Samvinnan - 01.04.1959, Síða 16
Tf.
Eirikur og Sigríður kona hans við her-
bílinn, sem þau nota til flutninga á Nýja
Ferðabíóinu milli sýningarstaða.
atvinnu allt fram til 1939, þar til ég
byrjaði með bíóið.
Eg spilaði að sjálfsögðu mest á Suð-
urlandi, en eftir að við Einar Sigvalda-
son fórum að spila saman, lögðum við
land undir fót og ferðuðumst norður og
vestur. Hann var snúningastrákur hjá
föðurbróður mínum þar i nágrenninu og
við kynntumst þannig. Fyrst spilaði
hann á munnhörpu, en seinna á harmón-
íku og var mjög vel að sér í þeirri list,
varð seinna harmóníkumeistari Norður-
landa. Bjarni frá Galtafelli, bíóstjóri í
Reykjavík og frændi minn, hafði lánað
mér fyrir harmóníkunni og reyndist mér
á margan hátt vel. Nú fengum við félag-
ar bíóið hjá honum og' héldum konsert.
Við vorum þá búnir að æfa lengi saman
undir tilsögn kennara. Ég spilaði eftir
nótum á þann hátt, að annar spilaði það
fyrst, en svo lærði ég stykkið utanað.
En hvað um það, við gerðum lukku
þarna í Nýja-Bíói og úti á Iandi voru
konsertarnir mjög vel sóttir. Eftir það
spiluðum við nokkrum sinnum í útvarp-
ið.
— Þú samdir eitthvað af lögum um
þetta leyti.
— Já, ég samdi nokkur lög og gaf út
þrjú. Ljósbrá varð þeirra vinsælast og
náði talsverðri útbreiðslu á sínum tíma.
En Einar Sigvaldason fór svo utan fyrir
stríðið, en ég spilaði einsamall á böllum
í lengri tíma. Það gat verið nógu stremb-
ið stundum, til dæmis að spila svo að
segja á öllum jólaböllum í nærliggjandi
hreppum.
— Þá var hægt að notast við minna
en heilar hljómsveitir.
— Það er víst, við vorum ekki eins
„fIott“ í þá daga, cnda auraráðin minni.
En það var mér til erfiðleika, hvað Ból
var illa í sveit sett, hvað samgöngur
snerti. Það voru til dæmis 7 km í síma
fram að Torfastöðum og helmingur
þeirrar leiðar var hálfgerð veglevsa. Ég
var eðlilega mjög oft kallaður í síma
þangað frameftir, en seinna bætti ég úr
þessu sjálfur. Bretinn hafði nefnilega
víða bækistöðvar í Tungunum og þeir
lögðu símastrengi um allar trissur og
skildu þá eftir, þegar þeir fóru. Ég hirti
nokkuð af þessum strengjum og lagði
mér sjálfur sírna fjögurra kílómetra leið
austur að Vatnsleysu, en þá var kominn
sírni þangað.
— Er það satt, að þú hafir stundum
gengið einn yfir Bólsheiðina?
— Víst kom það fyrir, en fólkinu
heima var svo illa við að ég væri að því,
að ég veigraði mér fremui' við því vegna
þess. Maður hafði stuðning af götuslóð-
um meiri part leiðarinnar, en þó var á
miðri heiðinni fjárans breitt mýrai'sund.
Þó skeikaði mér ekki meira en svo, að
munaði nokkrum metrum, að ég hitti á
staðinn þar sem gatan byrjaði aftur og
fann hann auðveldlega.
— Manstu nú greinilega eftir lands-
laginu þarna, Bólsheiðinni og fjöllunum
í kring.
— Ja, hvort ég man, — ég sé það fyrir
mér alveg eins og það var, það er ég viss
um.
Mér finnst ég sjá fyrir mér allan fjalla-
hringinn og ég man vel eftir litunum. Það
eina, sem virðist hafa firnzt, eru andlit
og þá ekki síður andlit sem ég sá oft.
