Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1952, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.01.1952, Blaðsíða 23
_J\onurnar ocj Sc anivinntui, Svampþurrkan — nýtt heimilistæki, sem léttir húsmóðurstörfin Svampþurfkan. Mörg er sú íslenzk húsmóðir, sem fengið hefur þreytuverki í bak við að liggja á fjórum fótum og þurrka af gólfi, og margt er handtak íslenzkra kvenna orðið við að þurrka úr glugg- um, enda mun hvergi í heiminum þurfa að ausa vatni úr gluggakistum oft á dag, eins og hér er í öðru hverju húsi. Það er því sennilegt, að íslenzkum húsmæðrum þyki tíðindi að heyra um nýtt áhald, sem Iéttir þessi störf til stórra muna. Þetta er ekki stór og dýr heimilisvél, heldur einfalt og til- tölulega ódýrt tæki, sem milljónir amerískra kvenna nota nú. Það mætti kalla þetta svampþurrku. Myndirnar, sem fylgja þessari grein, skýra svamp- þurrkuna betur en nokkur orð, en þó er rétt að lýsa henni lauslega. Svampþurrkan er gerð eins og venjulegur gólfkústur, nema hvað sterkur svampur er festur neðan í hana í staðinn fyrir bursta. I stað þess að krjúpa niður og strjúka með klút um vætu á gólfi, er nú hægt að Framh. á bls. 21. Vesti í tízku Húsmóðirin þarf.ekki aö beygja sig til að purrka aj gólfinu. Svampurinn sýgur vrrtuna i sig. Pannig er vatnið pressað úr svampinum, án pess að húsmóðirin blotni um hendurnar. Vesti eru nú aftur í tízku — og það í stórum stíl, ekki aðeins fyrir karl- menn, heldur enn frekar fyrir konur. Konurnar hafa innleitt þessa tízku, og að þessu sinm lofað karlmönnun- um að fylgjast með, enda sjást hin kvenlegu áhrif á því, að vestin eiga ekki að vera úr sama efni og fötin, heldur úr öðrum efnum, helzt skozk- um eða köflóttum. Kn það eru kvenvestin, sem hér skipta máli. Þau eru hentugar flíkur, hlý og geta verið mjög f-alleg, og loks gefa þau eins og peysur tækifæri til að breyta oft um klæðnað með til- tölulega litlum tilkostnaði með því að nota þau við mismunandi pils. 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.