Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1952, Side 9

Samvinnan - 01.01.1952, Side 9
9) Stofnfé hins nýja samvinnufélags skal lagt fram af alþjóðabank- anum. 10) Þessi skipan málanna mun lækka verð olíunnar til notenda sem svarar endurgreiddum ágóða. Þetta mun skapa vinarhug og stuðla að aukinni tækni í hinum frumstæðari löndum, sem hafa hag af olíukaupunum. EKKI í FYRSTA SINN. Þessar tillögur samvinnumanna til lausnar alvarlegu vandamáli í milli- ríkjamálum kunna að hafa komið ýmsum spánskt f}rrir sjónir, og mönn- um hefur þótt þeir taka fangið fullt með því að ætla sér slíkt. En þeir, sem til þekkja, létu sér ekki bregða. Sannleikurinn er sá, að samvinnu- menn heimsins hafa árum saman bar- izt fyrir nýrri skipan olíumálanna, og tillögur þeirra um lausn á deilunni í Iran voru í beinu framhaldi af fyrri aðgerðum og tillögum. Það mun hafa verið á þingi alþjóða- sambands samvinnumanna í París 1937, sem því var fyrst hreyft, að samvinnumenn ættu að láta til sín taka í olíuverzluninni, og mundi þess ærin þörf. Ekki varð þó úr fram- kvæmdum fyrir styrjöldina, en þegar að henni lokinni, á þinginu í London 1945, var málið vakið upp á n}/r, og nú var kominn tími til raunhæfra að- gerða. Howard Cowden lagöi fram tillögurnar. Alþjóðasamband samvinnumanna um olíuverzlun (ICPA) var stofnað 1947 og hefur starfað af krafti fram tii þessa dags. Er hinn sænski sam- vinnuleiðtogi, Albin Johansson, for- seti þess, en Ameríkumaðurinn Ho- ward A. Cowden, sem áður var getið, er framkvæmdastjóri þess. Er banda- ríska samvinnuhreyfingin hvað þýð- ingarmest í þessum samtökum, því að samtök bændanna á sléttulandi Ame- ríku hafa látið mjög til sín taka um olíuverzlun og eiga nú sjálf 2000 olíu- lindir. Eru 5% af allri olíuframleiðslu Bandaríkjanna í höndum samvinnu- manna og 15—-20% af olíuverzlun sveitanna á þeirra vegum. Eiga þessi samtök 20 olíuhreinsunarstöðvar og 4000 km. leiðslur til flutnings á olíu. Það er því eðlilegt, að amerískir sam- vinnumenn yrðu lífið og sálin í al- þjóðlegum samtökum samvinnu- manna um olíuverzlun, af því að þeir geta sjálfir framleitt og selt olíuna. Þrettán lönd eiga nú sæti í ICPA og hafa samvinnusambönd þeirra flestra myndað félög til sölu á olíum. Má þar til dæmis nefna OK, hið um- fangsmikla olíusamvinnufélag í Sví- þjóð. MARGIR AUÐHRINGAR. Það hefur oft verið sagt, að olían sé mikilvægasta orsök styrjalda á líð- andi öld, svo mikilvæg er hún og svo misskipt er henni milli heimsálfanna. Er deilan um persnesku olíuna glöggt dæmi um það, hversu olíuframleiðsl- an er nátengd valda- og áhrifabaráttu stórveldanna og hverjar afleiðingar deila um olíuframleiðsluna getur haft. Mestur hluti af olíuframleiðslu heimsins er í höndum sterkra auð- hringa, og er það viðurkennd stað- reynd, að áhrifa neytenda hefur mjög lítið gætt í allri meðferð olíunnar og verzlun með hana. Þess vegna hefur samvinnumönnum fundizt, að þarna væri gullvægt tækifæri, þar sem sam- vinnuhugsjónin gæti gerbreytt við- horfum manna og fjarlægt allan þann vanda, sem verið hefur samfara olíu- unni. Þeir hafa því hvað eftir annað flutt tillögur um að endurskipuleggja olíuvinnslu og verzlun alls heimsins á samvinnugrundvelli, eins og þeir nú leggja til að persneska deilan verði leyst. Þetta mál hafa fulltrúar alþjóða samtaka samvinnumanna flutt í efna- Albin Johansson flaug til Nexv York. hags- og félagsmálaráði sameinuðu þjóðanna hvað eftir annað, 1947, 1949, 1950 og 1951, en ekki fengið neinu áorkað. Hefur málið nú verið tekið út af dagskrá ráðsins, aðallega fyrir andstöðu fulltrúa brezku stjórn- arinnar, sem hefur ekki viljað ljá þessu máli lið sitt af auðsæjum ástæð- um. Samvinnumenn eru staðráðnir að halda þessu máli áfram, enda mundi sambúð þjóða stórum betri, ef helztu hráefni heimsins væru unnin á sam- vinnugrundvelli, þar sem fullt tillit væri tekið til allra aðila, neytenda og framleiðenda, og öl! togstreita um þau úr sögunni. ALBIN FLÝGUR VESTUR. 1 deilu Persa og Breta, sem enn er ó- leyst,létu samvinnumenn ekki við það sitja að Cowden afhenti Truman for- seta tillögur þær, sem getið var. I októbermánuði flaug forseti alþjóða- sambandsins um olíumál, Svíinn Al- bin Johansson, vestur um haf í þeim tilgangi að fylgja málinu eftir. Attu bæði hann og Cowden viðræður við forsætisráðherra Iran, Mossadek, sem þá var vestan hafs, svo og við marga aðra áhrifamenn. (Frh. á bls. 12) 5

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.