Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1960, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.03.1960, Blaðsíða 8
Guðmundur Sveinsson INNGANGUR. Ný sjónarmið hafa komið fram í rannsókn sögu og mannlífs síðustu áratugi. Eitt felst í eggjuninni: Leitið upp- hafs — og þér finnið frum- drög þróunar langs tíma. Þér sjáið í skuggsjá, hvað verða mun; skiljið hvers vegna ár spinna vef sinn veg og ekki annan. „Mannfræðistefna“ svokölluð (The Anthropolo- gical Approach) rakti allt til fyrstu myndar. Þá var líka talið mikils um vert að skilja, að hver þjóð ætti meginhug- tök sérstök er mörkuðu lífs- skilning allan. Fyrr en þau hinztu rök hugsunar væru fundin, hlyti flest að vera myrkri hulið í hugmynda- heimi þjóðar. Dæmi: Nor- rænir þjóðflokkar eignuðust sérstæða drengskaparhug- mynd og gerðu að möndli lífsskilnings og vilja. Hebre- ar skópu heilagleikahugtak margbrotið og miðuðu við það líf og gerðir. Þetta viðhorf til sagnfræði hefur á liðnum árum dýpkað skilning og hvatt til endur- mats á fornum niðurstöðum. Annað meginsjónarmið sagn- fræði síðustu ára er „þjóðfé- lagsfræðistefnan“ (The Socio- logical Approach). Hún dreg- ur einkum fram hlut þjóðfé- lags og þjóðlífs í mótun hug- mynda, fyiirbæra og stefna. Hópurinn, samfélagið, mark- ar stefnu fremur en einstakl- ingar. Ósjálfrátt beinir heild- in vilja og vitundarlífi á- kveðna braut. Hver einstakl- ingur mótar að vísu þá stefnu, en aðeins að litlu leyti. Ein- staklingur þiggur alltaf meira en hann gefur. Þá þarf sér- staklega í sagnfræðirannsókn að kanna þjóðfélagsaðstæður. Gera grein fyrir straumum, er sveigja líf allra. Mosaikmynd af Sjö arma Ijósastikunni, hinu fornhelga gersemi Gyðinga. Þættir úr samvinnusögu Það er engum efa undirorpið, að hin nýju sjónarmið sagn- fræðirannsókna varpa öðru og skærara ljósi yfir sögu sam- vinnuhreyfingarinnar. Þau gera á annan hátt og áhrifa- meiri grein fyrir sigrum hennar og möguleikum. „Mannfræðistefnan" gerir á hinn bóginn grein fyrir dular- afli samúðar og samvitundar, sem skapar þrá mannsins til fullkomnara samfélags. Þess vegna taka mennirnir á sig fleiri og fleiri skyldur að tryggja sjálfum sér og öðrum betra líf og auðugra. Það verður hlutverk sagn- fræðinga samvinnuhreyfing- arinnar á næstu árum að leysa verkefni, sem aukin þekking á sálarlífi og samfélagi leggur upp í hendur þeirra. Auðvitað er deilt um gildi samvinnustefnunnar eins og alls annars, sem á líf og kraft. Aðeins dauðar stefnur og hugsjónir komast hjá ádeilum og árásum. Verum þakklátir, samvinnumenn, að njóta þeirra forréttinda að fá að verja stefnu, sem stuðlað hef- ur að bættum kjörum og lífi milljóna, skapar sátt og ein- ing í heimi, sem riðar á barmi styrjaldar. Að enn má finna merki ófull- komleika í verkum samvinnu- manna, er ekki undrunarefni. Samvinnuhugsjónin er það háleit, að hennar takmarki verður ekki náð á árum, held- ur öldum. Hinu skal heldur ekki gleymt, að mennirnir breyta ekki samvinnustefn- unni, heldur hún þeim, göfg- ar þá og þroskar. Undirritaður mun skrifa greinaflokk um samvinnumál til að vekja athygli á fornum og nýjum sigrum hreyfingar- innar. ÍSRAEL 1. grein. Þjóð og saga. Einkenni er það á tungu He- brea hinna fornu, að heildar- hugtaka gætir þar næsta mik- ið. Svo er um orð er merkja þjóðir, ættir og kynkvíslir. Orðstofnar fela í sér heildina. Eigi að tákna einstakling úr hópnum er það gert með sér- stökum endingum. Fræði- menn telja þetta benda til, að hugsun Hebreanna hafi ein- kennzt af virðing fyrir samfé- laginu, heild verið hugstæð. Ofar stóð liópur einstakling og tekið tillit til heilla hans og hagsældar. Virðing heildar mótaði þjóðfélag. Sumir telja að þannig skýrist 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.