Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1952, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.01.1952, Blaðsíða 13
Grein sú, sem hér birtist, er kafli úr einu af kennslubréfum Bréfa- skóla SÍS í sálarfræði. Er það eftir fil. dr. Alf Ahlberg, en þýtt hafa og tekið saman Broddi Jó- hannesson og Valborg Sigurðar- dóttir. Orðið múgur hefur verið notað mjög í bókmenntum síðari ára, án þess að gætt væri nógu glöggrar skil- greiningar á því, og ennfremur hefur þess gætt nokkuð, að athuganir, sem gerðar hafa verið á sérstökum mann- hópum og voru góðar og gildar á tak- mörkuðu sviði, hafi verið alhæfðar og taldar eiga við félagslífið yfirleitt. I þessu máli á orðið múgur einung- is við flokk manna, sem er að iafnaði sundurleitur að uppruna, en heinir um stundarsakir sameiginlegri athygli að sama viðfangsefni, sem vekur hjá öllum eða flestum einstaklingum sömu sterku, frumstæðu geðshræring- arnar. Ef eldur kemur upp í sam- komuhúsi, breytast samkomugestir auðveldlega í múg, sem auðkennist af sameiginlegri ofsahræðslu. Þessi sameiginlega hræðsla smitast frá manni til manns, og hendir þá, að luigrakkir menn og rólyndir bregðast öðru vísi við í hópnum en nokkur þeirra hefði gert einn sér, þótt eins hefði staðið á að öðru leyti. En hóp- urinn ærist, menn ryðjast að dyrum, troðast undir og hljóta meiðingar, en komast miklu seinna út en verið hefði, ef notið hefði rólegrar athugunar og mats á hættunni. Á líkan hátt getur hrifning, reiði, örvænting og aðrar sterkar, frumstæðar geðshræringar lireytt ólíkustu mönnum í múg. Margt veldur því, að múgur skap- ast auðveldast á vorum dögum. Þétt- býlið auðveldar stórlega sköpun múgs og einnig aukin tækni við að dreifa mæltu máli, áróðri og lýðskrumi. Jafnframt þessu hafa hinar uppruna- legu félagsheildir horfið úr sögunni, en „einmanar hópsins“ flýja gjarna til múgsins, samlagast honum og öðlast þannig andlegt ástand, sem í mörgu er áþekkt ölvímu. A u ðk enni múgsins. Þegar tilfinningalíf mannhóps er „Múgurinn" er uppbót fyrir eðlilegt félagslíf Sænski sátfræbirLgurinrL fil. dr. Alf Ahíberg ræðir úm vamir gegn múgæði og múgseffun samræmt, svo að úr verður múgur, er ýmsum tækjum beitt, svo sem æs- andi málflutningi og tónlist, skraut- lýsingu, merkjum og fánum, sam- stilltum hreyfingum í hópgöngum og mörgu fleira. Múgáhrifin koma nú fram í því, að einstaklingarnir varpa að meira eða minna leyti frá sér því viðbragða- og hugsunarsniði, sem uppeldið hefur tamið þeim, en bernsk og frumstæð öfl sálarlífsins fá yfir- tökin. Um stundarsakir getur virzt sem máttugur andi hafi náð valdi á hverjum einstakling hópsins og knýi hann nauðugan viljugan til athafna, sem hann hefði alls ekki framið við venjulegar aðstæður. En andinn er ill- ur eða góður eftir atvikum. Múgurinn er mjög næmur fyrir sefj- andi áhrifum, þar eð gagnrýni og frjáls dómgreind eru stórlega skertar. Menn verða óhæfari til að dæma hlut- lægt um atburði. Getur vitnisburður æstra sjónarvotta verið að litlu haf- andi fyrir þær sakir. Þeir líkjast þá barni, sem brenglar saman hugarór- um sínum og veruleikanum. Múgur- inn getur trúað fáránlegustu fullyrð- ingurn, og honum geta dulizt augljós- ar fjarstæður. Siðferðisstigið lækkar eins og vitsmunastigið. Þó að ein- staklingur sé gæddur sæmilegri ábyrgðarvitund í hversdagslegu lífi, getur hún horfið að miklu eða öllu Ieyti, ef múgæðið grípur hann. Ösvíf- inn eða ofstækisfullur foringi getur komið hði sínu til hryllilegustu óhæfuverka, svo sem meiðinga og manndrápa, með því að magna trúar- eða kynþáttaofstæki manna sinna. Ástæða er til að ætla, að slík óhæfu- verk séu því aðeins framin í múg, en ekki utan múgsins, að einstaklingarn- ir losna þá undan persónulegri ábyrgð. Menn láta illvirkið ógert, vegna þess að þeir óttast afleiðingarnar, fremur en að þeir afneiti verkinu vegna sið- ferðilegrar fordæmingar á því. Áþekkt þessu er það, er grandvara menn dreymir, að þá sé að dreyma, og vita þá jafnframt, að þeir þurfa ekki að bera ábj^rgð gerða sinna, og fremja þá óhæfuverk, er þeir láta ógert í vöku. „Meginauðkenni múgsins eru á þessa leið: Hann er á valdi geðshrær- inga, ofsafenginn, ofbeldissamur, hviklyndur, festulaus og lítt hæfur til að taka ákvarðanir. Með honum kvikna frumstæðar tilfinningar öðrum fremur. Idann er sérstaklega sefnæm- ur, lítt fær um að yfirvega, fljótráður í dómum, óhæfur til að beita æðra vitsmunastarfi, auðginntur og auð- leiddur, sneyddur sjálfsvirðingu og ábyrgðarvitund og lætur gjarna stjórnast af vitundinni um eigin styrkleika og ber mörg auðkenni hins 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.