Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1959, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.01.1959, Blaðsíða 31
og heitir auðvitað Fuglagarðurinn. Mörg garðsvæðanna draga nafn af gróðri, svo sem Blómabraut, Eplabraut, Rósagarð- ur og Eikagarður . . . Rottnerosgarður er mikið trjáa- og blómasafn, til dæmis má nefna að þarna er eitt fjölbreyttasta safn af Alparósum, sem til er á Norðurlönd- um. Að undanskildum eftirmyndum högg- mynda frá grískri gullöld og fleiri list- tímabilum liðinna alda eru höggmynd- irnar í Rottnerosgarði eftir norræna listamenn, flesta sænska. Þó að flestir þessir listamenn megi teljast samtiðar- menn Ásmundar Sveinssonar, er þó verk hans, Móðir jörð, eina nútíma listaverk- ið á þessum stað og á ekki frekar sam- stöðu með hinum höggmyndunum en Einbúinn á Atlanzhafinu á heima í hóp- mynd, enda hefur henni verið valið sér- svæði. Grasigróinn hóll hefur verið gerð- ur fyrir styttuna, fagurgræn flöt smá- breikkar frá hólnum, tún án blóma, svæð- ið umgirt trjám. Grá styttan á hólnum, grasbalinn, ekkert, sem dreifir, smækk- ar, dregur úr áhrifum. Einfalt, kyrrt og sterkt. — V. Blárra sagna sjónarspil. Síðasta atriði þessa viðburðarika dags var leiksýning á stað, sem heitir Kolsnás- udde. Lagerlöfsleikurinn var sýning þessi almennt nefnd, en hét þó raunar: De blá sagornas spel, tekinn saman af Ivar Lin- dahl. Leikstjóri var Irma Kristensen, sem einnig fór með hlutverk Selmu Lagerlöf og þótti takast frábærlega vel, enda fór saman afbragðsleikur og það, hve leik- konan líkist Selmu og nær því vel svip- móti hennar, fasi og rómblæ, sem mörg- um af áhorfendunum var í fersku minni. Leiksviðið, sem var undir beru lofti, var mjög haganlega gert, framsvið og baksvið aðgreint með háum, hreyfanlegum pöll- um, þeir einnig leiksvið, er svo bar undir, og þrepin, sem lágu að framsviðinu. Á- horfendasvæðið var í lágum halla eins og bekkir í venjulegu innileikhúsi, að baki skógurinn. Fyrsta atriði leiksins, einskonar inn- gangur, heitir Gjöf skógarnornarinnar. Að vísu fjallar það um Eikabæjarkavalér- ann Kevenhúller, er þáði að gjöf frá skógarnorninni snilligáfuna, sem hann kunni ekki með að fara og þess vegna varð honum til óbærilegrar kvalar. Hver einasti áhorfandi, sem kann skil á skáld- skap Selmu Lagerlöf, hlýtur að hafa hana í huga meðan þetta táknræna atriði fer fram. Hún hlaut ekki aðeins snilligáfuna, heldur skildi sitt hlutverk. Hér eftir er ofið saman lífi og skáld- skap Selmu. Ung varð hún að hrekjast frá elskuðu ættaróðali, örsnauð að ver- aldlegum auði, en óendanlega rík af minningum og sögnum, er kristölluðust í huga hennar og urðu að skínandi dýr- gripum. Sem sagan sjálf persónugerð, með slegið, brúngullið hár í grænum möttli, stjórnar hún leiksýningum úr Selma Lagerlöf um tvítugt. Gösta Berlings sögu. Atriðin eru: jóla- nóttin í smiðjunni, Jólaveizlan á Eikabæ, Dauðinn — lausnarinn — jarðarför Fer- dínands Uglu, er Anna Stjárnhök vígir sig honum látnum með þvi að leggja brúðarkórónu sína og brúðarblæju á gröf hans, ástarævintýri Maríönnu fögru og Gösta Berlings. í leiknum bregður fyrir minningum Selmu, er taldar eru að hafi markað stærst spor í skáldskap hennar. Hún mæl- ir af munni fram fyrstu ljóðhendingar sínar, er geymst hafa: „Det ár sá mörkt under lindarna, sá ángstligt stilla í vind- arna,“ og ástaljóðið, er hún leggur á tungu Maríönnu, en talið er að lýsi henn- ar eigin tilfinningum, stígur frá vörum hennar eins og andvarp: „Barn, hve þú unnir, en aldrei meir skalt þú ástanna teyga lind . . . Hann er horfinn — hann, sem einn gat alltaf opnað hjarta þíns dyr.