Samvinnan - 01.03.1960, Blaðsíða 29
Tómas Guðmundsson
Framhald af bls. 23.
Skáldskapur hans verður upp-
gjör, sem er harla persónu-
legt, þó að tilefnið sé hildar-
leikur styrjaldarinnar, sem
skyggir á Fögru veröld og
Stjörnur vorsins. Sum ljóðin
þessa efnis í Fljótinu helga
eru naumast jafn fínofið
víravirki formsins og áður
var, þegar Tómas gerðist
nosturssamastur í skáldskap
sínum, alvara hans er ekki
alltaf eins vandvirk í orðavali
og hnitmiðun og gleðin, en
kvæðin meiri. Þau rísa hátt í
hugsun og tilfinningu skálds-
ins, sem vill ekki láta ólán
heimsins vera sér að kenna.
Glöggt dæmi þessarar við-
leitni er Kvöldljóð um
draum, þar sem Tómas yrkir
um ævi sína og hlutskipti sitt,
gengur alvörunni á hönd,
leitar heim og reynir að svara
spurningunum, er honum
liggja þyngst á hjarta sem
rnanni og skáldi. Hann þarf
frjálsari hendur en áður í
túlkun sinni, svo að hugsunin
komist á framfæri. Riddarinn
blindi og Vegurinn, vatnið og
nóttin minna að formi til á
lausrímuðustu ljóðin í Fögru
veröld, en standa lesandanum
í stóru tákni og verða fagur
skáldskapur. Dansinn í Hruna
er eitt af tækifæriskvæðunum,
sem munu helzt til mörg í
Fljótinu helga, en þar yrkir
Tómas um sjálfan sig og sam-
tíð sína á örlagastund heims-
ins og mannkynsins, enda er
boðskapur ljóðsins tímabær
og ógleymanlegur. Meira að
segja fagnaðarkvæðin yfir
heimkomunni, endurfundin-
um við átthagana og upprun-
ann, eru slungin persónulegri
alvöru. Heimsborgarinn nýt-
ur sín vel í móðurfaðmi nátt-
úrunnar, því að moldin grær
heit og djúp um rætur skálds-
ins. Ljóðræn fegurð er óvíða
augljósari í kvæðum Tóm-
asar Guðmundssonar en hér.
Þrjú ljóð um lítinn fugl,
Morgunljóð úr brekku,
Fljúgandi blóm, Við strönd-
ina og Augun þín eru glöð
og blæfríð að yfirbragði, en
undirtónn þeirra sú alvara,
sem skáldið mundi ekki eða
vissi, meðan það naut víns og
sólar. Og erindi heimfarar-
innar túlkar Tómas eftir-
minnilegast í Fljótinu helga,
sem er náskylt Kvöldljóði um
draum. Iðulega hefur hann
ort betur í orðanna hljóðan,
en hér er í baksýn ævi hans og
aldarfar. Hann kveður um
kjör sín og ósköp, og þó líð-
ur honum vel af því að hann
er kominn heim sáttur við
guð og menn og hefur von um
heiminn og mannkynið, þrátt
fyrir allt.
Fljúgandi blóm er í allri sinni
ljóðrænu fegurð niðurstaða
Tómasar Guðmundssonar,
þar sem saman fer barnsleg
einlægni og þroskaður per-
sónuleiki:
Vel sé yður, ó, vængjaða
blómskrúð drottins,
vinir himins og jarðar, sem
einhverju sinni,
löngu áður en ártöl og
sögur hófust,
uxuð til skínandi flugs upp
af jörðinni minni.
Því fögnuður yðar fann sér
ei lengur rætur
í faðmi hennar, og þó hafði
jörðin borið
að sínu leyti umhyggju
fyrir yður
engu minni en jafnvel sólin
og vorið.
En þökk sé yður, að hversu
hátt sem þér leitið
mót himni og sól, þá komið
þér ávallt til baka
að syngja fyrir þau blómin,
sem urðu eftir
og enn hafa hvorki lært
að fljúga né kvaka.
Og seg þú mér, ljóð mitt,
hvort er ekki einmitt þetta
hin eina gleði, sem sálir
og kvæði varðar,
að mega í auðmýkt fara að
dæmi fuglsins,
sem flýgur í erindum guðs
milli himins og jarðar?
