Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1952, Síða 27

Samvinnan - 01.01.1952, Síða 27
Námskeið fræðsludeiltlarhinar i meöferð kvikmyndavcla. Frú vinslri: Magnús Jóhannsson, kennari; aflari röö: Björgain Jónsson, Alberl Cuö- niundsson. Hallgrimur Th. Björnsson, Jóhannes Finnsson. Sitjandi: Her- mann Þorsleinsson, Baldvin Þ. Kristjánsson og Guðlaugur Eyjólfsson. þegar raflögn er frá skil- in. Þegar byggingunni var lokiö, efndi kaupfélagið til samsætis og sátu það um 40 manns og stóð hófið langt fram á nótt við veit- ingar, ræðuhöld, söng og rabb. Veður var hið indælasta, sem hugsazt getur. Hinir háreistu fjallatindar um- hverfis skörtuðu með tign sinni og fegurð í kvöldsól- skininu og næturkyrrðinni. En Trékyllisvíkin og Norð- urfjörðurinn, umlukt af hinum þrönga fjallahring, voru sem gáralaus stöðu- pollur. í ræðum manna kom fram trú á samvinnuna sem réttlátustu og lýðræð- islegustu leiðina til sjálfs- hjáipar og sjálfsbjargar, og sterkur hugur á því að halda tryggð við ættbyggð sína og hopa hvergi, þótt erfitt árferði hafi þrengt að nú um skeið. Þeim, sem hóí þetta sátu, munu seint gleymast hin viturlegu orð formanns félagsins, Péturs Guðmundssonar í Ófeigs- firði, um leit manna að lífs- hamingjunni, er oft væri leitað langt yfir skammt, því ekki stæði slíkt i beinu sambandi við auðsöfnun eða yfirborðsvelgengni. Og um félagsstarfið sagði hann: Það er auðvelt að vera góður félagsmaður, þegar allt leikur í lyndi og ekkert bjátar á. En það reynir fyrst á félagsþrosk- ann, þegar á móti blæs, erfiðleikarnir steðja að og eitthvað þarf í sölurnar að leggja, en því má alltaf gera ráð fyrir. Þá fyrst kemur í ljós, hverjir eru raunverulegir félagsmenn. Það kom fram í ræðum manna, hversu sterkan þátt stofnun og starf kaup- félagsins hafði átt í að létta lífsbaráttu þeirra og feðra þeirra. í því sam- bandi voru rifjuð upp orð Valgeirs Jónssonar í Norð- urfirði, sem var einn af stofnendum félagsins og stuðningsmaður þess til dauðadags, að síðan farið var að verzla í Norðurfirði, hefði enginn þurft að þola neyð eða skort, sem fram að þeim tíma hefði verið algengt í þessu byggðar- lagi. KVIKMYNDA- NÁMSKEIÐ Dagana 16.—18. nóvem- ber s.l. var haldið námskeið fyrir kvikmyndasýningar- menn frá samvinnufélög- unum í Radíó- og raftækja stofunni á Óðinsgötu 2, Reykjavík. Annar meðeig- andi stofunnar, Magnús Jóhannsson, var kennari, en þeir Sveinbjörn Egilsson og hann eru eftirlits- og viðgerðarumboðsmenn fyr- ir Bell & Howell kvik- myndasýningarvélar hér á landi, og eru langflestar af þeim 10—12 vélum, sem kaupféiögin eiga nú eða ráða yfir, einmitt þeirrar tegundar. Baldvin Þ. Krist- jánsson setti námskeiðið í nafni fræðsludeildar SÍS. Gat hann þess, að rétt meðferð á kvikmyndum og sýningarvélum væri mjög þýðingarmikil, því að tæk- in eru dýr og oft erfitt að fá í þau varastykki. Áhugi og jafnvel bein tilmæli um slíkt námskeið sem þetta hefði komið fram bæði á síðasta aðalfundi Sam- bandsins og landsfundi fé- lagsmálafulltrúa kaupfé- laganna. Þátttakendur á þessu