Samvinnan - 01.04.1960, Page 24
„í snertingu við . . .
Framh. a£ bls. 15.
vinnumálum meðan ég var á Siglufirði. Ég var í stjórn kaupfélagsins
og mætti t. d. á einum aðalfunda SÍS. Einmitt Hólafundinum fræga,
þegar þeir slógust nærri mínir ágætu vinir og kennarar, Jónas og Sig-
fús. Hann var kennari við Samvinnuskólann, þegar ég var þar, kenndi
reikning afburða vel. Sagði ég þér það ekki áðan? Ég var ungur og ör
og hélt heljarmikla skammarræðu á móti kommúnistum á Hólafund-
inum.
Forkólfar Sambandsins hafa þá fengið á þér augastað?
Það getur verið, þó lield ég ekki. Ég varð svo síðar, eftir að ég flutti
suður, erindreki Landssambands íslenzkra útvegsmanna um skeið. Starf-
ið var auglýst, ég sótti um og fékk það. Ferðaðist síðan um landið og
stofnaði flest útvegsmannafélögin, sem nú eru í Landssambandinu og
lagði grundvöll að Innkaupadeild L.Í.Ú. með fjársöfnun meðal útvegs-
manna. Þá var svolítið líf í manni. Það má segja, að livar sem tvær eða
fleiri trillur hafi verið samankomnar, þar hafi ég stofnað útvegsmanna-
félag. Nei, en vel á minnst, í millitiðinni, það var 1937, fór ég á Jakobs-
bergs I’olkhögskola í Svíþjóð. Reif mig upp frá konu og barni. Skólinn
var eign nokkurra þarlendra foryztumanna í samvinnuhreyfingunni.
Má þar til nefna Axel Göres, Anders Örne og Albin Johannsson, þá for-
stjóra sænska sambandsins. Mér Jrótti mikið til hans koma, kynntist
honurn lítillega Jrá, en enn betur síðar, eftir að ég varð erindreki SÍS.
Hann er vafalaust einn mesti maður Svía marga síðustu áratugina.
Fórstu svo ekki eitthvað utan á skóla aftur?
Jú. Seinni hluta vetrar 1948 fór ég á ný til Svíþjóðar og tók þátt í fram-
haldsnámskeiði við sænska samvinnuskólann, Vár gárd, um fimm vikna
skeið. Þá hafði ég líka nokkurt samband við forystumenn sænsku sam-
vinnutrygginganna, Seved Appelqvist o. fl. og ferðaðist að lokum all-
mikið unt Finnland með skólabróður rnínum frá Jakobsberg, sem þá var
kaupfélagsstjóri í Kristinestad. Okkur var tekið sent þjóðhöfðingjunt í
öllum kaupfélögunum, sem við heimsóttum, höfð blaðaviðtöl við mig
o. s. frv. Já, Harald Elldin var enn við stjórn á Vár Gárd, [regar ég var
þar, og hefur alla tíð síðan sýnt mér vinsemd og tryggð. Hann er nú
nýhættur fyrir aldurs sakir. Gagnmerkur brautryðjandi í skólamálum
sænskra samvinnumanna.
Datt þér aldrei í hug að verða kaupfélagsstjóri?
Ég lield nú Jrað. Það var í rauninni minn draumur í mörg ár að verða
kaupfélagsstjóri. Svo sótti ég um slíkar stöður og fékk þær, en fann mig
einhvern veginn ekki heima í „bissnissnum". Er að upplagi 1 sannleika
fyrst og frernst félagsmálamaður. Það hafði líka komið lil tals að ég
yrði félagsmálafulltrúi KRON, áður en ég fór til L.Í.Ú.
Þú hefur verið búinn að nasa talsvert af samvinnumálum áður en þú
gerðist erindreki SÍS.
Já, Jrað má segja Jrað, sérstaklega á Siglufirði. Það var oft hart á kaup-
félagsfundunum þar. Kommarnir voru svo harðir í horn að taka. Einu
sinni man ég eftir Þóroddi Guðmundssyni á næturfundi með húfu —
hugsaðu þér, inni á heiturn fundinum — dregna niður á enni. Það var
þó honum ólíkt. Sumir tóku þetta til marks um að búið væri að þjarma
nokkuð að þeim „félögum".
Hvernig i ósköpunum atvikaðist að þú varðst erindreki SÍS? í almátt-
ugsbænum dragðu mig ekki lengur á því.