5
Tómas Guðmundsson er
mestur veizluherra íslenzkra
skálda og hefur iðulega gert
sér glaðan dag með fleirum
en höfðingjum, þó að þeim
sé ljúft og gjarnt að fá hann
til mannfagnaðar. Borgar-
skáldið kann vel að meta
lystisemdir heimsins og hefur
oft gert skáldskap sinn um þær
að veruleika. Eigi að síður er
hann jafnan sveitadrengurinn
úr Grímsnesinu, feiminn og
jafnvel hlédrægur í fjölmenni,
þangað til hann stígur í ræðu-
stólinn eða blandar geði við
sessunautana yfir freyðandi
skálum. Þá minna orðræður
og tilsvör Tómasar Guð-
mundssonar á Oscar Wilde.
Hann klæðir mál sitt fögrum
búningi, en skýtur öðru
hvoru beittum örvum af
bogastreng andríkrar fyndni
og hvassrar ádeilu. Sumir
ætla, að honum sé ekki alvara
allt það, sem hann segir við
slík tækifæri. Satt er það, að
skoðanir Tómasar munu of
margar og fjölbreyttar til
samræmdrar heildar, en ein-
stök er íþrótt hans á málþing-
um. Hann er víðlesinn fag-
urkeri og skemmtilegur lífs-
nautnarmaður, ef heilsan
leyfir honum umsvifin á
góðra vina fundum. Andstæð-
ingum gerist hann þungur í
skauti, miskunnarlaus í kímni
sinni og ályktun, en boga-
skyttan mikla velur sér ekki
alltaf þau skotmörk, sem hæfa
íþróttinni. Ýmsir finna Tóm-
asi til foráttu, að hann ætli
sér mikinn mála fyrir litla
hermennsku. Þeim mönnum
er hollt að minnast þess, hvað
þessi viðkvæmi fagurkeri er
skapmikill og óstýrilátur, ef
hann hneykslast eða telur
níðst á því, sem honum er
heilagt. Bak við leikaraskap
gleðinnar er persónuleiki al-
vörunnar. Tómasi Guð-
mundssyni lætur vel að látast,
en hann gleymir aldrei per-
sónu sinni eða virðingu. í
einrúmi líður honum verr en
nokkurn aðdáanda hans
myndi gruna á gleðifundi.
Tómas er hörundssár og hef-
ur ofnæmi fyrir ódyggð þess
hégómaskapar, sem hann tek-
ur þátt í sér til afþreyingar.
Þess vegna neytir hann sterkra
lyfja. Og hann er síður en svo
vinur allra viðhlæjenda. Þakk-
látssemi hans er sjóður í
leynihólfi sálarlífsins, en á-
vaxtast ekki á banka mann-
félagsins, þó að enginn muni
trölltryggari þeim, sem hann
metur mikils. En þá afstöðu
túlkar hann sjaldan mörgum
og fögrum orðum. Hún spegl-
ast heldur ekki í yndislegri
framkomu þessa kurteisa
heimsmanns, sem kann flest-
um betur að vera í fjölmenni.
Hún er einkamál og leyndar-
dómur Tómasar Guðmunds-
sonar, þegar hann er einn
með sjálfum sér og skoðun-
um sínum á mönnum og mál-
efnum.
Vinsældir Tómasar Guð-
mundssonar eru ekki að öllu
leyti verðskuldaðar. Ódýrustu
kvæði sín hefur hann fengið
goldin hæstu verði. Leikara-
skap framgöngunnar á hann
að þakka fylgi og velþóknun
drykkjubræðra og mötunauta.
En hann er skáld hugkvæmr-
ar vandvirkni og vandvirkrar
hugkvæmni og maður því-
líkra örlaga, að hann fór að
heiman og hvarf aftur heim
til að túlka líf sitt og um-
hverfi, gleðina og tregann,
fögnuðinn, vonina og sársauk-
ann. Hljóðfæri hans er gott
og hörpuslátturinn slíkur, að
bráð hefur af mörgum og
þeim batnað eins og Sál kon-
ungi forðum á tónleikum
Davíðs. En sennilega líður
Tómasi Guðmundssyni verst,
þegar sigurlaun fagnaðarlát-
anna standa honum til boða.
Þá lætur hann fallast í faðm
Grímsnessins og gerir Grafn-
inginn að fyrirheiti sínu. Þar
greinir hann og skilur ævi
sína í stóru tákni sem sér-
stætt og listrænt skáld og ein-
kennilega gerður maður.
Lúpus.
SAMVINNAN 29