fyrsta námskeiði kvik- myndasýningarmanna sam vinnuíelaganna voru þess- ir: Albert Guðmundsson, kaupfélagsstjóri, Tálkna- firði, Baldvin Þ. Kristjáns- son, erindreki SÍS, Reykja- vík, Björgvin Jónsson, bók- ari, Selfossi, Guðlaugur Eyjólfsson, kaupfélagsstj., Fáskrúðsfirði, Hallgrímur Th. Björnsson, kaupfélags- íormaður, Keflavík, Her- mann Þorsteinsson, full- trúi í SÍS, Reykjavík, Jó- hannes Finnsson, skrif- stofustjóri, Akranesi og Vilhjálmur Árnason, skóla- stjóri Bréfaskóla SÍS, Rvík. Kennslan fór aðallega fram í fyrirlestrum Magn- úsar um gerð kvikmynda og sýningavéla, en einnig í verklegum æfingum þátt- takenda, kvikmyndasýn- ingu, límingu filmu o. fl. Á síðastliðnu ári jókst nokkuð sú starfsemi í'ræðsludeildar SÍS að út- vega sambandsfélögunum mjóíiimur til sýninga. Hef- ir deildin nú á sínum veg- um nokkrar góðar, leiknar myndir af „fullri lengd“ og allmarga styttri þætti, auk þess sem oft eru útvegaðar kvikmyndir frá öðrum að- ilum. Af þessu sést, að möguleikar til talsverðr- ar notkunar sýningarvéla sambandsíélaganna eru þegar fyrir hendi, enda þótt langt sé i land með að kvikmyndasýningamál- um kaupfélaganna sé kom- ið í viðunandi horf. En von ir standa til bóta, þótt hægt fari af ýmsum ástæðum. HÚ SMÆÐR AFUND- IR ÁRNESINGA Kaupfélag Árnesinga hef- ur undanfarin 4 ár haldið reglubundna húsmæðra- fundi fyrir konur úr öllum hreppum sýslunnar. Hefur félagið gert þetta af mikl- um myndarskap og einskis látið ófreistað til þess að samkomurnar yrðu sem á- nægjulegastar. Nú síðast voru húsmæðrafundir KÁ haldnir á tímabilinu 26. nóv. til 4. des. Fundarstað- ir voru 7, í þeirri röð sem hér segir: Hveragerði, Stokkseyri, Laugarvatn, Brautarholt á Skeiðum, Eyrarbakki, Félagslundur í Gaulverjabæ og Selfoss. Samtals sótti 820 manns þessa fundi og hafa þeir aldrei verið fjölmennari. Samkomutilhögun að þessu sinni var sú, að fyrst var komið saman í fundar- formi. Þar flutti kaupfé- lagsstjórinn, Egill Thorar- ensen í Sigtúnum, ávarp. Baldvin Þ. Kristjánsson, forstöðumaður fræðslu- og félagsmála SÍS, hélt stutta ræðu og svaraði spurning- unni um það, hvers vegna fólk gerðist félagsmenn samvinnusamtakanna. Þá las hinn víðkunni rithöf. Kristmann Guðmundsson upp úr skáldritum sínum, ýmist smásögur eða kafla úr stærri verkum. Enn- fremur sýndi Baldvin ýmsa kvikmyndaþætti, aðallega tónmyndir, þ. á. m. hina vinsælu Toscanini-mynd. Að þessu loknu var sam- komunni snúið upp í sam- sæti, sameiginlega kaffi-' drykkju, sem kaupfélagið bauð til. Var þar jafnan glatt á hjalla og lengi set- ið við upplestur, ræður og almennan söng. — Egill stiórnaði samkomunum. Ekki er ofmælt, að fund- ir þessir hafi tekizt hið bezta, enda eru þeir þegar orðnir miög vinsælir í hér- aðinu. Telur kaupfélags- stjórinn að þessum árlegu húsmæðrafundum Kaupfé- lags Árnesinga muni hald- ið áfram framvegis í ein- hverri mynd, þar eð reynsl- an hafi sýnt, að þeir eigi vissulega fullan rétt á sér. Mættu fleiri kaupfélög taka KÁ til fyrirmyndar, hvað 23

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.