Samvinnan - 01.04.1960, Page 21
Helg lýsa kertin sjö ...
byggðir, þar sem íbúarnir áttu
hús öll og áhöld saman. Af-
rakstur var ekki greiddur með
peningum, heldur séð fyrir
öllum þörfum hvers íbúa.
Samfélagið sem heild annast
börnin og felur sérmenntuð-
um aðiljum að sjá um upp-
eldi þeirra, en mæðurnar
vinna úti að framleiðslunni.
Sérstök framkvæmdarnefnd
skipuleggur starfið. Þorpin
eru mismunandi að stærð, frá
50 íbúum til 1500. Þau eru
nú um 200 í landinu og íbúa-
tala þeirra allra um 75 þús-
und. Kibbutz-þorpin leigja
land sitt af þjóðsjóðnum til
langs tíma, en ríkið leggur til
fyrsta stofnféð.
Önnur gerð samvinnuþorpa
eru Moshav-byggðirnar, land-
nemahverfin, eins og orðið
merkir. Þau eru nú um 250
í landinu. Hver fjölskylda er
þar sjálfstæður aðilji og sam-
eign nær aðeins til stærri véla
og tækja. En samvinnustarf-
ið er engu að síður ríkur þátt-
ur í framleiðslu. Þetta form
hefur einkum orðið vinsælt
hjá nýbyggjum þeim, sem
komu eftir 1949, enda er þar
mun meira tillit tekið til
hvers einstaklings, þótt heill
samfélagsins sé ekki gleymt.
Þriðji flokkur samvinnu-
byggðanna kallast Moshav
Shitufi, hluthafabyggðir land-
nema. Má segja að þar sé
reynt að samræma hvort
tveggja, rekstur Kibbutz og
Moshav. Hver fjölskylda býr
að sínu. Framleiðslan er hins-
vegar sameign og skiptist arð-
ur eftir framlagðri vinnu.
Moshav Shitufi eru yngstu
samvinnubyggðirnar og enn
aðeins 20 slíkar.
í samvinnubyggðunum öllum
er mikil grózka. Fjölbreytnin
skapar skilyrði fyrir saman-
burð og samkeppni. Allt eru
þetta raunverulega tilraunir
að kanna hvað hentar ólíkum
sjónarmiðum manna og lífs-
aðstöðu. Miklir sigrar hafa
Framh. á bls. 19.
Nýjar, glæsilegar borgir eru grundvallaðar á gömlum rústum. Þeim eru gefin
heiti, sem í aldaraðir hafa aðeins verið til á síðum biblíunnar.
BÆNDUR
Viö höfum nú tekiö að okkur sölu hér á landi á
hinum vel þekktu tækjum Erlands-verksmiðjunnar
í Noregi. Einna þekktust af þessum tækjum eru:
GNÝBLÁSARI (Höykanon)
DRYKKJARKER
ÖÐADÆLUR
Einnig framleiöa þeir:
DRÁTTARKRÖKA
fyrir allar gerðir dráttarvéla.
ÞRIFA (ku-rein)
sem eru til stórþrifnaöar í fjósum.
AFTANÍVAGNA
með dreifiútbúnaði fyrir húsdýraáburö.
RAFMAGNSVIFTUR (ventilator)
fyrir gripahús.
LITLAR SKURÐGRÖFUR (Hymas)
fyrir hjóladráttarvélar.
MJALTAVÉLAR o. fl.
Veitum allar nánari upplýsingar.
SAMVINNAN 21