Samvinnan - 01.04.1960, Page 23
MAGNÚS BÆRINGUR
KRISTINSSON
Börnin okkar
II.
FARANDSALINN FER í STRlÐ.
Nokkru síðar réðst útlendur konungur inn í landið með
óvígan her.
Sá var nefndur Svarti kóngur.
Konungurinn í landinu, sem farandsalinn átti heima í,
var hræddur við Svarta kóng.
Hann kallaði því saman alla vitringa í ríki sínu og
spurði þá, hvað hann ætti að gera. „Hvar er hraustmenn-
ið, sem kom ríðandi á tígrisdýrinu?“ spurði einn vitr-
inganna. „Sá maður getur bjargað okkur, ef nokkur get-
ur það“.
„Rétt segir þú, vitringur“, mælti konungur, og sendi
eftir farandsalanum.
Þegar farandsalinn kom á konungsfund, benti konung-
ur honum á glæsilegan reiðhest, sem hann hafði látið
ná í.
„Þú ert hraustur maður og hugdjarfur", sagði konung-
ur. „Ég skipa þig í æðsta embætti í landvarnarliðinu.
Tak hest þennan og stjórna her mínum í stríðinu við
Svarta kóng. Hér eftir ert þú yfirhershöfðingi".
Aumingja farandsalinn varð dauðhræddur, að ríða þess-
um ólma fola og stjórna her, það var meira en hann
hafði látið sig dreyma um, en hann þorði ekki að segja
nei við konunginn. „Herra konungur“, mælti hann. „Ég
heyri og Idýði skipun yðar hátignar, en leyf mér fyrst
að fara einum í nótt til herbúða Svarta kóngs. Ég vil
kanna liðstyrk hans, áður en ég fylki liðinu til bardaga“.
„Ger sem þú vilt“, anzaði konungur.
Farandsalinn fór nú heim og sagði við konu sína. „Hvað
á ég nú að gera? Konungurinn gerði mig að hershöfð-
ingja og fékk mér reiðhest góðan.
Ég á nú alltaf fullt í fangi með að hanga á baki asnans
míns.
Þessi stólpagripur fleygir mér af baki undir eins“.
„Hafðu ekki áhyggjur af þessu, góði minn. Ég skal binda
þig fastan í hnakkinn", sagði konan.
Þegar dimmt var orðið, batt konan mann sinn fastan í
hnakkinn.
Hesturinn kunni illa við öll þessi bönd, sem farandsal-
inn var bundinn með, svo hann prjónaði og jós, hristi
sig og þaut svo af stað eins og elding.
„Hjálp, hjálp, kona!“ hrópaði aumingja farandsalinn.
„Hvað ætli ég geti hjálpað þér“, hrópaði konan.
„Ekki kemst ég nálægt hestinum, meðan hann lætur
svona. Það væri helzt að ég gæti slegið í hann, svo að
hann hringsnerist ekki alltaf á sama stað“.
Allt í einu tók hesturinn viðbragð og þaut af stað. Hann
þaut á harðastökki yfir engi og ár, sléttur og skóga.
„Stopp, stopp“, hrópaði farandsalinn. Nú þutu þeir í
gegnum skóg. Farandsalinn greip um lítið tré, ætlaði að
stöðva sig og hestinn, en jarðvegurinn var laus, og tréð
rifnaði upp með rótum.
Hesturinn þaut nú beint inn í herbúðir Svarta kóngs,
með farandsalann öskrandi og veifandi trénu í annarri
hendi.
Hermenn Svarta kóngs sáu manninn. Þeir héldu að
þarna kæmi sá fyrsti af óvígum her.
„Sjáið þið!“ hrópuðu hermennirnir. „Sjáið þið stóra
manninn á stóra liestinum.
Hann rífur upp trén með rótum og sveiflar þeim eins
og fisi í kringum sig.
Það er úti um okkur ef fleiri koma á eftir! Flýjum og
forðum lífinu, flýjum, flýjum!“ Svo flýðu þeir allir.
Hesturinn nam allt í einu staðar í mannlausum herbúð-
unum. Svo snöggt nam hann staðar, að böndin slitnuðu,
og farandsalinn datt af baki.
Hann reis á fætur og leit í kringum sig. Hermennirnir
höfðu flúið í svo miklu ofboði, að eftir lágu gull og
gersemar, skrautleg klæði og matarbirgðir.
Farandsalinn batt hestinn við tré, lagðist niður og sofn-
aði, því að hann var mjög þreyttur. — Þegar hann vakn-
aði fékk hann sér að borða, tíndi gullið í poka og batt
klyfjar á hestinn.
Síðan lagði hann af stað heimleiðis og teymdi hestinn,
því að hann var búinn að fá meira en nóg af reið-
mennskunni.
Hestinn og klyfjarnar skildi hann eftir hjá konungshöll-
inni en kvaðst myndu ganga fyrir konung morguninn
eftir.
Síðan labbaði hann heim til sín. Snemma næsta morg-
uns kom farandsalinn til hallarinnar.
Konungur og liirðmenn lians gengu út og heilsuðu yfir-
hershöfðingjanum.
„Víst er maðurinn hraustur”, sögðu hirðmennirnir, „en
liann lætur ekki mikið yfir sér. Einn síns liðs rekur
hann Svarta kóng á flótta og kemur svo fótgangandi til
baka“.
„Hvernig get ég launað þér?“ spurði konungur.
„Skipið einhvern annan í þetta háa embætti, yðar há-
tign“, sagði farandsalinn. „Leyf mér að halda heim í
litla húsið mitt, til minnar góðu konu og asnans 7níns“.
„Furðulegur maður ertu“, mælti konungur, „en ger
sem þú vilt“.
Farandsalinn fór svo heirn og er þess ekki getið, að hann
færi aftur í stríð, að minnsta kosti hefur hann þá ekki
farið ríðandi.
SAMVINNAN 23