Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1952, Qupperneq 22

Samvinnan - 01.01.1952, Qupperneq 22
(Frh. af hls. S) plögg og föt urðu eins cg drílur við flekkina. IJað var snúið heima á túni, niður á grund og suður í mó. Um kvöldið var öll taðan komin í bólstra. Föstudagurinn var með sama svip, þá var hirt betur um útheyið, og allt komst það brevskþurrt í bóistra um k''öldið. Enn þá heilsaði laugardagur með sólskini og blíðu. Allir risu á fætur á undan hröfnunum. Drengirnir fóru að sækja hestana. Piltar og stúlkur suður á engi að binda. Jón bóndi hafði alla reiðinga og reipi tilbúið er hest- arnir komu og stjórnaði hvernig lagt var á. Það var bundið í tveim flokkum. Drengirnir tej'mdu sína þrjá hesta hvor. Kapp var á milli flokkanna, óspart rekið eftir strákunum, svo ekki stæði á flutningi. Siggi vildi fara fleiri ferðir af enginu, og það tókst. Reið- hestar hjónanna, Gneisti og Glói, urðu nú í dag að lítillækka sig undir klif og klakk, og drengirnir að ganga með. Enn var hitinn samur, skórnir harðir og hálir, og hann var berfætt- ur. Um hádegið var engjaheyið heim komið. Þá tók við taðan og loks Grundarheyið. Um miðaftan sást þoka í hafi. Hægt og hægt seig hún inn fjörðinn, teygði tungurnar inn dalinn, lengra og lengra. Um sólarlag var hún komin inn að Grund, lá blýþung og rök yfir öllu. Fólkið hamaðist að binda síð- ustu bólstrana. Drengirnir voru snöggklæddirj herfættir, ískaldir að teyma lúna, seinfæra hestana. Strá og kvistir lömdust um sára og kuml- aða ökla og ristar. Slegnir broddar og steinvölur í götu stungust í iljar. Jón bóndi leysti seinustu ferðina í Lambhúshlöðu. Geiri vinnumaður átti að spretta af og flvtja hestana. „Strákar, þið getið nú flutt hestana út fyrir Hagagarðinn," sagði hann, þegar búið var að spretta af. Stjáni var til með það. Þeir riðu á Gneista og Glóa. Notalegt fannst þeim að verma bera fætur á hestsíðunum heitum undan reiðingunum. Heim- leiðin var all erfiðari, gatan með sár- um steinum, móarnir með blautum hrískvistum á bera fætur. Þeir áttu leið um kvíhúsið. Stúlk- urnar voru að enda við mjaltir. Stjána langaði í „sprell“. Þeir fóru upp á hús- ið, lögðust á strompinn með hægð. Stúlkurnar voru komnar upp í garð- ann og voru að klæðast úr mjaltaföt- unum. Mjólkurföturnar stóðu á milli þeirra. Bogga var að enda við sögu, sem áreiðanlega var ekki ætluð eyrum drengjanna. Stjáni gat ekki að sér gert að gera vart við sig. Hann kast- aði inn ofurlitlum moldarköggli. Hann átti reyndar að hitta nefið á Boggu. En hann kom niður í mjólkurfötu. „Stráka óþverra skammirnar. Þið skuluð fá fyrir ferðina. Þið getið að minnsta kosti rekið ærnar, ef þið vilj- ið komast hjá því að ég segi eftir ykk- U ur. Stjáni var fljótur að neita. Hann sagðist ekki vera ráðinn hér smali. Sigga fannst vera beint að sér, þegj- andi hleypti hann út og rölti á eftir ánum. Skammt var frá Kvíahúsi upp á lága heiðarbrúnina. Nú langaði hann ekki heim. Sár gremja greip hann yfir óréttlæti fólksins. Tvær sendiferðir, eftir að fullorðnu piltarn- ir voru komnir í baðstofuylinn til matar og hvíldar. Þokan og nætur- svalinn nístu hann, úðinn smaug ofan um hálsmálið að baki og brjósti. Ekki var neinn „vondur“ við hann. Af- skiptaleysið, hlífðarleysið gat orðið kalt líka. Hann rölti ósjálfrátt lengra en þurfti, framhjá kennileitum brún- arinnar. Gatan var horfin. Ærnar horfnar í þokuna. Hvar var hann? Einn, villtur uppi á heiði! Berfætt- ur, klæðfár, þreyttur, svangur og blautur. Hann sá kynjamyndir. Tröll eða óvættir? Nei, bara steinarnir. Að- eins dauðir steinar á vegleysu hans. Gömul saga rifjaðist upp, um dreng, sem villtist í þoku á heiðinni, villtist mn á grjótauðnir öræfanna, og dó úr hungri og kulda. Beinin fundust mörgum árum seinna. Hann fór að hlaupa ósjálfrátt í ein- hverju ofboði. Hann hætti að finna greinarmun sléttlendis og bratta. Loks kom hann að grjóturð. Hann henti sér niður. Svona var víst grjóturðin á öræfunum, þar sem bein drengsins fundust. Hann lagðist á grúfu og fól andlitið í höndum sér. Aður en hann vissi var hann farinn að þylja bæn- irnar, sem mamma kenndi honum. Mamma! Hann bað ekki þann guð, sem kverið sagði frá. 011 sú guðfræði hafði vakið hjá honum leiða. Hann ákallaði einhvern hulinn mátt, sem hann fann að umlukti allt, sem hon- um þótti vænt um, allt það, sem fólg- ið var innst í honum sjálfum. Allir hans sálarkraftar endurfæddust, runnu saman í ljúfan straum, sem gaf honum hugdirfðina aftur. Hann leit upp. Nú þekkti hann sig. Hann var norðan í „hólnum sínum“. Hann gekk upp á hólinn og var þá kominn upp úr þokunni. Oðara var allur hugar- kvíði horfinn. Glampar hinnar hálf björtu nætur léku um þokuhafið, sem reis og hné, hóflega hæglega, en breytti þó stöðugt myndum. Sums staðar var stráð roða gulli, annars staðar hvíta silfri, en þess á milli dimmbláir skuggadahr. En nú rauf hvellt hróp þögnina. Það var rödd Jóns bónda. Það var farið að leita hans! ()IIum var þá ekki sama um hann. Hann tók undir og hljóp af stað. Héðan var ekki vandratað heim, niður með bæjargilinu. Ritstjórnarrabb (Frli. af bls. 2) tilfinninga, og ber gæfu til aö reka á hana snilldarlegan endahnút með því að láta ráðskonuna gleðjast af að elta kálfinn, sem er orðinn hennar eftir ævintýrið í Tjarnarbotnum. Undirrit- aður spáði því eftir fyrsta lestur sög- unnar, að hér væri á ferðinni nýliði, sem gæti orðið einn af mönnum fram- tíðarinnar, og hann er enn á sömu skoðun.“ BÆÐI Andrés og Helgi ræða itar- lega bók Indriða og segja kost og löst á sögunum. Helgi endar sína grein á þessa leið: „En læri Indriði G. Þor- steinsson það, sem hann á ónumið í byr j unarfræðum ritmennskunnar, kemst hann miklu lengra en til Suð- urlanda. Þá getur hann orðið Tinda- stóll í íslenzkri bókmenntasögu.“ 18

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.