Samvinnan - 01.01.1952, Page 11
Kaupfélag Hafnfirðinga
f
rir
út k
viarnar
Opnaði tvær nýjar
Það er ótrúlegt en satt, að í svo
miklum útgerðarbæ, sem Hafnar-
fjörður er, skuli ekki hafa verið til
veiðarfærabúð fyrr en í síðastliðn-
um mánuði. En nú hefur Kaupfélag
Hafnfirðinga opnað slíka búð rétt við
höfnina, og þar er á boðstólum bvað-
eina, sem sjómenn kann að vanhaga
um, frá heilum línum uppsettum til
beitingar, niður í smæstu áhöld.
Verzlun þessi er nú til húsa í hinu
gamla gistihúsi, Hótel Þresti, á horni
Strandgötu og Reykjavíkurvegar, en
í því sama húsi opnaði KfH einnig
skóbúð skömmu fyrir hátíðar. Eru
báðar búðirnar sérlega smekklega
innréttaðar, samkvæmt uppdráttum
frá Teiknistofu SIS, og eru þar tekn-
ar upp ýmsar nýjungar, sem stefna
að auknum þægindum fyrir við-
skiptamenn.
Með opnun þessara tveggja deilda
sötubúðir í desember
hefur Kaupfélag Hafnfirðinga fært
rnjög út kvíarnar, og hefur það nú
átta deildir. Matvörubúðir félagsins
eru fjórar, en auk þess rekur það
vefnaðar- og búsáhaldadeild, bygg-
ingavöruverzlun, veiðarfæraverzlun
og skóbúð. Þá er verið að undirbúa
stofnun pöntunardeildar, að því er
kaupfélagsstjórinn, Ragnar Péturs-
son, skýrði Samvinnunni nýlega frá.
Félagar í KfH eru nú hátt á tí-
unda hundrað, og er það mikið, þeg-
ar þess er gætt, að fjölskyldur geta
varla verið mikið yfir 1000 í Hafnar-
firði. Var kaupfélagið stofnað 1945,
og er því aðeins á sjöunda starfsári,
en áður hafði starfað í bænum deild
úr KRON. I stjórn félagsins eiga nú
sæti þessir: Ölafur Þ. Kristjánsson,
formaður; Öskar Jónsson, frkv.stj.;
Guðjón Guðjónsson, skólastjóri;
Þórður Þórðarson, verkstjóri og
Ur vciðarfœrageymslu Kaupfélags HafnfirÖinga.
FélagiÖ selur fjölda bdta öll veiÖarfceri peirra.
Guðjón Gunnarsson, framfærslufull-
trúi.
NÝJU DEILDIRNAR.
Hin nýja skó- og karlmannafata-
verzlun KfH er sérlega snyrtilega
innréttuð, með óvenjulegri litasam-
setningu og ýmsum nýjungum. Sýn-
ingaskápar úr gleri eru á gólfi búðar-
innar, og gefst viðskiptamönnum
þar tækifæri til að skoða sýnishorn
(Frh. á hls. 14)
Til instri er skó- og karlmannafataverzlunin, en til hœgri veiöarftrradeildin, sem Kaupfélag Hafnfirðinga opnaði i siðastliðnum mánuði.
7