Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1959, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.01.1959, Blaðsíða 32
Selma Lagerlöf er forsjá margra og hjálparhella, þó að flest af því fari leynt, útgjöld hennar eru mikil og hún má illa við þeirri tekjuskerðingu, sem leiðir af lokun Þýzkalandsmarkaðar, en með hót- unum verður henni ekki aftrað frá því að fylgja sannfæringu sinni og sam- vizkuboði og vinna miskunnarverk. — í leikslok situr hún ein eftir á sviðinu, svartklædd, en björt ásýndum, með staf í hönd. Válegir tímar eru framundan. Ef til vill líður sá heimur, er var hennar, undir lok í ægilegum átökum stórveld- anna? Hún leitar hryggum huga sínum huggunar með því að hugsa um það, sem er eilíflega fagurt og ljúft. Mild, veikróma orð hennar deyja út, hún rís á fætur, studd við stafinn sinn, og haltrar burt. Mynd hennar er horfin af sjónarsviði lífsins, en myndirnar hennar lifa, Verma- land í sögum hennar — hún sjálf í Vermalandi. Þórunn Elfa Magnúsdóttir. Ódýrasta trygging, sem hægt er að fá Það er hverjum hugsandi manni nauð- synlegt og skylt að eiga líftryggingu. Þetta er skylda gagnvart fjölskyldu og henni til öryggis, svo að kona og böm standi ekki uppi með tvær hendur tómar, ef fyrirvinnan fellur frá. Líftryggingar hafa hingað til verið með þeim hætti hér á landi, að hver einstakur hefur orðið að tryggja fyrir sig, og hafa því alltof fáir menn gert það. En nú hefur Líf- tryggingafélagið Andvaka tekið upp nýja gerð trygginga, sem er þannig, að bæði munu miklu fleiri menn en áður kaupa sér líftryggingu, og þeir munu geta fengið hana ó- dýrari en nokkru sinni fyrr. Er þetta með svokölluðum hóp- líftryggingum, þar sem heilir hópar manna, til dæmis starfsfólk fyrirtækja, geta tryggt sig í einu lagi. Hóptrygging er aðeins áhættutrygg- ing þannig, að umsamin upphæð er greidd aðstandendum, ef hinn tryggði fellur frá. Hún gildir frá ári til árs, en er ekki samningur til langs tíma og ekki spamaðarráðstöfun á sama hátt og venjuleg líftrygging. Kynnið yður hóplíftryggingar And- vöku. Verð þeirra er ótrúlega lágt, og það öryggi, sem þér getið skapað fjölskyldu yðar, mjög mikið. Athugið, hvort starfsbræður yðar eða félagar í einhverju félagi geta ekki sameiginlega skapað sér öryggi líftryggingar á hagkvæman hátt. Ef þér eruð að byggja eða afla atvinnutækja að ein- hverju leyti með lánsfé, er það meira virði fyrir fjölskyld- una en nokkru sinni, að þér séuð vel líftryggður. Leitið allra upplýsinga í skrifstofu Andvöku í Sambandshúsinu í Reykjavik eða hjá umboðsmönnum fé- lagsins (t. d. kaupfélögunum) um land allt. Dragið ekld að koma öryggi fjölskyldu yðar í gott lag. Eng- inn veit, hvenær það kann að vera um seinan. Líftryggingafélagið A N D V A K A ❖- BRÉFASKÓLI NÁMSGREINAR BRÉFASKÓLANS ERU: s í s Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. — Fundarstjórn og fundarreglur. — Bókfærsla I. — Bókfærsla II. — Búreikning- ar. — Islenzk réttritun. — íslenzk bragfræði. — Enska fyrir byrjendur. — Enska, framhaldsflokkur. — Danska, fyrir byrj- endur. — Danska, framhaldsflokkur. — Þýzka, fyrir byrjend- ur. — Franska. — Spænska. — Esperantó. — Reikningur. -— Al- gebra. — Eðlisfræði. — Mótorfræði, I. — Mótorfræði, II. — Siglingafræði. — Landbúnaðarvélar og verkfæri. — Sálarfræði. Skák, fyrir byrjendur. — Skák, framhaldsflokkur. Hvar sem þér bicið á landinu, getið þér stundað nám við Bréfa- skólann og þannig notið tilsagnar hinna fcerstu kennara. Athygli skai vakin á því, að Bréfaskólinn starfar allt árið. 28 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.