Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1960, Qupperneq 15

Samvinnan - 01.04.1960, Qupperneq 15
bara stælti okkur. Mér fannst veran á Núpi hreinasta dýrð og ævintýr. Seint gleymast stjörnubjört kvöldin, við lognværan fjörðinn, þegar við sungum úti á marrandi hjarninu undir stjórn Björns: Heiðstirnd bláa hvelfing nætur ... Þá sáust hrifningartár á æskurjóðum vanga . .. I>að hefur verið erfitt að verjast örvunt Amors á slíkum stundum. Já, kannski. Náði þar líka í konuna mína, Gróu Ásmundsdóttur. Þess vegna fór ég ekki heim til tnín seinni jólin. Auðvitað til þess að geta verið hjá henni. Var svona voðalega skotinn. Á aðíangadagskvöld kom séra Sigtryggur úr messugjörð frá Ingjaldssandi. Veðrið var fagurt og gamli maðurinn óvenju léttur f skapi. Hann tók strax fram knéhörpu sína og lék bæði jólasálma og ættjarðarlög og þau meira að segja fjör- ug. Söng í skeggið svo það blakti, þetta líka mikla og virðulega alskegg. Síðan í Samvinnuskólann? Ég ætlaði í Kennaraskólann, en bæði var þessi fjarlægðarblámagloría í kringum Jónas frá Hriflu, sem dró mann til sín, og svo hafði konan þá skoðun — kannski byggða á réttum forsendum — að ég væri of óstýri- látur í skapi til þess að verða barnakennari. Sannleikurinn er sá, að á þessum árum var ég nokkuð bráður og laus höndin, barði menn um- svifalaust væri því að skipta. Þetta er nt't bara í trúnaði, okkar á milli, þú skilur. Auðvitað, læt það alls ekki í blaðið, en þú ert sýnilega af blóðheitu fólki kominn. Olafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri og ættfræðingur, segir mig kominn af sænskum beyki í föðurætt. Það getur vel verið. Nema ég fór f Sam- vinnuskólann til Jónasar. Það var veturinn sem Stóra bomban sprakk, Helgi á Kleppi vildi dæma Jónas af vitinu, allt stóð á haus, en Jónas „spyrnti gaflinum úr kistunni". Hann var og er öllum öðrum mönnum sérstæðari. Ógleymanlegur persónuleikii í einkalffi og á vfgvellinum. Þegar þetta var bjó hann í Sambandshúsinu, innaf skólastofunum. Einn morguninn kom hann fram kl. 8, þá var hnútur af strákum í hörkuslag innan um borð og stóla. Jónas brást reiður við og skipti það engum togum, hann tvfhenti bók einni mikilli í hausinn á stærsta stráknum, rauðhærðum beljaka. Sfðan rauk hann út, en kom eftir 5 minútur, hóf kennslu, var að virtist f sólskinsskapi með sitt blfðasta bros og lét sem ekkert hefði i skorizt. Ja, hann Jónas, skvldu margir hafa leikið þetta eftir? Okkur er betta minnisstætt. Var hann ekki fjandanum pólitískari við ykkur? Nefndi aldrei pólitík. Hafði fvrst og fremst persónuleg áhrif á okkttr. Hánn hafði farið vfða um land, þekkti alla og mundi eftir öllu. Hugs- aðu þér. hann spurði einn strákinn, kominn langt að: O — hö — er vegurinn kominn fvrir hornið á skúrnum heima hjá |jér? Með þessu og þvílíku kom straumurinn til Jónasar. Hann vissi nú hvað hann söng. Hverjir kenndu aðrir við skólann? Þar má nefna Þorkel Jóhannesson. sem var skólastjóri og ritstjóri Sam- vinnunnar bessa vetur meðan Jónas var ráðherra, Guðlaug Rósinkranz, Sveinbjörn Sigurjónsson. nú skólastjóra Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Sigfús Sigurhjartarson, Gnðbrand Magnússon, hann kenndi stundum í forföllum Jónasar. Við lásum aldrei ttndir tíma hjá Guðbrandi Hann var svo frjór og lifandi og fvledist vel með öllu. að ef hann var spttrð- ur einhvers, gat hann stvax og vildi gera þvf nokkur skil. Þess vegna var þess ætíð erætt að spvrja hann nokkurra spurninga utan við námsgrein- ina, bað dttgði vanalega til þess að halda honum frá efnintt. Guðbrand- ttr var skemmtilegur og gaman að hlusta á hann. Fleiri