Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1952, Síða 29

Samvinnan - 01.01.1952, Síða 29
FULLKOMIN EIGINKONA Framhaldssaga eftir Storm Jameson í fyrstu vikunni eftir að Andrés Rose gekk í heilagt hjónaband áttaði hann sig á því, að kona hans var alger- lega gallalaus eiginkona. Þessi uppgötvun var honum ekki slíkt áfall sem hún hefði orðið eldri eða reyndari manni. Hann var ekki orðinn veraldar vanur í þá tíð, tutt- ugu og tveggja ára gamall og innilega ástfanginn. Berta Rose var einum mánuði eldri en Andrés, elzta dóttir prófessors í bókmenntum og hafði verið í miklu eftirlæti. Hún var annáluð fyrir fegurð og þýða lund, svo að jafnvel hinar ungu konur, sem urðu að láta í minni pokann fyrir henni, luku lofsorði á hana. Hún stundaði dans, útreiðar og skautahlaup með sama glæsileik og jafn fyrirhafnarlaust og hún ræddi við náungann. Þegar hún hafði tekið bónorði Andrésar, gaf hann hinni freyðandi hamingju sinni útrás með því að afsaka sig við yngri systur Bertu, sem var fölari og svipminni en brúð- urin: Þið hljótið að líta mig óhýru auga fyrir að taka hana frá ykkur! Systirin virti hann fyrir sér stundarkorn, en svaraði síðan: Við gerðum okkur aldrei vonir um að halda henni að eilífu. „Nei, auðvitað ekki,“ svaraði hann. Þau fóru til Vínarborgar í brúðkaupsferð og á þriðja degi þeirra í þeirri háborg mennta og siðmenningar kom atvikið fyrir. Þetta var í júnímánuði, og göturnar voru fullar af tötralegum en broshýrum Vínarbúum. Andrés og Berta óku til útborgar við jaðar Vínarskógar og stað- næmdust í veitingahúsi undir berum himni. Þar var selt Heurigevín úr þrúgum síðustu uppskeru, hreint, bragð- gott, ljúffengt og of viðkvæmt til að flytja svo mikið sem yfir götuna. Þetta er einn lúmskasti drykkur veraldar hvað áhrifin snertir. Andrés var ánægður með tilveruna, sumarblíðuna, fjöl- skylduveizlurnar í veitingahúsinu og hina fáránlegu tón- listarmenn, og hann drakk feiknin öll af Heurigevíninu. Þegar hann loks stóð upp til að halda af stað, þurfti hann að styðja sig við hjálplegan veitingaþjón. Hann fleygði smápeningum í kringum sig, steig upp í opinn vagn með Bertu sinni og söng við raust alla leið heim. Um það, sem gerðist, þegar þau komu á gistihúsið, hafði hann ekki minnstu hugmynd. Þegar Andrés vaknaði lék hann við hveru sinn fingur, og það leið drykklöng stund, unz Bertu tókst að færa hon- um heim sanninn um, að atburðurinn kvöldið áður hefði verið hörmulegur og hefði stappað nærri því að framtíð þeirra færi í mola. Hún skýrði honum — á kvenlegan og kurteisan hátt — frá nokkrum viðburðum kvöldsins, og það leit helzt út fyrir, að hann hefði komið fram eins og hreinasta kvennagull. Þegar hann hafði beðizt auðmjúk- lega afsökunar, fyrirgaf hún honum. Hið yndislega, fín- gerða andlit hennar var fölt. Honum fannst hann vera bersyndugt villidýr. Þau voru aðeins hálfan mánuð í ferðinni. Andrés hafði stjórnað fyrirtæki fjölskyldunnar, ullarverksmiðju, síðan faðir hans dó, framkvæmdastjóri hans var veikur og við- skiptin í daufasta lagi, enda kreppan í algleymingi. En Berta hélt vel á öllum hlutum. Hún stjórnaði heimili sínu betur með tveim þjónum en móðir hans með sex. Hún hafði glæsileg miðdegisverðarboð inni og stofurnar voru skreyttar á hinn smekklegasta hátt með fullkomnu jafn- vægi milli tízku og þæginda. Annað eins hafði aldrei sézt í Vestur-Riding, og þurfti vafalaust að Ieita alla leið til Lundúna til að finna sam- bærileg veizluhöld. Andrés var því í senn stoltur og hrædd- ur í hvert sinn, sem hann kynnti vini sína fyrir henni. í setustofunni var aðeins einn skrautgripur, þótt eng- um gesti kæmi til hugar að kalla hann slíku nafni. Þetta var átján þumlunga hátt listaverk úr postulíni, sem var ands'pænis stofudyrunum. Fegurð listaverksins og hand- bragð listamannsins var slíkt, að öll gagnrýni kafnaði áð- ur en hún sá dagsins ljós. Dag einn, er Andrés kom inn í stofuna, stóð Berta við fótstall þessa listaverks. Hún sneri sér snögglega við, kom við gripinn, svo að hann féll á gólfið og brotnaði í þúsund stykki. Hún stóð sem þrumu lostin eitt augnablik. En er hann þaut til hennar og stamaði meðaumkvunarorðum, leit 25

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.