heimurinn allur, sem sagt er, að verði annað hvort „einn“ eða „enginn“. Sam- vinnan á greinilega stórvaxandi hlutverki að gegna í öll- um heimsálfum, og ef til vill við lausn alþjóðlegra vanda- mála, og því hlýtur þýðing hinna alþjóðlegu samtaka samvinnumanna að fara vaxandi. Þar er því bæði traust og heiður, sem íslenzkum sam- vinnumönnum er sýnt með þeirri ákvörðun alþjóðasam- bands samvinnumanna að halda miðstjórnarfund sinn á Islandi á þessu merkisári íslenzku hreyfingarinnar. Verð- ur þetta veigamesta alþjóðleg ráðstefna, sem hér hefui verið haldin, sótt af 60—70 fulltrúum 20—30 þjóða. Þetta sannar, að utan landsteinanna hefur verið tekið eftir starfi íslenzkra samvinnumanna, og ætti slík viður- kenning að verða þeim hvatning til meira starfs og stærri sigra í framtíðinni. 3

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.