Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1960, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.03.1960, Blaðsíða 22
Tómas Guðmundsson er Reykjavíkurskáldið í bók- menntasögu samtíðarinnar og þó aðkomumaður í borg- inni, en kannski einmitt þess vegna. Hann þekkir höfuð- staðinn glöggu gestsauga, undraðist Reykjavík ungur sveitadrengur, nam líf hennar og örlög og hefur goldið fóst- urlaunin stórmannlega, enda margt fengið í aðra hönd. Þess vegna greinir hann og skilur sérkenni borgarinnar miklu betur en börn hennar. Hún er veruleikinn, sem Tómas Guðmundsson breytir í skáldskap, og skáldskapur hennar verður veruleiki í Ijóðum hans. Reykvíkingar eru líka stoltir af skáldi sínu, og fóstrunni gleymir Tómas aldrei, þó að hann sé bundinn djúpum rótum átthögum sín- um austan fjalls og vegsami þá fagurlega. En Reykjavík á hann skáldfrægð sína að þakka. Hún kom honum til þroska. Margt er frásagnarvert af skáldskap Tómasar Guð- mundssonar, en meginein- kenni hans listræn vandvirkni. Ljóðin eru raunar misfögur, en stinga mjög í stúf við kvæði stórskáldanna fyrir og eftir aldamótin um vinnubrögð þeirrar kunnáttu, sem sprett- ur af ásettu ráði. Áður var eins og íslenzk skáld hugsuðu löngum upphátt í heyranda hljóði. Kvæðabækur Tómasar eru hins vegar líkastar því, að skáldið hafi verið að gera úr- völ. Sum ljóðin þola að vísu ekki samanburð við hin, sem snjöllust eru og fegurst, en myndu flest þykja stórtíðind- um sæta, ef miðlungsmaður væri höfundur þeirra. Tómas telst ekki afkastamikið skáld, en hann hefur góða afsökun. Vinnubrögð hans eru allt önn- ur en þau, að hraðsaumaskap verði við komið. Tómas man sextán skáld í fjórða bekk menntaskólans, þegar hann sat þar, en ekki var hann þá í hópi stóru spámannanna. Við sundin blá vakti naumast athygli, þó að nú sé ýmsum ljóst, að beztu kvæði hennar voru undanfari annars og meira. Eitt hjarta ég þekki og Dagarnir geyma dulinn tón þess hörpusláttar, sem var í vændum. Fleiri kvæði bókarinnar vitna um hugkvæmni og persónulega skynjun, en ljóðstíll Tómasar er þar ekki kominn til sög- unnar, orðavalinu stundum ábótavant, gleðibragur skálds- ins helzt til ungæðislegur og lífsnautn þess eins og ólegið vín. Fagra veröld kom átta árum síðar, og þá er Tómas orðinn fullþroska skáld, enda var bókinni tekið af óvenju- legum fögnuði. Reykjavíkur- kvæði hennar gerðu Tómas Guðmundsson á svipstundu að eftirlæti höfuðborgarinnar. Hann var meira að segja sæmdur ríflegum ferðastyrk af bæjarstjórn Reykjavíkur, sem þó var harla sparsöm í þá tíð, enda lá dimmur skuggi kreppunnar yfir bæ og landi. En skáldið var létt í skapi, hóf reykvíska rúmhelgi í æðra veldi skemmtilegra og list- rænna kvæða, kunni vel að meta ástir, vín og sól og þótti syndin voðalega góð eins og séra Árna Þórarinssyni. Reyk- víkingar sáu borg sína, líf sitt og hlutskipti í nýju ljósi, sannfærðust um þá fegurð, sem Tómas vildi túlka, og töldu skáldskap hans eins konar opinberun. Höfuðstað- urinn blasir við í gleði og sorg, ást og kvíða, leik og starfi, Jerúsalem botnfrosinn- ar tilhlökkunar var orðin jarðnesk og komin alla leið til íslands fyrir atbeina sveita- drengsins úr Grímsnesinu, sem gerzt hafði skáld og elsk- hugi Reykjavíkur. Þó er þetta aðeins hálfsögð saga. Listræn- ustu kvæði bókarinnar fjöll- uðu um ljóðræna alvöru og heimspekilega lífsgleði. Sorg- in, Japanskt ljóð, Boðun Maríu og Haustnótt eru mun fegurri skáldskapur en nokk- urn tíma þær Reykjavíkur- myndir, sem Tómas dró upp af vandvirknislegum hagleik til að gera að gamni sínu eða koma lesendunum á óvart. Þar kennist nýr ljóðstíll, ferskur eins og vormorgun- inn og glaður eins og fjalla- lækurinn, yndisleg túlkun sál- arlífsins, Ijós og skuggar í 22 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.