“ . . . Á ballinu í Sunne er hún ekki barn, heldur ung stúlka, sem þráir lífs- gleði og hamingju, en situr yfir hvern dansinn á fætur öðrum. Loksins kemur til hennar herra, sem spyr, að baki henn- ar, hvort hann megi dansa við fröken Lagerlöf. Fagnandi svarar hún já og sprettur á fætur, en það er systir henn- ar, sem hann leiðir sér við hlið inn í veizlusalinn, þar sem dansinn dunar og hljómbrimið svellur. Þá eins og svo oft endranær birtist Gösta Berling henni, glæsilegastur allra, búinn sem ævintýra- riddari og ætíð riddarinn hennar. En hún biður hann að dvelja ekki hjá sér, heldur ganga í dansinn. Sjálf haltrar hún út af sviðinu og brýnir sjálfa sig með því, að hún verði að halda áfram, henni er ætl- að langt að fara, lengra, lengra. — Til brúðkaupsveizlu á Márbacka kemur Jóhannes keisari af Portúgal, hann Jón gamli í Fellskoti, sem hefur ruglazt af sárri þrá eftir dóttur sinni, sem fór ung að heiman til að létta skuldabyrði af öldruðum foreldrum sínum, en jafnframt vegna þess, að útþráin seiddi hana. Hann kemur í keisaraskrúðanum sínum og syngur keisarasönginn: „Faðir hennar hátignar í hjarta kennir fagnaðar. Um löndin fregnin flaug. Austurríki, Portúgal, Metz, Japan og allt að tarna. Bomm, bomm, bomm og dúlla. Bomm, bomm.“ Meðal veizlugestanna sér hann tilsýnd- ar unga, rauðklædda stúlku, sem hann sannfærist um að sé hennar keisaralega tign, Klara Fína Gullborg, komin heim frá ríki sínu í Portúgal og hafi af hjart- ans litillæti birzt honum í fallega, rauða kjólnum, sem hún átti þegar hún fór að heiman. Rauðklædda stúlkan snýr sér við . . . Æ, það er ekki hún Klara Gulla hans. Yfirbugaður af harmi flýr hinn ógæfusami faðir veizlugleðina. — Sýnt er þegar Selma Lagerlöf kemur til átthaganna eftir meira en tuttugu ára fjarveru, hún er nú eigandi hins forna óðals feðra sinna. Heiðursdoktor er hún með hraðvaxandi aðdáun og vinsældir — heimsfrægð hefur henni hlotnazt, and- mæli gegn henni og aðfinnslur um skáld- skap hennar hljóma eins og hjáróma raddir. Hún er ekki aðeins fræg, heldur hefur hún líka lært að taka frægð sinni, framkoma hennar er virðuleg, búningur hennar dýr og viðhafnarlegur. Hún hefur með sér fóstursoninn, Níls Holgeirsson, vinir umkringja hana, en innst inni er hún einmana og leitar athvarfs hjá sög- um sínum, dýrmætasta unaði lífs síns. Fjarri Vermalandi fékk hún köllun um að segja vermlenzku söguna, sem vildi komast út í heiminn, nú hafði frægð sög- unnar borið hana á vængjum sínum til Vermalands — heim. f síðasta þætti leiksins er hún hnigin að aldri og umleikin töfrum fagurrar elli. Hún er heima á Márbacka, þar sem hún hefur reist sér það fagra skáldmusteri, sem augu gervalls heimsins beinast að. Hún er tignuð sem drottning, en lang- þreytt og slitin af miklu starfi, íþyngd af heimsfrægð og afskiptasemi þeirra, sem vilja hlutast til um afstöðu hennar til heimsmálanna. Hvergi utan Norðurlanda hefur Selma Lagerlöf verið jafn feikilega lesin og dáð og í Þýzkalandi og þar á að gera sjötíu og fimm ára afmæli hennar að alþjóðar há- tíð. En — haldi hún fast við þá ákvörð- un að gefa sögu sína: Skriftin í sandinn, til ágóða fyrir landflótta Gyðinga, þá hefur hún móðgað foringjann og þýzku þjóðina, hinni miklu hátíð henni til heið- urs mun þá verða aflýst og bækur henn- ar hverfa af þýzka bókamarkaðinum. Hið volduga Þriðja ríki lætur ekki misgjörða óhefnt. SAMVINNAN 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.