Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1960, Qupperneq 6

Samvinnan - 01.04.1960, Qupperneq 6
Á framtíðarvegi Það gerðist á fundi jafnaðarmanna í Danmörku fyrr á árum, að ungir menn og óþekktir risu upp og létu í ljósi skoðanir sínar hiklaust og án tillits til sjónarmiða hinna eldri. Olli þetta eigi litlu umróti og risu reyndir menn og kunnir til andmæla og þótti nauðsyn á vera að lægja rosta ungmennanna. Gekk svo um hríð. Að lokum stóð upp þáver- andi forsætisráðherra Dana, Thorvald Stauning. Hann sagði, að augljóst væri, að ekki hefðu mörg gullkorn hrotið af vörum hinna ungu og fákunnátta þeirra væri augljós. ,,En“, bætti hann við, ,,hin- ir ungu menn hafa þó eitt fram yfir okk- ur hina eldri og því megum við aldrei gleyma. — Þeir lifa okkur alla.“ Félagsmálahreyfingar eiga ævinlega við þann vanda að etja að endurnýja og end- urskapa sjálfa sig. — Slíkt má hvorki gerast of hægt eða of skyndilega. Reynsla hins aldna og áræði hins unga verða að fá að njóta sín að jöfnu. Þetta er engan veginn alltaf eins auðvelt og ætla mætti. Hér þurfa því báðir aðiljar að vera jafnt á verði, hinir eldri og æskumennirnir. Samvinnuhreyfingin hefur um áratugi átt sterk ítök með íslenzku þjóðinni. Fá- ar þjóðmálahreyfingar hafa markað dýpri spor í hugsun hennar og athafna- líf. Menn, sem nú eru á miðjum aldri eða eldri minnast þeirrar æsku. er hug- urinn brann af einlægri þrá að berjast undir merkjum samvinnuhugsjónarinn- . Þeir voru því vel undir þann vanda búnir að taka við arfinum og ávaxta hann og auka. Hins spyrja menn: Hvað um æskuna og ungu mennina í dag? Er áhuginn og eld- móðurinn hinn sami og áður eða hefur nýr tími þar einhverju breytt? Eða eru hinum yngri ekki gefin tækifæri að sanna trúnað sinn og framsækni? Þetta eru allt spurningar, sem forystu- og fylg- ismenn áhrifaríkrar þjóðmálahreyfingar hljóta að velta fyrir sér. Framtíð hreyf- ingarinnar er í veði, ef keðja kynslóð- anna slitnar. Verðandi foringja þarf að ala upp. Það tekur þrjár kynslóðir að skapa „gentle- man“ segja Bretarnir. Hinir yngri verða að læra að byggja á starfi hinna eldri, annars hættir þróunin og byltingin tek- ur við. Hinir eldri verða að meta við- leitni hinna yngri til sjálfstæðrar hugs- unar og ályktana, því annars leggst dauð hönd íhalds og vana yfir starf og mark- mið. Samvinnuhreyfingin stendur nú á vega- mótum. Að baki er tími mikils vaxtar og mikillar grósku, framundan er nokk- ur bratti og erfið för að minnsta kosti um sinn. Því hlýtur nú venju fremur að vera hugað að áhrifamætti hugsjóna og trú á markmið og leiðir. Svo hefur áður reynzt, að þá sannaði samvinnuhreyf- ingin mátt sinn mestan, þegar í móti blés, og þá óx kapp ungra og aldinna, þegar við vanda var að etja. Engin á- stæða er til að ætla annað en söm verði raunin nú. Hreyfingin hefur á að skipa fjölda reyndra og kunnra foringja. Þeir skilja tákn tímanna og vita, hvernig við á að bregðast. — Slíkt er ómetanlegt. — En minna veltur ekki á hinu, að þjálf- aðir og tamdir hafi verið ungir hugir að leggja fram sinn skerf. Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd þá ertu á framtíðarvegi. Guðmundur Sveinsson. 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.