Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1960, Side 14

Samvinnan - 01.04.1960, Side 14
NX''VrtÍ Hann er maðui ekki hár vexti, en þó vel í meðallagi, skarpur yfirlit- um, snöggur í öllum hreyfingum, hvatur til orðs og æðis, skemmtilegur félagi, og á allan hátt þannig manngerð, að þú unir þér vel hjá hon- um — og því betur sem viðstaðan er lengri. Hann er þegar orðinn þjóð- sagnapersóna og mun ekki svo glatt falla þaðan brott, því um veldur hvernig hann er af guði gerður: drengilegur, einlægur, fjörugur. Mað- urinn er Baldvin Þ. Kristjánsson, núverandi framkvæmdastjóri Kirkju- sands h. og áður erindreki SIS, með meiru. Þegar undirritaður var í Samvinnuskólanum þótti honurn vart eins mikið til nokkurs koma eins og Baldvins. Mannsins, sem fór ttm landið og boðaði erindi samvinnu- manna og ailir vissu að varð mikið ágengt í starfi. Mannsins, sem hafði komið margsinnis í öll kaupfélögin, þekkti flesta eða alla málsmetandi samvinnumenn og kunni öðrum betur skil á samvinnumálutn íslend- inga. Aldrei datt mér í bttg á þeim árum, að ég myndi síðar feta að nokkru í fótspor Baldvins, og sízt af öllu að ég myndi sitja síðar með honum yfir góðum veigum og heyra hann rifja upp liðnar stundir. En eng- inn veit sína æfina .... og svo fór, að við hittumst stundarkorn á Nausti og spjölluðum saman. Hér á eftir kemur rabbið. Ég þykist vita, að hinn stóri lesendahópur Samvinnunnar, sem er góðkunnur Baldvini, fagni því að mega eiga með honum stund hér í blaðinu. eftir allar þær ánægjustundir, sem hann hefur átt með samvinnufólki um land allt. „Hin góðu kynni gleymast ei“, og kynni Baldvins og samvinnufólksins munu seint gleymast. Snúum okkur því að efninu og rifjum upp liðnar stundir. Þú hefur viða komið og farið og við marga spjallað — og atvikin verið mörg og mismunandi? Já, miðað við ytri aðstæður voru þau sannarlega bæði mörg og sund- urleit. Ég minntist einhverntíma á það t. d. að ég hefði talað heitur á skyrtunni í steikjandi sólskini norðttr í Jökulfjörðum, en líka hroll- kaldur í þykkum vetrarfrakka með hálstrefil margvafinn upp að eyr- tun í hörkufrosti vestur í Dölum, þar sem Jóni frá Ljárskógum var þó lamast að syngja um „sólhvíta dýrðardaga". Blæbrigði bg innri hrær- ingar vorn líka margvíslegar. Já allt var með tilbrigðum. Og svo hugur- inn dvelji nú lengur fyrir vestan, má geta þess, að það var mikill mun- ur að mæta sem ræðumaður á fjölmennri héraðshátíð samvinnumanna að Núpi í Dýrafirði, þar sem m. a. Guðmundur Ingi flutti frumort kvæði og Halldór bróðir hans á Kirkjubóli annað. sem sungið var þá á samkomunni undir laginu „Hve glöð er vor æska” — eða að húka í gigtarkasti og tala sitjandi yfir slátrurunum á Hvalskeri, þeim indælis tnönnum, þar sem þeir, þreyttir að loknu dagsverki urðti að liggja í flettint sínum. Þú ert Hnífsdælingur? ,,I snertingu við sál fólksins“ „Þar hef ég lifað mínar stoltustu stundir og komizt í nánasta snertingu við sál fólksins". Baldvin Þ. Krisljánsson, fyrrum erindreki SÍS, á fimm- tugsafmrelii 9. april. í tilefni þess reeðir Örlygur Hálf- danarson viö hann i léttum tón um pá gömlu og góöu daga, „þegar maöur var kominn á það stig, að maður lokaði augunum og lifði sig inn i þetta“. Já, að öllu uppeldi, en fæddur að Stað í Aðalvík og heitinn eftir hjón- unum, sem bjuggu í Þverdal, Baldvini Þorsteinssyni og Þórkötlu Elías- dóttur, afasystur minni. Fósturforeldrar mínir voru Ásgeir Guðbjarts- son og kona hans Guðbjörg, sem ég tel hafa gengið næst Þuríði for- tnanni. Hún hafði áltuga á öllu, sem snerti sjóinn, vissi allt utn sjóinn og var með allan hugann við sjóinn. Allir synir þeirra urðu merkir skipstjórar, þar á meðal Guðmundur Júní, en ég varð bara skítugur hástti lijá þeim, þrælduglegur auðvitað. Nú ber aflakóngurinn á Vest- fjörðum nafn afa síns og skip hans heitir Guðbjörg. Það hlaut að verða aflaskip. Misstir þú föður þinn þá ungur? Já, þegar ég var átta ára gamall. Hann féll fyrir borð á báti, sem hann reri á, og drukknaði. Þegar báturinn hafði lagzt á leguna og aðeins 3 menn reru frá honutn að landi, vissi ég örugglega strax, hvern vantaði. . . . Fékk mína fyrstu vitrun, því ég gat ekki séð mennina til að þekkja þá, bara fann þetta á mér. Þá syrti að ... en sleppum þvt'. Þá tók Ásgeir mig til fósturs, hann hafði orðið svo hrifinn af að sjá mig fljúgasl á! Hefur sennilega þótzt eygja þar skipstjóraefni, en sást yfir sjóveikina, sem ætlaði mig lifandi að drepa. Ég get þó stært mig af því að hafa stundað sjómennsku allt frá árabátum upp í togara, ekki vantar það. Maður varð þó að lifa og hafa ofan af fyrir sér. Svo fórstu í skóla? Já, fyrst að Núpi í Dýrafirði. Komst meira að segja seinni veturinn upp í þá tignarstöðu að vera það, sem kallað var „húsbóndi" meðal nemanna. Það var síðasti vetur skólastjórnar séra Sigtryggs heitins, stofnanda skólans, þess merkismanns. Hann hafði á mig mikil og var- anleg áhrif, sömuleiðis Kristinn bróðir hans og Björn, síðar skóla- stjóri. Að vera með þeim á fundum, þvílíkar stundir, þvílíkir menn! Ég var á Núpi, Baldvin. mörgum árum seinna. Þá var öldin önnur og aðrir menn, en ég fann að það Iyktaði af gamalli tfð, menningu og þroskavænlegú loftslagi. Skólinn mun lengi búa að sínum fyrstu feðrum. Hann Björn t. d. Hugsaðu þér morgunstundirnar, þegar hann eftir andaktina spilaði á fiðluna sína. Aldrei munum við nemendur hans gleyina því. Hann var líka mikill kennari í öllu, nema reikningi. Nei. aðbúnaður, blessaður, hann var annar þá en nú, satt er það. Við sváf- um um 20 í sama herberginu, allir í tvísettum rúmum og skaflinn lá stundum þvert yfir efri kojurnar. Það þætti heldur engin sæld í dag leikfimiaðstaðan, sem þá var. Eftir leikfimi fórum við niður í kjall- ara, þar í köldu herbergi stóð vatnstunna og úr henni jusum yið yfir okkur. Ef frost var að ráði, urðum við að brjóta frostskurnina ofan af tunnunni, til þess að ná vatninti. Já, lagsmaður, þetta var hart, en það 14 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.