Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1952, Síða 30

Samvinnan - 01.01.1952, Síða 30
Gott tyftiduft léttir baksturinn ! ROYAL lyftiduft er þekkt og viðurkennt meðat tiúsmæbra um altan heim REYNIÐ ROYAL! FÆST í ÖLLUM KAUPFÉLÖGUM £atnba\\4 íaL Aatntiinmplaja \ i hún með haturssvip framan í hann og sagði: .,Láttu mig vera!“ Hann stóð höggdofa. „Hvað hef ég gert?“ spurði hann. Hún kraup á kné og handlék glerbrotin. Tárin runnu niður kinnar henni. An þess að líta á hann, sagði hún: „Það er bezt að þú farir.“ „Berta! Hvað hef ég gert? Talaðu ekki í þessum dúr við mig. Ifg skal kaupa nýja glermynd.“ Það hvarflaði að honum, að hún hefði ruglazt í geðshræringunni yfir slysinu. „Það er ekki hægt að kaupa aðra mynd. Það var að- eins ein búin til. Farðu nú.“ „En það var ekki mér að kenna . . .“, bj^rjaði hann. Berta reis hægt á fætur. „Ekki þér að kenna? Er það ekki þér að kenna, þegar þú rýkur inn í herbergið eins og óður maður, svo að ég held að eitthvað voðalegt hafi komið fyrir og rek mig í myndina. Er það ekki þér að kenna? Hverjum er það þá að kenna?“ Hann var of undrandi til að stynja upp orði og gekk út. Síðar kom hún til hans, var hin blíðasta og bað hann að hugsa ekki frekar um þetta. „En ég kom aðeins inn í herbergið,“ sagði Andrés hægt. Hún lagði höndina á munn hans. „Vertu ekki að tala um það,“ sagði hún. „Eg veit að þú ætlaðir ekki að brjóta myndina, en það er ekki hægt að bæta tjónið og ég vil ekki heyra orð um það meira.“ Það var þegjandi samkomulag um það meðal vina þeirra að segja ekki orð við nokkurn mann um þetta slvs. Berta var eins og engill við Andrés, þennan líka klaufa, og pað var ekkert um það að segja frekar. Nokkrum vikum síðar kom æskuvinur Andrésar heim frá Bandaríkjunum eftir árs dvöl þar, með a'meríska konu við hlið sér. Róbert Dalton var þrekinn og fjörugur mað- ur, sem hafði yndi af mat og drykk. Hann var eðlisfræð- ingur og orðinn frægur um tvær heimsálfur. Hann hafði gifzt smávaxinni, ungri stúlku, sem var skáld. Bæjarbúar virtust fúsir til að fyrirgefa henni það, af því að hún var vel gefin. Það var ekki hægt að segia, að hún væri fögur, en hún gat komið fyrir sig orði og and- lit hennar var eins og nútímamálari hefði reynt að mála dýrling frá miðöldum. Andrés og Berta buðu þeim til miðdegisverðar, og þar dró hún ekki úr p.dladómum sínum um ýmsa háttu Eng- lendinga, sem vakD höfðu athygli hennar. Andrés hló dátt, en leit til konu sinnar. Það kann að vera, að Berta hafi hneykslazt, en hún lét ekki á sér sjá minnsta vott þess. Án þess að taka nokkurn þátt í samræðunum, tókst henni að ota ungu stúlkunni lengra og lengra út á hina hálu braut, unz jafnvel Róbert gat ekki látið hjá hða að hreyfa mótmælum. Sjálfur var hann ekki um of orðvar, enda hafði hann teygað óspart bezta rauðvín Andrésar og gerðist þrútinn í andliti. Þegar borðhaldinu var lokið, lét hann fara vel um sig í djúpum stól í setustofunni, teygði fæturna fram á gólf og sást í hærðan fótlegg hans milli sokka og buxnaskálmar. Berta kom fram með blíðasta viðmóti og Andrési hlýn- 26

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.