kennarar? Gísli Guðtnundsson, alþingismaður, Einar Jónsson og Eysteinn. Hann kenndi bókfærslu. Okkur þótti hann afburða skýr. Hann gerði það, sem okkur fannst í b)Tjun svartasta myrkviði, einfalt, ljóst og aðgengi- legt. Alveg eins og honum er tatnt í pólitískum ræðttm sfnum. Voru ekki böll í skólanum eins og í mína tíð? Jú, annan hvorn laugardag, málfundir hinn. Ég man nú betur eftir fundunum. Þá var fjör í tuskunum. Við vorum einna mestu kjafthák- arnir, strákur úr Eyjum og ég. Hann er fæddur sama dag og ég og sama ár. Verður því einnig fimmtugur núna. Við rifumst næstum alltaf. Hann var íhald, ég krati. Enda var sagt í skólanum, að við værutn skrítnir tvíburar; annar væri krati, hinn íhald, annar að vestan, hinn að sunnan, annar með stutt nef, hinn langt nef. Sem sagt, við vorum í flestu andstæður, en nú vil ég nota tækifærið og óska honum til ham- ingju með merkisafmælið. Þótt við kýttum, vorum við og erum beztn vinir. Þetta er Sigurður Scheving, faðir hennar F.ddu okkar, sem dansar ballettinn hvað mest og vann eitt sinn hjá SÍS. Hvert lá leiðin að nárni loknu? Beint á sjóinn. Fór til róðra frá ísafirði. Svo skrifaði Jónas mér og bauð mér að gerast gæzlumaður með vínveitingum á Hótel Borg. Það var þegar bægslagangttrinn var sem mestur út af þeim málum. Ég fór suður og kynnti mér þetta virðulega embætti. Þvf átti að fylgja „uni- form“, mjög skrautlegt. „Og mér var sem ég sæi hann Jón minn á dónts- degi”. . .. Ég kunni ekki við andrúmsloftið, en bréfið frá Jónasi geymi ég ennþá. Þar segir hann, að mér hafi einhvern veginn skotið upp f hug hans, þegar ráða þurfti mann í þetta starf, þótt ég hefði ekki og væri ekkii ,,út á yztu rönd" í afstöðunn gegn sér, eins og hann orðaði það. Ég var þá jafnaðarmaður. Þetta sýnir að hann fór ekki svo blint eftir pólitískum línum alltaf. Og svo vestur aftur? Aftur á sjóinn, já, já. Skrifstofustörf hóf ég fyrst 1932. Það var hjá Samvinnufélagi Isfirðinga, beint upp úr sjófanginu. Finnur heitinn Jóns- son var framkvæmdastjóri fél. Ég skrifaði mjög stirt og illa og óttaðist aðfinnslur. Finnur stóð fyrir aftan mig og fylgdist með f fyrstu, ég sveittur af angisl, hélt hann vrði illur og myndi skamma mig. Nei, hann benti tnér bara á helztu gallana með mestu Ijúfmennsku og kenndi ntér að skrifa betur. Á sttmrum var ég á sfldarplani félagsins á ■Siglufirði með Þuríði dóttur Finns, sem nú er prófessorsfrú Snorra Hall- grímssonar. Það var góð stúlka. Hvað svo? Upp úr þessu varð ég. fvrir tilverknað Finns, aðalbókari og gjaldkeri Sfldarútvegsnefndar um 10 ára skeið. Það var á þeim árum, sem ég var skipaður í eintt opinberu stöðuna, sem ég hef gegnt um ævina. Vil- hjálmur Þór var ráðherra í utanþingsstjórn og skipaði mig eftirlits- mann með mjólkursöht á Norðurlandi. Það hefttr verið einn af þessum þægilegu bitlingum, sem ekki þarf mik- ið að sinna? Nei. þakka þér fvrir. Það var talsvert starf. Einnig áttii ég að heita eftirlitsmaður í tvö sttmur með framkvæmdum við Skeiðfossvirkjunina fyrir Siglufjarðarbæ. Þá tók fyrir síklveiðar og sannleikurinn er sá, að síld hefur varla sézt bar síðan ég fór! Þá er komið að SÍS? Nei, nei, ekki strax. Hins vegar hafði ég haft talsverð kynni af sam- Ftamh. á bls. 24. Baldvin Þ. vann að því á sfnum er- indrekaárum að stofnað vrði fræðslu- fulltrúa starf í hverju kaupfélagi. Honum varð vel ágengt í þeirri við- leitni og var haldinn fýrsli landsfund- ur fræðslufulltrúanna að Bifröst 10. og II. sept. 1951. Myndin sýnir þing- fulltrúanna. ásantt Baldvini Þ. og Benedikt Gröndal, þá ritstjóra Sam- vinnunnaT. SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.