Samvinnan - 01.04.1960, Page 27
íoreldra hennar, og á sunnu-
dagsmorgnum liöfðu börnin
fengið að koma inn í það og
leika sér í hinu stóra rúmi.
Foreldrar hennar, sem lengi
höfðu verið fjarri huga henn-
ar, voru hjá henni í kvöld.
Hún hafði komið í hús þeirra
í samráði við þau. Á furðu-
legan hátt, óskýranlegan bæði
þeim og henni, inundi þessi
nótt bera í skauti sínu hinzta
dóminn yfir höfuðóvini
þeirra, — smán og auðmýking
dótturinnar mundi verða hinn
endanlegi, tortímandi vitnis-
burður á móti honum. Dótt-
irin myndi, samkvæmt löngu
gefnu loforði, ekki líta fram-
an í hann þegar dómurinn
félli, en hinir önduðu for-
eldrar voru viðstaddir, og
mundu gera það.
Hinir snotru munir, sem
kvenhetjan í sögu mr. Clays
hafði skreytt herbergi sitt með
fyrir nóttina, voru allir svip-
aðir þeim, er hún mundi eftir
frá bemsku sinni, og faðir
hennar hafði brennt eða brot-
ið áður en mr. Clay flutti inn
í húsið. Þetta voru styttur,
kínverskir blævængir og fleira
af slíku tagi. Einstaka hluti
hafði hún komið með frá sínu
eigin húsi. Á þennan hátt
hafði Virginía hnýtt saman
hina raunalegu tilveru sína í
síðastliðin tíu ár og hina glað-
væru, saklausu fortíð að baki
þeirra, og monsieur og ma-
dame Dupont höfðu viður-
kennt sambræðsluna.
Þessu næst tók hún að
skreyta sína eigin persónu.
Hún vann að verkefninu með
ógnþrungnum hátíðleika, líkt
og Júdit í tjöldum Babýlón-
íumanna, er hún bjó andlit.
sitt og líkama undir fund
þeirra Hólófernesar. Og eins
og óhjákvæmilegt var, varð
hún nálega þegar í stað upp-
tekin af fyrirtæki sínu, líkt og
Júdit sennilega hefur orðið.
Virginía var ráðvönd í fjár-
málum; iiún hafði samvizku-
samlega eytt af hinum þrjú
hundruð gíneum mr. Clays
til kaupa á öllu því er til-
heyrði hlutverki hennar.
Knipplingar voru uppáhald
hennar, og á þessu andartaki
sveif hún í skýi af Valenci-
enneknipplingum, um háls-
inn bar hún keðju úr kóröll-
um, perlur í eyrum og á fót-
um ljósrauða skó úr slikju-
silki. Hún púðraði andlitið
og bar rauðan farða á kinn-
arnar, litaði varir og augna-
brúnir, lét hina þykku, silki-
mjúku lokka falla niður á
herðar sér og néri ilmolíu inn
í hina hvítu húð á hálsi, barmi
og handleggjum. Þegar því
var að fullu lokið, skoðaði
hún sig fyrir framan hvern
spegilinn af öðrum, alvarleg í
bragði-
Þessir speglar höfðu sýnt
henni hvernig hún leit út,
þegar hún var lítil stúlka, og
sagt henni að hún væri fögur
og yndisleg. Þegar hún leit í
þá nú, minntist hún þess, að
hún hafði, þá tólf ára að
aldri, beðið þá að gefa sér til
kynna, hvernig hún mundi
líta út sem fullvaxin stúlka.
Og litla stúlkan hefði aldrei
séð fegurri stúlku en þá, er
hér stóð, umlukt töfrandi,
rósrauðum bjarma. Ástin til
leiklistarinnar, sem Virginía
hafði erft frá föður sínum,
varð nú hjálparhella hennar
á stund neyðarinnar. Ef til
vill var hún í nótt ekki alveg
sú sem hún lést vera, rétt eins
og viðskiptasamningar föður
hennar höfðu ekki alltaf verið
eins tryggir og þeir komu fyrir
sjónir.
Eftir þessar athuganir dró
hún af sér silkiskóna og
smeygði fögrum, grönnum og
sterkum líkama sínum inn á
milli knipplingalagðra rekkju-
voðanna. Þar kom hún sér vel
fyrir, og dökkir lokkar henn-
ar hringuðu sig sem högg-
ormar á koddaverinu.