Annars var ég mjög mannglöggur og
þekkti jafnan menn, sem ég hafði sé einu
sinni. Nú nota ég málróm manna sem
kennimerki og þekki yfirleitt alla á hon-
um, sem ég hef haft einhver samskipti
við og nokkuð marga þekki ég einungis
af handtaki.
Ég hef heyrt menn tala um það, að
betra muni vera að fæðast blindur, en
verða það síðar á ævinni. Ég er þessu
algerlega ósammála. Ég er mjög þakk-
látur fyrir það að hafa haft sjón til tví-
tugs. Fyrir bragðið á ég mjög auðvelt
með að gera mér grein fyrir hlutunum.
Til dærnis á ég auðvelt með að sjá fyrir
mér hluti, sem ég þarf að láta fram-
kvæma og iæt framkvæma þá eftir mín-
um hugmyndum.
— Það var sem sagt til tvítugs, sem
sjónin entist.
— Já, það má segja það og ágæta sjón
hafði ég til seytján ára aldurs. Annars
byrjaði þetta með brjósthimnubólgu,
þegar ég var 12 ára. Varð þungt haldinn
og fluttur á kviktrjám niður að Minni-
Borg í Grímsnesi og þaðan á bíl til Lúð-
viks læknis á Eyrarbakka. Svo var mað-
ur milli heims og helju þar til ég komst
á Vífilsstaðahælið, — þetta var víst eitt-
hvað berklakyns og talið að berklasýkill
hafi komizt í augað. Svo var ég heima
uppúr því og sæmilega hraustur. En
einn góðan veðurdag var ég í þurrheyi
úti á túni og þá fannst mér eitthvað fara
upp í augað. Ég fór með þetta til lækn-
is, en hann fann ekkert í auganu. Hann
gerði sér grein fyrir hættunni og sagði,
að ég yrði að fara samdægurs suður. Upp
frá því kom ég aðeins heim sem gestur í
heil 15 ár og á því tímabili gekk ég und-
ir sex uppskurði.
— Þá var þetta aðeins í öðru auganu.
— Já, lengi vel, og læknar voru vissir
um, að ég mundi halda hinu óskemmdu.
En sú von brást og nokkru seinna fór ég
að fá kvalaköst í það auga líka. Þau
kornu vikulega og stóðu í sólarhring all-
an þann tíma, sem sjónin var að hverfa.
Ég man það, að ég var varla ferðafær á
Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930, en
lengi sá ég skímu með öðru auganu áð-
ur en sjónin hvarf gersamlega.
— Viltu taka í nikkuna fyrir mig?
— A eftir, — ég þarf að fara út og at-
huga, hvað þeim gengur með steypuna,
annars skil ég nú ekki hvað þetta til-
stand í þér á að þýða.
Við göngum út. Fyrir framan stéttina
hefur einhver lagt bíl og rétt áður en
Eiríkur kemur að honum, nemur hann
staðar og spyr, hvort hér hafi verið lagt
bíl.
— Hvernig finnurðu það?
— Ég veit það ekki, en þegar ég kem
í námunda við óvænta hluti, þá finn ég
það á einhvern hátt rétt áður en ég rekst
á þá. Til dæmis finn ég það nokkuð, þeg-
ar ég kem hér út á stéttina, hvort bíl
hefur verið langt fyrir framan hana, —
já, það má ef til vill kalla það sjötta
skilningarvitið. Blindraletur? Nei, ég
held ég hefði nú ekki þolinmæði til að
liggja yfir því. En nú held ég að Amerík-
aninn sé með nýja lestraraðferð fyrir
blint fólk og hún byggist á hljóðbylgj-
um. En hinsvegar skrifa ég á ritvél. —
Það er að vísu erfitt að fylgjast með, því
maður hefur nú ekki alltaf tíma til að
ldusta á útvarpið, hvað þá að láta lesa
fyrir sig blöð og bækur. Þetta er erilsamt
starf, tómur erill.
16 SAMVINNAN