Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1959, Síða 10

Samvinnan - 01.04.1959, Síða 10
Atriði úr kvikmyndinni: Napóleon skip jleggur liðið eftir orrustuna við Borodino. Hann situr í stól og er í þungum þönkum eftir hin miklu afhroð. Nú átti herinn það fyrir höndum að komast út úr landinu og það voru hvorki meira né minna en 1100 km. Mikill hluti leiðarinnar var blautar mýrar, en mest þó marflatar steppur með einstaka hæð- um og trjám. Vegurinn lá í bugðum eftir landslag- inu og svo langt sem augað eygði var straumur fótgönguliðs, flutningavagna og fallbyssa, sem dregnar voru með hestum. Báðum megin vegarins gekk fótgönguliðið og utan við það var ridd- araliðið. Ennþá var stjórn á öllu. En sulturinn var farinn að sverfa að A leið- inni var varla annað matarkyns en strá- þökin á kofunum, sem enn stóðu uppi, og nú fóru hinir soltnu hermenn að taka hestana einn af öðrum og slagta þeim og éta. Herinn hafði rænt og tekið með sér ógrynni af listaverkum, dýrmætum bók- um, málverkum og silfursmíði. Smátt og smátt varð að skilja þessa dýrgripi eftir og í slóð hersins mátti finna margan góð- an grip. Brátt rak að því, að fallbyss- urnar og vagnarnir fóru að týna tölunni, vegna þess að ekki voru lengur hestar til dráttar. Vonleysið hvíldi á hernum eins og mara. Ekki var það upplífgandi, þegar komið var á orrustuvellina við Boro- dino, þar sem lík 35 þúsund hermanna úr liði Napóleons og 40 þúsund Rússa rotnuðu og urðu úlfunum að fæðu. Veturinn kom eins og reiðarslag að- faranótt hins 5. nóvember. Hann kom æðandi frá gaddfrosnum freðmýrunum 1500 km norðar. Allt í einu skall á blind- hríð, sem harðnaði eftir því sem á nótt- ina leið, og bálin, hermennirnir höfðu kveikt til að ylja sér við, slokknuðu hvert af öðru. Kuldinn nísti að merg og beini og hundruð frusu í hel þessa fyrstu harðindanótt. Vistaflutningar hersins lentu í algjöm öngþveiti og hermennirnir urðu að bjarga sér sjálfir sem bezt þeir gátu. Fylkingarnar leystust upp í smáhópa, sem börðust upp á líf og dauða gegnum ófærðina. Það er haft fyrir satt, að Napó- leoni hafi aldrei liðið illa. Hann sat kapp- klæddur á sleða sínum eða vagni og hakkaði í sig kjöt og brauð eftir þörf- um. Hann fékk jafnvel uppáhaldsvín sitt á hverjum degi. Hetja undanhaldsins var Ney mar- skálkur. Hann var foringi öftustu sveit- anna í lestinni og þurfti stöðugt að verj- ast Rússum, sem fylgdu á eftir og gerðu marga skráveifu. Einu sinni missti hann af aðalhernum, en tókst með harðræði að ná sambandi við keisara sinn. En Napó- leon hafði ekki gert neitt til að koma honum til hjálpar. Næst á eftir vetrarhörkunum voru það kósakkarnir, sem mestan usla gerðu í liði Napóleons. Þeir voru smávaxnir, en ákaflega harðskeyttir menn, skeggj- aðir upp að augum og klæddir skinn- frökkum. Þeir sátu hesta sína eins og þeir væru grónir við þá og höfðu löng lag- spjót að vopni. Stríðsöskur þeirra kom óhug í lið Fransmanna. Kósakkarnir höfðust við í leyni bak við tré og runna og gerðu skyndiáhlaup á aðframkomna smáhópa, sem voru í matarleit fjarri veginum eða hvíldu sig uppgefnir og vermdu sig við bál. Kó- sakkarnir stungu þá um leið og þeir riðu framhjá og snjórinn litaðist blóði. Stundum tóku kósakkarnir þá til fanga, klæddu þá úr hverri spjör og ráku þá á undan sér í ófærðinni, þar til þeir hnigu dauðir niður. Frostið fór vaxandi eftir því sem dag- arnir liðu, stundum fór það upp í 35—40 stig. Engu að síður svitnuðu hermenn- irnir við að brjótast áfram gegnum fann- irnar. Þegar í náttstað kom, lögðust þeir í snjóinn og fötin urðu sem járnhörð: brynja utan á þeim. Líkamshitinn fjar- aði út eins og vatn, sem rennur gegnum síu og í hverjum áfangastað var fjöldi,. sem ekki stóð meira upp. Slóð hersins var vörðuð fallbyssum og vögnum og allskonar farangri, sem skil- inn hafði verið eftir. Þeir fáu hestar, sem enn lifðu, voru skinin beinin og reik- uðu í hverju spori. Þegar þeir ultu og stóðu ekki upp meira, köstuðu dauð- soltnir mennirnir sér yfir þá og slógust eins og úlfar um heitt blóðið. Fjöldi her- manna fékk snjóblindu og aðrir misstu algjörlega vitið. Þeir sem gáfust upp á göngunni voru venjulega skotnir um- svifalaust. Sorglegasti þáttur þessarar dauða- göngu var annars við fljótið Beresina,. og þar var raunar háð síðasta orrustan við Rússa. Napóleon hafði gert sér von- ir um, að fljótið væri á ís, svo að herinn kæmist hindrunarlaust yfir, en þegar til kom var fljótið fullt af ísreki og mjög straumþungt. Nú hófst örvæntingarfull barátta. Rússar héldu uppi skothríð á uppgefið liðið á árbakkanum, en bak- sveitir Napóleons vörðust eftir megni. Verkfræðingasveit Fransmannanna kom bráðabirgðabrúm úr flekum yfir fljótið og nú byrjaði herinn að þokast yfir í mjóum röðum. Napóleon var einn af þeim fyrstu, sem fór yfir, og hann komst heilu og höldnu. En svo brast önnur brú- in og fullkomin örvænting greip her Napóleons og mennirnir ruddust út á brúna, sem eftir var og urðu ákaflegir troðningar. Rússneska stórskotaliðið hafði búið um sig á hæðum í kring og hóf nú skothríð á brúna. Fallbyssukúl- unum rigndi yfir fljótið og brúin var möluð niður og þar með allur sá mann- skapur, sem á henni var. Um vorið komu 12 þúsund lík upp úr fljótinu. Þeir, sem eftir voru á bakkanum, voru stráfelldir eftir að brúin hafði verið sprengd upp. Hinn mikli her keisarans var nú orð- inn ærið fámennur, þar sem hann reik- aði vestur slétturnar eftir þessa síðustu og verstu útreið. Engin stjórn var á þeim fámenna hópi, sem átti þó sam- eiginlegt markmið: að komast heim úr harðræðinu. Herinn skiptist í marga fá- menna hópa og af hverjum þeirra er saga út af fyrir sig. Sumir urðu sultinum að bráð og aðrir féllu fyrir lagspjótum kó- sakkanna, sem eltu þá lengra vestur á bóginn. Ekki er vitað nákvæmlega um tölu þeirra, sem komust lifandi út úr Rússlandi, en til Königsberg komu sam- tals 1000 manns. Þá hafa um 490 þús- und týnt tölunni fyrir keisara sinn í SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.