Hún hafði ekki um annað
hugsað en fjandmann sinn
og sína eigin mynd. Þegar
fótatakið frammi á ganginum
barst að eyrum hennar,
mundi hún fyrst eftir þriðju
persónunni í sögunni, hinum
óþekkta næturgesti. Fyrirlitn-
ingin á hinni leigðu leikbrúðu
mr. Clays smaug í gegnum
hana líkt og kaldur súgur.
Hún lokaði augunum um leið
og handfanginu var snúið, og
var þannig unz dyrnar höfðu
opnazt og lokazt. í annað sinn.
En þessi hlédrægni fól í sér
engu minni kraft og einbeitni
en fjandsamlegt, heiftrækið
augnaráð hefði getað látið í
Ijós.
Mr. Clay gekk við staf sinn inn
í herbergið.
Mr. Clay gekk við staf sinn
inn í herbergið, klæddur síð-
um slopp úr þungu, kín-
versku silki. Stór, óljós skuggi
leið yfir þröskuldinn í nokk-
urra skrefa lotningarfullri
fjarlægð að baki honum.
Vínið, sem mr. Clay hafði
drukkið um kvöldið að liðn-
um mörgum svefnlausum
nóttum, hafði svifið á hann.
Auk þess hafði hann, fyrir fá-
einum mínútum, í raun og
sannleika orðið dálítið skelk-
aður, og þó að hann hefði
hrætt fjölda manna um æv-
ina var ótti harla sjaldgæf
reynsla fyrir hann sjálfan, og
gat því komið nýrri ólgu í
blóð hans. Ennfremur var
öldungurinn ölvaður af enn
sterkari miði. Því að í nótt
hrærðist liann í heimi, sem
hann sjálfur hafði skapað með
orðum sínum og viljakrafti.
Sigurinn hafði fengið á hann,
því að hár hans virtist liafa
hvítnað á nokkrum klukku-
tímum. En um leið hafði
hann á furðulegan hátt end-
urheimt. nokkurn hluta hinn-
ar glötuðu æsku sinnar. Hann
var á þessari stundu kominn
vel á veg með að yfirbuga og
tileinka sér þann hluta al-
heimsins, sem að óvörum
hafði risið gegn honum. Hann
var í þann veginn að gereyða
þessum ósvífna heimshluta,
um leið og hann samlagaði
hann sjálfum sér. Hann var í
þann veginn að gera ímyndun
að efniskenndum veruleika,
uppspuna að staðreynd. í
reyndinni skynjaði hann, á
stórfenglegan og þokukennd-
an hátt, að hann var að sigra
þann mann, er reynt hafði að
spilla mynd hans af hinu
raunverulega: Jesaja spá-
mann.
Vottur af brosi var á vörum
hans, og hann var lítið eitt
óstyrkur á fótum. 1 fyrsta
skipti á ævinni varð hann
snortinn af kvenlegri fegurð.
Hann var næstum því ham-
ingjusamur, er hann starði á
stúlkuna, sem vaknað hafði
til lífsins samkvæmt skipun
hans — sem snöggvast sveif ó-
skýr mynd barns, er hreyk-
Nýir lesendur geta byrjað liér:
Mr. Clay, enskur stórkaupmaður í Kanton, þjáist af svefnleysi og lætur
bókara sinn, pólska gyðinginn Elishama Levinsky lesa upphátt fyrir sig
um nætur. í sambandi við það hugkvæmist kaupmanninum gömul sjó-
mannasaga, er hann hafði heyrt í æsku. Er efni hennar á þá lund, að
aldraður auðkýfingur fær ungan sjómann til þess að hvíla hjá konu sinni
um nætursakir í þvf skyni að gera henni erfingja. Elishama telur söguna
uppspuna, en mr. Clay bregst þá reiður við og ákveður að láta hana
gerast. Sendir hann Elishama að leita ungrar stúlku í kvenhlutverkið, og
heppnast honum að fá í það unga, franska stúlku, Virginíu, dóttur kaup-
manns, sem mr. Clay hafði gert gjaldþrota. Þá tekst kaupmanninum og
þjóni hans að fá risavaxinn ungling f sjómannshlutverkið. Sjálfur hyggst
mr. Clay leika hlutverk aldraða auðkýfingsins. Sezt hann nú að dýrlegum
málsverði í húsi sínu ásamt Elishama og unga sjómanninum, sem smám-
saman lætur uppi brot úr ævisögu sinni. Hafði hann dvalið um langt skeið
á eyðiey og var nýlega sloppinn þaðan . ..
SAMVINNAN 27