Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1959, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.04.1959, Blaðsíða 27
Útvarpið á að fá til afnota tvær efstu deildar Atvinnudeildar Háskólans. Þar Útvarp Reykjavík (Framh. af bls. 7) á öðrum stöðum í bænum. Hefur verið svo komið síðustu vetur. að þrengsli og léleg starfsskilyrði hafa háð dagskrár- gerð stórlega. Mest af slíku hafa starfs- menn stofnunarinnar borið með meiri eða minni þolinmæði, án þess að hlust- endur yrðu varir við. En.svo hafa heyrzt í útvarpinu högg og hljóð og fleiri truflanir, sem eru beinlínis þessum lé- legu starfsskilyrðum að kenna. I stríðslok lét útvarpið af mikilli bjart- sýni teikna framtíðar útvarpsborg, sem rísa skyldi á Melunum í Revkjavík. Voru það þrjár miklar byggingar, sem rísa skyldu með nokkru millibili. Ekki fengust leyfi til að hefja þessa fram- kvæmd, og hafa ekki fengizt enn, þótt liðið sé á annan áratug. Hefur útvarpið nú fengið allmikið leiguhúsnæði í bygg- Þetta er mynd af málverki eftir Kjarval og: heitir: Útvarpið. Stóri hausinn táknar þjóðina og sést varla, hvort henni líkar betur eða verr það sem útvarpið hefur fram að færa. hæðirnar í hinu nýja stórhýsi Fiski- hefur því verið búin betri aðstaða. ingu fiskideildar Atvinnudeildar Há- skólans við Skúlagötu í Reykjavík, þar sem það fær mikið húsrými og allgott í vor eða sumar. Batna þá vinnuskilyrði stofnunarinnar til muna, og kemur það vonandi fram í dagskránni beint og ó- beint. HLJÓÐVARP OG SJÓNVARP Hér hefur verið talað um útvarp, en það þýðir í raun réttri bæði hljóðvarp og sjónvarp. Hið síðara breiðist um heim allan og er eitt af tækjum daglegs lífs í grannlöndum okkar, en ekkert und- ur lengur. Ekki þýðir að deila um, að fyrr eða síðar eigna íslendingar sér þetta nýja tæki, enda getur það mikið gert fyrir þjóð, sem býr í landi hins langa og dimma skammdegis. Hins veg- ar hefur hugmyndum um íslenzkt sjón- varp verið illa tekið af fjölda manns, aðallega hinum eldri og ráðameiri. Bæði sú mótstaða og það, að Ríkisútvarpið hefur orðið að verja öllu sínu fé til betri starfsskilyrða, tefur sjónvarpið. En sá tími kemur fyrr en varir, að brosað verð- ur að þeim, sem vildu bregða fæti fvrir þessa nýjung á Islandi. Enda þótt forráðamenn Ríkisútvarps- ins hafi mikinn áhuga á að hefja til- raunir með sjónvarp í smáum stíl, hvarfl- ar ekki að þeim að láta það á nokkurn hátt ganga fyrir hljóðvarpinu, sem fyrir er. Þess vegna hefur öllum kröftum ver- ið einbeitt að hinni nýju og bættu starfs- aðstöðu, þar á meðal kaupum fullkomn- ari tækja. Annað tæknilegt verkefni bíð- ur óleyst — því miður. Það eru hin slæmu hlustunarskilyrði á Austurlandi. Er Landssíminn að koma upp þráðlaus- um síma austur um land sunnanvert, og standa vonir til, að sú nýjung muni leysa útvarpsvandann eystra. Útvarpið vill sækja hóflega fram, eins Frú Þórleif Norland, gjaldkeri á dag- skrárskrifstofu, hefur unnið þar í 20 ár. þar sem er Viðtækjaeinkasala ríkisins. Hefur urn 10 milljónum af ágóða henuar verið beint til annara þarfa, og er það illa viðunandi á sama tíma, sem útvarp- ið sjálft vanhagar um margt til starf- semi sinnar. Virðist augljóst, að það fé, sem hlustendur greiða í iðgjöld og fyrir viðtæki sín, ætti fyrst og fremst að renna til útvarpsins og dagskrárinnar. Vonandi sýna ráðamenn landsins út- varpinu fullan skilning, svc að það geti orðið sem beztur vinur, félagi og fræð- ari landsmanna í framtíðinni. SAMVINNAN 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.