Stilltur, drengur, stilltur. Annars hringdi Vilhjálmur Þór til mín frá
Þingvöllum og bauð mér starfið. Hann var einmitt að taka við Sam-
bandinu, fullur af djörfum stórhug. Mér þótti mikið til þessa boðs
koma. Mig hafði alltaf langað með erindi út til fólksins, fjöldans. Hér
fékk ég kærkomið tækifæri, sem átti vel við skapferli mitt og skoðanir.
Ég sló þv/ til og hóf starf á vegum SÍS 1. október 1946. Fvrsta fundinn
hélt ég hjá Kaupfélagi Þingeyinga 12. sama mánaðar.
Var það ekki stór stund?
Jú, vissulega. Ég nötraði cins og hrísla fyrir fundinn og skammast mín
ekkert fyrir að segja frá því. Ég hef altaf dregið andann dýpra og hrað-
ar fvrir fundina áður en ég byrjaði að tala, enda myndi ég ekki vilja
halda ræðu, ef svo væri ekki. En umkringdur ræðustóll og þéttsetinn
fundarsalur eiga sitt aðdráttarafl og sína töfra. Þar hef ég lifað mínar
stoltustu stundir og komizt í nánasta snertingu við sáí fólksins. Og
Jón í Yztafelli og Baldvin Þ. við Sambandshúsið.
Þessir tveir hafa langlengst og oftast allra manna
verið erindrekar SÍS og þannig boðberar ís-
lenzkra samvinnumanna úti um breiðar byggðir
landsins. Sá yngri var ekki nema tveggja ára,
þegar sá eldri byrjaði erindisrekstur og sá eklri
var ekki nerna hálfsjötugur, þegar sá yngri
hætti.
mann getur munað í þetta, einkum á vorin, Örlygur, rétt eins og smal-
ann á hatistin: „Eins mig fýsir alltaf þó, aftur að fara í göngur ...“1
Hver er nú eftirminnilegasti fundurinn þinn?
Ja, það veit ég nú varla, satt að segja. Þeir eru svo margir minnisstæðir,
víðsvegar um landið. En vel man ég samkomu eftir aðalfund SÍS á Þing-
völlurn 1947. Auk starfsfólks Sambandsins úr Reykjavík, var þangað boð-
ið fulltrúum á [ringi Kvenréttindasambandsins, sem voru á skemmtiferð
samtímis. Það var mikil og góð stemning á þessari skemmtisamkomu
og vor í lofti, Jónsmessa. Þá flutti ég stutta ræðu og kannski svolítið
innblásna. Og mér eru í minni sum þakkarorðin, sem ég fékk fyrir hana.
Þau glöddu mitt hégómlega hjarta. Vilhjálmur Þór tók í höndina á
mér á eftir og sagði: „Þetta var góð ræða." Það Jrótti mér vænt um.
Kristinn Hallgrímsson Kristinssonar, heitur og ör tilfinningamaður,
orðaði það svo, að blóðið í sér hefði „ólgað og soðið" meðan ég talaði.
„Það var eins og ntúsik", bætti hann við. Ónefnd kvenrétlindamann-
eskja, íhaldskona, kom til ntín og sagði, að þetta hefði nú verið flott
ræða — „þér hefðuð bara þurft að flytja hana í kirkju", og mér fannst
kenna nokkurrar tvíræðni og jafnvel kalsa í röddinni. Hún var svo
pólitísk, auminginn. Þetta segi ég þér nú alveg prívat, kæri mig ekkert
um, að þú sláir því upp.
Nei, nei, annars minnist ég þess að hafa heyrt það eftir Páli heitnum
Hjartarsyni á Siglufirði, góðum samvinnumanni eyfirzkum, að hann
hefði aldrei séð mann, sem minnti sig eins mikið á Hallgrím Krist-
insson og þig, kominn f ræðustól.
Svona, svona, við skulum nú sleppa þessu. Hitt er rétt, að mér þótti
starfið skemmtilegt, ég naut þess, ég neita því ekki, og lifði mig inn í
það. Magnús frá Mel gaf mér t. d. það „kompliment", að ég hefði geng-
ið berserksgang úti í Eyjafirði við sölu á bréfum Framkvæmdasjóðs SÍS.
Þessi Framkvæmdasjóður varð síðar nokkur stofn að Skipadeild SÍS.
Voruð þið Jónas tryggingamaður ekki saman á ferðalagi?
Við fórum saman um landið eftir að Samvinnutryggingar voru stofn-
aðar. Ég talaði um tryggingar- og samvinnumál og Jónas mokaði inn
tryggingum eftir fundina. Við lágum einu sinni hríðarnótt úti á Möðru-
dalsöræfum, á Heljardal. Það var ömurlegt kvöld, ég minnist þess að
24 SAMVINNAN