Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1952, Síða 26

Samvinnan - 01.01.1952, Síða 26
AFMÆLISRIT SAMVINNU- SKÓLANS Fyrir nokkru er komið út myndarlegt afmælisrit Samvinnuskólans í tilefni af þriggja áratuga starfi hans. Er þetta hið fróðleg- asta minningarrit um starf skólans á þessu tímabili og það fólk, sem þar átti hlut að máli, skólastjóra, kenn- ara og nemendur. Hefur Þorkell Jóhannesson pró- fessor annazt ritstjórn og skrifar formála. Annars er efni ritsins á þessa leið: 30 ára starf Samvinnuskólairs, eftir Jónas Jónsson, skóla- stjóra, og mun uppistaða þeirrar ritgerðar vera ræða sú, er skólastjóri flutti í af- mælishófi skólans. Þá er Yfirlit yfir sögu skólans eftir Þórarin Þórarinsson ritstjóra, og loks er frásögn af afmælishófinu eftir Sig- urvin Einarsson kennara. Þá kemur að þætti nem- enda sjálfra, en þar hefur nefndin, er undirbjó verk- ið, valið þann kost að birta skrá yfir alla nemendur skólans ásamt stuttu ævi- ágripi og myndum, þar sem unnt er. Hefur nefndin vafalaust valið stórum bezta kostinn, sem fyrir hendi var, með því að ráð- ast í nemendatal, þótt örð- ugt væri viðfangs og vinnu- frekt. Er það ómetanlegur fróðleikur að geta á einum stað fengið yfirlit yfir það fólk, sem stundað hefur nám í skólanum eða kennt í honum, og jafnframt séð, hvað úr því varð eftir aö það yfirgaf skólabekkinn. Það er við lestur þessarar nafnaskrár, sem hin raun- verulega saga Samvinnu- skólans birtist og það kem- ur í ljós, hver áhrif hans og árangur hafa orðið. Von- andi verður þessari nem- endaskrá haldið áfram og viðauki birtur á 50 ára af- mæli skólans. Ritgerðirnar í bókinni eru hinar læsilegustu og skapa heilsteypta mynd, þótt stuttar séu, hin form- lega saga Þórarins og end- urminningar Jónasar, sem fyrstur hreyfði hugmynd- inni um slíkan skóla og verið hefur skólastjóri allt frá stofnun hans. Þórarinn segir svo í niðurlagsorðum greinar sinnar: „Þótt tímarnir séu breytt- ir, síðan Samvinnuskólinn tók til starfa, hefur sízt dregið úr þörfinni fyrir aukna fræðslustarfsemi um samvinnu- og félagsmál. Aldrei hafa tæknilegar framfarir orðið meiri en á þeim tíma og möguleikarn- ir til almennrar velmegun- ar eru því miklu meiri nú en fyrir 30 árum. En þótt mannkynið hafi lært miklu betur en áður að beizla náttúruöflin í þjónustu sína, hefur því ekki tekizt jafn vel að beizla hin mannlegu öfl og stuðla þannig að bættri sambúð þjóða, stétta og einstakl- inga í heiminum. Þar er enn mikið verk að vinna og þar er það hugsjón sam- vinnunnar og bræðralags- ins, er hefur mest að vinna. Þótt samvinnan hafi þegar unnið marga sigra og náð miklum árangri, er það þó ekki nema brot af því, sem koma skal og koma þarf, ef hagsmunadeilur, tor- tryggni og sundurlyndi eiga ekki að leiða til falls og glötunar. Þetta gildir einnig um hið litla þjóðfé- lag okkar. Þar eiga bróður- hugurinn og samvinnu- hugsjónin enn eftir að vinna ýmsa stærstu sigra sína, ef vel á að fara. Megi Samvinnuskólinn jafnan vera trúr og áhrifamikill boðberi þeirra hugsjóna, sem hann hefur vissulega verið fyrstu 30 starfsár sín.“ Þetta afmælisrit þarf hver sá, sem áhuga hefur á samvinnumálum, að eiga. í bókasafni sínu. FRÉTTABRÉF AF STRÖNDUM Vorið 1949 var hafizt handa um byggingu íbúð- ar- og verzlunarhúss á veg- um Kaupfélags Stranda- manna á Norðurfirði. Gamla íbúðarhúsið, rúm- lega 40 ára timburbygging, var orðið lítt hæft til íbúð- ar, en sölubúð félagsins mjög úr sér gengin og orð- in á eftir kröfum tímans. Var því ákveðið að byggja nýtt verzlunar- og íbúðar- hús í einni og sömu bygg- ingu. Að þessu hefur verið unnið tvö undanfarin ár og var því verki lokið á síðast- liðnu vori. Húsið er 12,5X8,4 m. aö grunnmáli, auk viðbygg- ingar, sem er inngangur í íbúðina. Húsið er tvær hæðir. Á neðri hæðinni er sölubúð félagsins og vöru- geymsla, auk skrifstofu og miðstöðvarherbergis, en á efri hæð er íbúð kaupfé- lagsstjórans. Öll er bygg- ingin hin vandaðasta og vistlegasta. Er aðstaða til afgreiðslustarfa mjög þægileg og ólík því, sem áð- ur var. Jafnframt er mun- urinn mikill fyrir við- skiptamennina að koma inn í vistleg, vel upphituð og lýst húsakynni, er þeir koma á verzlunarstaðinn, oft í misjöfnum veðruin og illa til reika. Yfirsmiður við húsbygg- inguna var Guðjón Magn- ússon í Kjörvogi, en vinna var öll leyst af hendi af mönnum úr byggðarlaginu, Þessi myud sýuir Sambands- luisið i Reykjavik, eins og j>að var upphafiega. Sam- vinnuskólanum var þd ceti- að rúm á efslu hœð pess og hefur hann verið þar til húsa siðan, og er nú á þeirri heeð, sem byggð lief- ur verið ofan á húsið. 22

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.