Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1960, Qupperneq 35

Samvinnan - 01.04.1960, Qupperneq 35
100. 000 TEPPALAGÐIR Á ÁRI Ein er sú grein íslenzks iðnaðar, sem öðrum greinum fremur hefir vaxið feiknarlega síðustu árin. Er hér um að ræða gólfteppavefnaðinn. Her eru nú starfandi þrjár gólfteppavefstofur, sem vinna úr um 200 tonnum af is- lenzkri ull a ári. Gizkað er á, að úr þessum 200 tonnum seu ofnir um 100. 000 af teppum. Sé reiknað með, að að meðaltali sóu þaktir 40 - 50 m^ í hverri íbuð, þá eru rúmlega 2000 íbúðareigendur, sem fá íslenzk teppi á gólfin hjá sér a ári. Tilraunir hafa verið gerðar til að hefja útflutn- ing á íslenzku teppunum, en ekki tekizt ennþá. Ekkert er þo líklegra, en að í framtiðinni verði flutt út fslenzk teppi, því sannað þykir, að gæði þeirra seu með ágætum. EGG OG ÞURRKUÐ EGG Danir flytja út mikið af eggjum, og eru helztu kaupendur Y-Þjóðverjar og bandariski herinn í Evrópu. ítalir, Sviss- lendingar og Englendingar kaupa lika dönsk egg, og á þessu ári hafa verið sendir nokkur þusund kassar alla leið til Venezuela og Lebanon. Um miðjan febrúar síðast- liðinn var skráð útflutningsverð á dönsku eggjunum d. kr. 2. 40 pr. kg. fob eða íslenzk- ar kr. 13. 23. Til samanburðar má geta þess, að heildsöluverð á íslenzkum eggjum er nú kr. ■ 34, 00 pr. kg. (Andelsbladet, 18/2. 1960). . . . Brezka eggjasölusamlagið hefir nú látið hefja framleiðslu á þurrkuðum eggjum í stórum stíl. Árlega notar brezki mat- vælaiðnaðurinn um 1. 500 tonn af þessari vöru, en 80. 000 egg fara í tonnið, svo þau verða mörg eggin, sem hvorki verða spæld né soðin í því landi. Hingað til hafa Bretar flutt inn öll þurrkuð egg, sem þeir hafa þurft að nota (Food Manufacture, marz, 1960). SKÍÐAVÍNSTÚKA Eins og kunnugt er fá Norðmenn dálaglegan skilding í erlendum gjaldmiðli ár hvert frá ferðamönnum, sem koma að heimsækja þeirra fagra land. Mikið hefir verið gert til að hæna sem flestan ferðamanninn að landinu, og hafa m. a. verið byggð mörg ný giötihús. Frá 1945 hafa verið reist 70 slík með rúmum fyrir 5. 000 manns. Mörg af þessum 70 eru staðsett uppi í háfjöllum til að ferðafólkið geti rennt sér á skiðum. NÚ hafa frændur vorir gengið helzt til langt í þvi að gera ferða- fólkinu til hæfis, þvi í Skeikampen hafa þeir byggt geysifínt skíðahótel, sem hefur m. a. skiðavínstúku upp a að bjóða. Skíðagarparnir geta rennt sér alla leið inn a stúkuna á skiðum sínum og fengið sér einn gráan (Nederland - Noord-Europa, XIII, nr. 1, 1960). FROSTÞURRKUÐ MATVÆLI Bæði í Evrópu og Bandaríkjunum er nú búið að full- komna nyja aðferð við geymslu á matvælum. Þessi aðferð nefnist frostþurrkun (freeze-drying) og er fólgin í þvi, að varan er fryst en ísinn siðan latinn gufa upp an þess að bráðna. Með þessu móti er vökvinn numinn brott án þess að frumurnar rifni og gæðin spillist. SÍðan má geyma frostþurrkuð mat- væli eins lengi og þurfa þykir, en bæta siðan vatni í þau, og verða þau þá sem ný aftur. Hin nyja aðferð er talin hafa marga kosti fram yfir frystinguna, og eru þessir helztir: Frostþurrkuð matvæli má geyma og flytja eins og aðra vöru, þ. e. ekki þarf sérstakar geymslur eða útbúnað við flutninga eins og með frystu vörurnar. Frostþurrkunin létt- ir mjög matvælin, t. d. léttist kjöt um 35% og grænmeti um 90%, og verða flutningar þvi mun odýrari. Þá er því haldið fram, að gæði frostþurrkaðra matvæla séu hin sömu og nýrra. Aðal ókostirnir eru þeir, að tæki til frostþurrkunar eru feikilega margbrotin og dýr. Einnig er það ókostur, að öll frostþurrkuð matvæli verður að pakka í algjörlega loft- og rakaþéttar umbúðir, þvi ef varan nær að draga í sig raka \ geymslu eða flutningi, þá eyðileggst hún skjótlega. Vafasamt má telja, að þessi að- ferð nái mikilli útbreiðslu á næstu árum, því um heim allan er búið að binda gífurlegt fjármagn í frystitækjum, geymslum og skipum. En í smáum stíl er farið að nota að- ferðina í Hollandi við framleiðslu á tilbúnum súpum. Einnig hafa sjúkrahús erlendis notað frostþurrkun við geymslu á blóðplasma og vefjum, sem fluttir eru til við skurðaðgerðir (international Management Digest, marz 1960).

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.